Mímir - 01.06.2023, Síða 33

Mímir - 01.06.2023, Síða 33
31Mímir 53 - Mímishöfuð Er tímabært að snúa við blaðinu? Hugleiðing um íslenskukennslu í grunnskólum Diljá Böðvarsdóttir ____________________________ Af eigin reynslu vitum við eflaust flest að sú íslenskukennsla sem fer fram í grunnskólum einkennist af eilífri málfræðikennslu. Verkefnin sem voru sett fyrir í nánast hverjum einasta íslenskutíma snerust um að greina langar setningar í orðflokka og fallbeygja heilu blaðsíðurnar af nafnorðum, auk annarra sambærilegra verkefna. Þetta fyrirkomulag kom sér reyndar ágætlega fyrir mig, mér þótti slík verkefni sem hér eru upptalin fremur skemmtileg, enda er ég núna í íslenskunámi í háskóla. Auk þess hef ég reynslu af starfi í grunnskóla og tel mig því geta sagt það með vissu að flestir nemendur falla ekki í þann flokk. Þeir nemendur sem ég vann með gerðu hvað sem þau gátu til að komast hjá því að vinna slík verkefni. Með þessu á ég þó alls ekki að ég hafi verið metnaðarfyllri en samnemendur mínir eða grunnskólanemendur dagsins í dag. Flest börn vilja leggja sig

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.