Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 8

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 8
6 „Erum búin að leggja drög að átta þáttum,“ segir Guðrún en planið er að hafa um tíu þætti. Meðal umræðuefna eru kynhlutlaust mál, styttingar og unglingaskammstafanir, mýtur um íslenska tungumálið, atvinnutækifærin eftir nám, íslenska glæpasagan og hvernig Íslendingasögunum er miðlað til ungra krakka. Júlía tekur fyrir dæmi um eitt umræðuefni: „Hvað má segja? – Siðferðismál í skáldskap. Á íslenskum bókmenntavettvangi og í þjóð sem er svona lítil, hvar má draga línuna hvað varðar persónuvernd? Máttu hafa alvöru manneskjur í sögunum þínum þar sem allir þekkja alla? Hvar eru mörkin?“ Einnig verður fjallað um það sem er gjarnan litið niður á: „Þágufallshneigð, eignarfallsflótti og nýja þolmyndin, alls konar umræður um hvernig málið sem er í mótun. En svo erum við með tvo þætti þar sem við getum gert hvað sem okkur dettur í hug.“ Hlaðvarpið verður samt alltaf á léttu nótunum en ekki of fræðilegt segir Júlía: „Við vitum heldur ekki allt, það er allt í lagi en það er líka bara gaman. Við viljum samt að þetta sé lágstemmt, ekki predikun. Þegar þú hlustar á okkur á það á þér að líða eins og þú hafir lent á góðu spjalli með íslenskunemum á Dönsku kránni,“ Hvenær kemur fyrsti þáttur? „Ég myndi skjóta á seinni partinn í júní,“ segir Júlía með þeim fyrirvara að það sé ekki alveg ákveðið. „Seinni partur júní er flott viðmið, en við þurfum náttúrulega líka smá tíma til að undirbúa og safna heimildum,“ segir Guðrún. Lokaorð? „Við erum geðveikt spenntar. Við erum spenntar að sjá hvaða árangri það nær. Og þetta er geðveikt skemmtilegt sumarstarf, það er svo gaman að geta unnið út frá náminu sínu. Það er gott fyrir háskólanema og mjög góður grunnur. En við viljum hvetja aðra háskólanema til að sækja um svona styrki á næstu árum eða næst þegar stendur til boða. Það er hægt að gera hvað sem er og þetta er geðveikt skemmtilegt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.