Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 23

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 23
21Mímir 53 - Mímishöfuð þörf er á að fjalla ítarlega um stöðu þeirra gagnvart ís lensku málsam fé lagi. Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur hefur gert úttekt á stefn unni í meistararitgerð og borið hana saman við málstefnuna frá 2009 og telur að þótt stefnan sé fram för frá fyrri stefnu hefði þurft að leggja mun meiri áherslu á inngildingu innflytjenda í málsamfélagið. Nauðsynlegt er að móta stefnu um kennslu íslensku sem annars máls sem hluta af íslenskri málstefnu. Einnig er mjög brýnt að staða og réttindi ensku í málsamfélaginu verði tekin til umræðu. Hér býr nú fjöldi fólks sem notar ensku sem aðalsamskiptamál sitt, auk ferðafólks sem hingað kemur. Fyrirséð er að enskunotkun mun aukast á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins á næstu árum og mikilvægt að sú aukning verði ekki skipulags- og eftirlitslaus, heldur verði reynt að stýra henni í þann farveg sem skerðir hlut íslensku minnst. Ekki er fjallað neitt um þetta í mál- stefn unni, en þó verður að geta þess að samkvæmt fundargerð stjórnar Íslenskrar málnefndar er áform- að að halda málþing um sambýli íslensku og ensku nú í byrjun maí. Mikilvægt er að það mál þing verði nýtt til stefnu mótunar í þessum málum sem verði hluti af íslenskri málstefnu. En fleira vantar í stefnuna. Þrátt fyrir að tengsl tungumáls og kyns hafi verið mjög til umræðu á undanförnum árum er ekki vikið einu orði að því efni í málstefnunni – hugtakið kynhlutlaust mál er þar hvergi nefnt. Þetta er vissulega umdeilt, viðkvæmt og vandmeðfarið mál – líklega það svið tungumálsins þar sem mest ólga og heitastar tilfinningar eru um þessar mundir ef marka má umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. En þeim mun meiri ástæða hefði verið til þess að taka það til umræðu. Ef til vill hefur stjórn Ís lenskrar málnefndar litið svo á að Skýrsla um kynhlutlaust mál sem hún lét vinna í fyrra og sam þykkti á svipuðum tíma og málstefnuna dygði. En sú skýrsla hefur verið gagnrýnd og þetta efni þarf að fara inn í málstefnuna sjálfa. Þessa umræðu hefði einnig þurft að taka upp á breiðari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.