Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 12

Mímir - 01.06.2023, Qupperneq 12
10 Einn kunni líka flesta íslenska lausamálstexta enda hafði sá verið lengi í námi. Síðan þá hef ég ferðast víða um Árnagarð. Frá 1992 til 1999 var miðdepillinn 3. hæðin þar sem nemendur áttu sér lesstofu. Þar var á mínum tíma hörð regla um að enginn mætti eigna sér borð og mæta svo aldrei. Fjölmargir reyndu þetta samt og voru þá bækur þeirra fjarlægðar af borðinu og miðar rifnir af. Fólk hékk iðulega á lesstofunni langt fram á kvöld og þar var líka líf og fjör á sumrin. Um hríð var ég með aðstöðu á ganginum enda einn fyrstu doktorsnema deildarinnar og í nokkra mánuði leit út fyrir að það yrði mikil virðingarstaða. Síðan vorum við doktorsnemar send í Nýja-Garð en oft var samt skroppið í Árnagarð í kaffi og kaffisamræðurnar rötuðu þá gjarnan í Stúdentablaðið enda ritstjórinn meðal fastagesta. Átta árum síðar sneri ég aftur, fyrst sem starfsmaður Árnastofnunar en síðan háskólakennari og hef verið síðan á sama stað, eini starfsmaður hússins með norðurglugga. Síðan hafa orðið mikil mannaskipti á 4. hæð en ég haldið mig á mínum stað. Meðan á útlegð stóð hafði ég aðsetur í Reykjavíkur-Akademíunni við Hringbraut og þaðan kom ég með eldfornan Brother- prentara sem enn lifir. Þessa dagana glími ég við það álitamál hvort hann fylgi mér í nýja húsið eður ei. Ég man ekki til þess að Árnagarður hafi þótt glæsilegt hús. Það er byggt á 7. áratugnum og ber tísku hans vitni. Hinn góði andi hússins skapaðist af fólkinu sem þar dvaldi, t.d. Gógó á kaffistofunni og Birni húsverði. Kennarar og stúdentar lögðu líka sitt til. Meðal þeirra voru flóttamenn úr öðrum námsgreinum þar sem félagslífið var ekki nándar nærri jafn skemmtilegt og andinn allt annar en í Árnagarði. Vonandi flyst sá góði andi óskaddaður í hið nýja hús íslenskra fræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.