Mímir - 01.06.2023, Page 46

Mímir - 01.06.2023, Page 46
44 - Ekki meira en 4 klukkustundir, svaraði Kristján og leit beint í augun á Barða. Hann kinkaði kolli til samþykkis. Öldurnar börðu stanslaust á skipinu og ýttu því í átt að landi af öllu afli. Kristján var orðinn óþreyjufullur einn uppi í brúnni. Áætlaður viðgerðartími var liðinn og hann þrammaði um gólfin og beið eftir að einhver vaktformannana kæmi upp með góðar fréttir. Honum þótti erfitt að bíða eftir því að vélstjórarnir kláruðu verkið, helst vildi hann fara niður og gera við þetta sjálfur. Loksins heyrði hann dyrnar á brúnni opnast og Barði birtist með Helga vélstjóra. Kristján vissi að það boðaði ekki gott fyrst þeir stóðu þarna tveir. - Bilunin virðist vera alvarlegri en við höldum. Það er allt þarna steindautt, sagði Helgi. - Hvað áttu við? spurði Kristján og starði á Helga með svo eldheitu augnarráði að hreinlega gæti kviknað í honum. - Það er best að hafa samband við Landhelgisgæsluna strax og óska eftir aðstoð. Eru einhver önnur skip hér nálægt? spurði Helgi sem lét fas Kristjáns ekki hafa nein áhrif á sig. - Snorrinn, svaraði Kristján lágt. - Gestur? kvakaði Barði. Af hverju er hann ekki kominn? Kristján þagði í smá stund en gekk svo að talstöðinni og kallaði í Landhelgisgæsluna. Barði og Helgi biðu á meðan Kristján kláraði beiðnina. - Þú kallaðir aldrei í Gest, sagði Barði þegar Kristján hafði lokið kallinu. - Hvað kemur Gesti við hvernig ég stjórna mínu skipi? hreytti Kristján út úr sér. - Þú ert nú meiri fávitinn. Meiri andskotans djöfulsins fávitinn! hrópaði Barði og æddi að talstöðinni. Hann reif upp tólið og kallaði eftir sambandi við Gest. - Gestur, heyrðist í talstöðinni. - Sæll Gestur, þetta er Barði á Vigra. - Blessaður. Er loksins búið að gera þig að skipstjóra? sagði Gestur og hló. - Heyrðu við erum nú í meiri vandræðunum, sagði Barði og lét athugasemd Gests ekki slá sig út af laginu. - Settu akkerið niður, heyrðist úr talstöðinni.

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.