Mímir - 01.06.2023, Side 42

Mímir - 01.06.2023, Side 42
40 því er að enn sér fólk sér fært um að kaupa ljóðabækur, sama hversu merkilegar eða dýrar þau kunna að vera. Þó hef ég lúmskan (sáran) grun um að á næstu nokkrum árum (jafnvel áratugum, þessvegna) muni ljóðabókin standa eftir eins og ósnertur, illa gerður hlutur á lager bókabúða. Ólesin. Ókeypt. Við þennan ótta fæðast vangaveltur um hlutverk ljóðsins – og enn fremur hlutverk skáldsins. Á síðustu árum hef ég eytt mörgum stundum við einmitt þessar vangaveltur. Í því margmiðlunarsamfélagi sem við lifum lífi okkar í dag er þorsta of sjaldan svalað með orðunum einum, fögrum eða hverju sem hvert ljóð miðlar. Ofan á þetta má bæta hvað okkur finnst um þá kapítalísku veröld sem hefur sett svo mikinn svip á líf okkar (hér vil ég vitna í „That Funny Feeling“ eftir Bo Burnham, njótið). Fá sem ég þekki taka sér raunverulega tíma í að tylla sér, taka hvíld frá amstri dagsins og glugga í bók – og hvað þá ljóðabók (hér er ég ekki að tala um skyldulestur, enda má það flokkast til einmitt amstursins). En auðvitað lesa margir bækur, það sést einfaldlega á sölutölum Eymundssonar og annarra bókabúða. Jafnvel Bónus og Nettó selja bækur á háannatímanum sem aðventan er. Hinsvegar er vert að nefna að dvínandi vinsældir þótt bókin sjálf sé enn nokkuð vinsæl. Aðallega er það ljóðabókin sem á undir högg að sækja. Eftir stendur stóra spurningin, hvert er hlutverk ljóðsins í dag? Má sú fyrirspurn teljast lofsverð umleitan. Eins og ég var búinn að nefna hér fyrr hefur ljóðið að mörgu leyti skipt um miðil. Það sem ég meina með því er að í dag eru vinsælustu ljóð í formi lagatexta, hvaða laga sem er, hvort sem lögin sjálf teljist til hip-hops, popps, rokks, þungarokks, kántrí, folk-rokk eða hvaðanúeina. Standi textarnir eftir í tómarúmi eru þeir ljóð, og eru því það í eðli sínu. Þó að í hugarfylgsnum og ummælum sumra teljist margir þessara texta til ósæmilegra smíða og raunar varhugavert að smella þeim undir hatt ljóðsins. Við því hef ég fjölmargt að segja, þó aðallega eitt: Mesta kjaftæði sem ég hef heyrt lengi. Þannig er mál með vexti að þetta er sú ritlist sem ungt fólk í

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.