Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 20

Mímir - 01.06.2023, Blaðsíða 20
18 „náði hin opinbera stefna í málfarsefnum, um rétt mál og rangt, til allra barna á mótunarskeiði“ segir Kjart an G. Ottósson í bókinni Íslensk málhreinsun (bls. 104) og heldur áfram (bls. 105): „Jafnframt virðist svo sem mál stefnan hafi tekið nokkrum blæbrigðabreytingum um leið og hún beindist að öðrum aldurshópi en áður. Stefnan virðist hafa verið einfölduð og löguð að þroska nemenda með því að talað var meira og afdráttarlausara um rétt mál og rangt. Meira hefur verið farið að reyna að breyta talmáli nemenda, en áður var öll megináherslan á ritmálinu.“ Þarna náðist sem sé til mun yngri málnotenda en áður – barna sem ekki voru komin með full mótað málkerfi, voru enn á máltökuskeiði að einhverju leyti. Þess vegna var auðveldara – eða a.m.k. talið auðveldara – að breyta máli þeirra en máli skólapiltanna í Lærða skólanum. Þar að auki var málstefnunni nú beint til allra barna á landinu, ekki bara fámenns úrvals mun eldra fólks. Því hefur ekki þótt ástæða til að gera ráð fyrir að börnin hefðu sjálfstæða skoðun á málinu eða gætu rökrætt það. Þess vegna hefur þótt fært að ganga mun lengra en áður – hafna öllum til brigð um og kalla undantekningarlaust eitt rétt en annað rangt. Ekki er ólíklegt að þetta hafi tengst ungmennafélagsanda og þjóðernisstefnu sem var áberandi í upphafi aldarinnar. Kennslubækur sem notaðar voru meginhluta 20. aldar eru flestar í þessum anda. Þeirra þekktust og áhrifamest er Íslensk málfræði Björns Guðfinnssonar sem upphaflega kom út 1937 og var margsinnis endurútgefin, frá 1958 í endurskoðaðri útgáfu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Það má búast við að flestir Íslendingar sem komnir eru yfir miðjan aldur hafi notað hana. Bók Björns, og þó enn frekar endurskoðun Eiríks Hreins, er yfirleitt mjög afdráttarlaus og gefur engan kost á tilbrigðum – rétt er rétt og rangt er rangt, eitt er rétt og allt annað rangt. Sú afstaða mótaði vitanlega viðhorf margra kynslóða til tungumálsins og hefur í marga áratugi endur spegl ast mjög víða og gerir það að verulegu leyti enn í dag – í kennslu og kennslubókum, málfarsþáttum o.v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.