Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 27

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 27
25Mímir 53 - Mímishöfuð Pólitískt gildi listanna Jafnvel þó þessi röksemdafærsla ætti að nægja til að senda leiðinlega verkfræðifrændann hugsandi heim þá er samt hægt að ganga lengra. Á meðan hann einskorðar heimsmynd sína við hagnað og pólitískt gildi hefur hann sjálfur lítinn skilning á fyrirbærinu og sömuleiðis á hvaða þættir hafa þar áhrif. Hugvísindi hafa nefnilega mikið pólitískt afl. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að mestöll pólitík byggir á heimspeki, hvort sem sú heimspeki sé frelsi, jafnrétti, hvort Hobbes eða Marx eigi þar helst í hlut, þá má fara lengra aftur í tímann og benda á Plató. Séu bókmenntirnar skoðaðar sérstaklega er gott að líta til hugmynda hans um besta mögulega ríkið. Hans hugmyndir eru líka heldur frumstæðar, byggja á þröngsýnu pólitísku gildi og skilningi síns menningar og tíma, en þó má einkum benda til þess að Plató bar mikinn óhug til listamanna og einkum skálda. Hann vildi ekki að skáld fengju að iðka sína list í Ríkinu hans, einmitt vegna þess að þau höfðu of mikið vald, voru of hættuleg, þ.e. höfðu of mikil áhrif. Áhrifin sem hann var hræddur við höfðu þó meira að gera með að skáld væru að villa fyrir almenningi. Hræðslan við áhrifin stendur þó, og enn í dag eru bækur bannaðar vegna þess. Pólitísk áhrif skáldsins eru því aldagömul saga og eiga enn við í dag (Wurth & Rigney, 2006, bls. 319-20). Við þurfum ekki að hylla Plató, þvert á móti þarf að standa á móti hans hugmyndum – en þó er hægt að líta til hans afstöðu til listanna, hún hefur enn raunverulegt vægi. Þetta á ennþá við í dag. Enn eru bækur bannaðar víðsvegar um heim. Nasistar hefðu aldrei brennt bækur ef bókmenntir hefðu engin pólitísk áhrif. Auðvitað þarf það markmið að ná fram áhrifum með því að nota ræðu og rit af mikilli þekkingu, en það er einmitt það sem nemendur á Hugvísindasviði læra. Þannig að næst þegar þessi leiðinlegi verkfræðifrændi þinn sem kýs Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins kemur til þín í skírnarveislu nýfæddrar frænku þinnar og gerir þér lífið leitt, gagnrýndu hann tilbaka.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.