Mímir - 01.06.2023, Síða 37
35Mímir 53 - Mímishöfuð
Einnig minnka umsvif íslenskunnar ef önnur tungumál
eru taki við hlutverki íslenskunnar sem sameiginlegt
samskiptamál flestra hópa og við sem Íslendingar höfum ekki
efni á að halda svona stórum hópi utan málsamfélags okkar.
Það er kaldhæðnislegt að fólkið sem oft hefur mestar áhyggjur
af íslenskunni sé gjarnan það fyrsta til að gagnrýna útlendinga
og innflytjendur fyrir “ófullkomna” íslensku, hvað varðar
hreim, orðanotkun og ófullkomnar beygingar.
Enda er viðhorf Íslendinga gagnvart „ófullkominni“
íslensku stór hluti vandamálsins, þá sérstaklega þegar kemur
að íslensku sem er töluð af fólki af erlendum uppruna.
Til að bæta stöðu samfélagsins í heild er mikilvægt að
sinna tveimur verkefnum. Hið fyrra er að stofnanir, líkt og
stjórnvöld, skólar, atvinnurekendur og verkalýðsfélög,
bæti aðgengi að íslenskukennslu og úrræðum tengdum
henni. Hið seinna, en ekki síðra, er að breyta viðhorfum
Íslendinga. Að hvetja fólk til að tala íslensku, að dæma
ekki fólk fyrir málfar, leyfa fólki að tala „ófullkomna“
íslensku og byrja öll samtöl á íslensku þangað til
beðið er um annað. Fólk notar stundum ensku ef til
vill til í góðri trú, telur sig þannig hjálpa viðmælanda
og einfalda samskipti. Það gerir hins vegar lítið úr
metnaði manneskjunnar sem er að reyna að tala og
sýnir að fólk nenni ekki að hjálpa manneskjunni sem er
að læra. Oft sendir þetta einnig ómeðvituð (eða meðvituð)
skilaboð að þau eigi ekki heima hér, að manneskjan sé ekki
hluti af samfélaginu. Ekki er hægt að glíma við vandamálið í
heild sinni án þess að leysa þessa tvo þætti.
Hér spilar ýmislegt inn í aðgengi að íslenskukennslu. T.d.
þeir sem eru efnameiri eiga auðveldara að bera kostnaðinn sem
íslenskukennsla felur í sér. Einnig getur tungumálakennsla
verið óaðgengileg að því leyti hún er tímafrek. Vinna og
umsjón barna og heimilis eru sjálfsögðu sett í forgang. Sú kvöð
étur upp mestan þann tíma sem hefði mátt nýta í íslenskunám
og það stendur sérstaklega í vegi fyrir konum af erlendum
uppruna. Til að tryggja réttindi fólks, aðgengi að samfélaginu
og framtíð íslenskunnar er breytinga þörf.