Mímir - 01.06.2023, Side 18

Mímir - 01.06.2023, Side 18
16 Málfarsviðmið á seinni hluta 19. aldar Viðmið okkar um „rétt“ og „rangt“ mál, sem í seinni tíð eru stundum kölluð „íslenskur mál staðall“, mótuðust að miklu leyti í tengslum við sjálfstæðisbaráttuna á seinni hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Einn áhrifa- mesti maðurinn í þeirri mótun var Halldór Kr. Friðriksson sem var aðalíslensku kenn ari Lærða skólans (nú Menntaskólans í Reykjavík) í nærri hálfa öld, frá 1848 til 1895. Hann skrifaði fyrstu kennslubókina í íslenskri málfræði sem gefin var út, Íslenzka málmynda lýsingu, 1857. Það er athyglisvert að sitthvað sem þar er nefnt sem venjulegt mál þykir nú rangt, og einnig eru nefndar athugasemdalaust ýmsar tvímyndir í beygingu þar sem önnur þykir nú röng. Nokkur dæmi um hvort tveggja eru talin hér á eftir. Þarna er t.d. sagt að eignarfall eintölu af vindur sé ýmist vinds, sem sé sjaldgæft, eða vindar. Nú er vinds venjulega myndin en „Eignarfallsmyndunum vindar og vindarins bregður fyrir en þær eru sjaldséðar“ segir í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls. Einnig segir: „Mörg eru þau karlkennd nöfn, sem ýmist hafa s eða ar í eig. eint. […], t.a.m. […] lækur, eig. læks og lækjar; vefur, eig. vefs og vefjar, o.s.frv.“ Oft er rifjað upp þegar umsjónarmaður þáttarins „Daglegt mál“ í útvarpinu sagði af sér árið 1980 eftir að honum varð á að segja í þættinum að eignarfallið af lækur væri læks; og í umfjöllun um eignarfall orðsins vefur í Morgunblaðinu 1998 sagði Gísli Jónsson afdráttarlaust: „Niður staðan er skýr: Eignarfallið af vefur er vefjar, ekki ?vefs.“ Í umfjöllun um víxl e og a í orðinu ketill segir: „Á sama hátt beygðist og til forna Egill (þiggj. Agli).“ Þágufallið Agli sem nú er eina viðurkennda myndin var sem sé horfið úr málinu á þessum tíma en var síðar endurvakið. Einn ig segir: „Þegar greinirinn er skeyttur aftan við faðir, verður eig. eint. föðursins.“ Í Málfars banka Árnastofnunar segir aftur á móti: „Eignarfall eintölu er t.d. ekki „föðurs“, með greini „föðursins“, eins og halda mætti út frá algengustu beygingar flokk unum heldur föður, með greini föðurins.“ Um orðið fé segir að það sé

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.