Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 14

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 14
12 gaman að skrifa um. Ég vildi þá búa til vettvang þar sem ég gæti skrifað frjálslegri, stutta pistla um hinsegin bókmenntir og út frá því bjó ég til blogg, Kynvillta bókmenntahornið. Ég byrjaði á því 2013 í miðju doktorsnáminu og hef haldið því við með hléum síðan. Kynvillta bókmenntahornið byrjaði sem sagt upphaflega sem mitt eigið persónulega tilraunaverkefni, tækifæri til að skrifa frjálslega um hinsegin bókmenntir og æfing í að nota þessi hugtök. Ekki endilega allir voru með það á hreinu hvað hinsegin meinti eða hvað ég meinti þegar ég talaði um hinsegin bókmenntir. Það var stóra konseptið. Hvar má finna Kynvillta bókmenntahornið? Í vetur færðum við það á Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs, en þá hætti Kynvillta bókmenntahornið að vera óformleg bloggsíða hjá mér. Gömlu pistlarnir eru enn til og það getur verið að ég flytji þá inn á Hugrás líka. Það á eftir að ákveða það. Hvernig hefur verkefnið breyst? Í haust ákvað ég að athuga hvort ég gæti ekki safnað BA- og MA-nemum sem væru til í að skrifa um hinsegin bókmenntir þótt það væri ekki hluti af formlegu námskeiði við háskólann. Ég sótti um samfélagsstyrk sem kennarar geta fengið til að miðla rannsóknum sínum og fékk hann. Ég hef notað þann pening til að borga flottum hóp af meistaranemum og BA- nemum fyrir að skrifa pistla, bókadóma og taka viðtöl sem fara inn á Kynvillta bókmenntahornið. Hvernig er fyrirkomulagið á skrifunum? Við hittumst tiltölulega reglulega. Núna hafa birst sex pistlar og álíka margir eru í vinnslu, vonandi fleiri. Þau hafa bæði fjallað um eldri verk og nýlegar bækur. T.d. má nefna pistla um Vistarverur, ljóðabók Hauks Ingvarssonar, Undantekninguna eftir Auði Övu, nýlegar ungmennabækur eftir Rut Guðnadóttur og Einu sinni sögur eftir Kristínu Ómarsdóttur. Það er gott að þeim fjölgi sem skrifa sérstaklega um hinsegin bókmenntir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.