Mímir - 01.06.2023, Side 25

Mímir - 01.06.2023, Side 25
23Mímir 53 - Mímishöfuð Stutt bréf til íslenskunemans með erfiða verk- fræðifjölskyldu _______________________________ Mér eru minnisstæð orð Ármanns Jakobssonar, frá því ég sat tíma hjá honum í íslenskri bókmenntasögu þar sem hann reyndi af bestu getu að troða ofan í kollinn á okkur grútþreyttu stúdentunum þann kalda morgun ýmis hugtök úr fornu máli – hvort það var latína eða forngríska man ég ekki. Það skiptir ekki sköpum en Ármann reyndi að selja okkur þessa frasa sem leið til að svara leiðinlegum ummælum „leiðinlega verkfræðifrændans“ næst þegar við hittum hann í fermingarveislu eða skírn. Flest á íslensku- og menningardeild þekkja það eflaust á eigin skinni að verða fyrir ýmsu aðkasti fyrir að stunda hugvísindi, og þekkja þá enn betur spurninguna: „hvað ætlarðu að gera við gráðuna þína” eða „hvaða tilgangi þjónar að læra íslensku ef þú kannt hana” og þar fram eftir götunum. Í fyllstu virðingu við Ármann okkar, sem hefur gert einstaklega mikið fyrir fræðasviðið, þá tel ég að til sé mun betra svar við leiðinlegum verkfræðinemum, tölvunarfræðinemum og lögfræðingum – í raun bara leiðinlegu fólki svona almennt og yfirhöfuð. Gildismat vísindanna Áður en ég þó fer út í þá sálmanna vil ég benda á grein sem

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.