Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 9
8 Áv ör p og an ná lar 8 Alþjóðanefnd læknanema er aðildarfélag að IFMSA (Inter national Federation of Medical Students’ Associations) en það eru stærstu og elstu alþjóð legu samtök læknanema samtaka sem saman standa af 132 aðildar félögum. Alþjóða nefnd hefur verið fulltrúi í sam tökunum frá 1957 og til heyrir því undir sviði sem sér um klínískt skipti nám en það veitir lækna nemum tæki færi á að kynnast heilbrigðis þjónustu og lifnaðar háttum annarra landa. Sumarið 2016 var metþátttaka íslenskra skiptinema í starfinu en 18 læknanemar fóru í mánaðarskipti til Indónesíu, Danmerkur, Belgíu, Frakklands, Ítalíu, Ghana, Hollands, Perú, Taívans og Japans. Á Íslandi tókum við á móti 22 skiptinemum frá Spáni, Þýskalandi, Ítalíu, Danmörku, Frakklandi, Svíþjóð, Belgíu, Sviss, Indónesíu, Kanada, Japan, Hollandi, Taívan, Síle, Portúgal, Perú og Möltu. Sumarið hér heima einkenndist af fjöri og góðu félagslífi með erlendum skiptinemum og íslenskum tengiliðum. Í júlí var helgarferð um Suðurland og dagsferð í Gjábakkahelli. Í ágúst var einnig farin helgarferð um Suðurland auk dagsferðar á Snæfellsnes. Í hvorum mánuði voru haldin vikuleg bjórkvöld og svo alþjóðakvöld þar sem skiptinemarnir komu með mat frá sínu heimalandi og smökkuðu íslenskan mat með misgóðri lyst. Hingað til lands kom fjölbreyttur hópur 22 erlendra skiptinema sumarið 2017 auk þess sem við sendum út átta íslenska nema í skipti víðsvegar um heiminn. Húsnæðismál fyrir erlendu skiptinemana hafa verið erfið en gott húsnæði er grundvallaratriði þess að geta haldið uppi skiptafyrirkomulagi sem þessu. Við höfum undanfarin ár fengið afnot af húsnæði við Kleppsspítala en í ár var mikið umrót hjá spítalanum og átti ekki að halda því fyrirkomulagi áfram. Fyrir til stilli nefndar meðlima Alþjóða nefndar, Ólafs Baldurs sonar, framkvæmdastjóra lækn inga, Magnúsar Karls Magnússonar og Engilberts Sigurðs sonar, fyrr verandi og nú verandi forseta Læknadeildar, Sig ríðar Hafberg, mannauðs­ ráðgjafa geðsviðs, Maríu Einisdóttur, framkvæmda stjóra geð sviðs og Guðmundar Sævar Sævarssonar, hjúkrunar deildarstjóra á geðsviði, er nú í vinnslu samningur á milli Alþjóðanefndar og umsjónarmanna Klepps um samstarf og eiga þau mikið hrós skilið fyrir það. Þar fáum við húsnæði fyrir nemana okkar gegn vinnuframlagi í Batamiðstöðinni á Kleppi í formi hreyfingar og fræðslu. Fyrir hugað er að Hugrún, samstarfsfélag okkar, og fleiri læknanemar taki þátt í þessu verkefni. Þar með mun loksins vera komið öruggt húsnæði til nokkurra ára sem er það sem við höfum stefnt að lengi. Árlega eru haldnar ráðstefnur á vegum IFMSA þar sem gerðir eru samningar næsta sumars, mynduð tengsl og umræðufundir setnir. Í ágúst 2016 sendi Alþjóðanefnd þrjá eldhressa fulltrúa á August Meeting í Mexíkó, þau Herdísi Hergeirsdóttur, Jóhannes Davíð Purkhús og Tryggva Ófeigsson. Í nóvember fóru þrír fulltrúar á ráðstefnu á vegum norrænu samtakanna FINO (Federation of International Nordic Medical Students’ Organisations) í Finnlandi, þau Árný Jóhannes dóttir, Eggert Ólafur Árnason og fyrr nefnd Herdís. Í mars 2017 sendi Alþjóðanefnd í fyrsta skipti fulltrúa á March Meeting sem var haldinn í Svartfjallalandi og við erum mjög stolt af þeim áfanga. Það er aldeilis ljóst að Mexíkó kveikti sannkallað IFMSA bál í hjörtum meðlima því það voru áðurnefnd Herdís og Tryggvi sem fóru fyrir okkar hönd til Svartfjallalands. Eitt af markmiðum Alþjóðanefndar undan­ farin ár hefur verið að virkja fleiri aðildar­ félög til þátttöku í IFMSA. Nú í apríl var haldinn stór fundur með stjórn FL og öllum samstarfsfélögum þeirra þar sem starf IFMSA var kynnt og félögin eindregið hvött til þátttöku í starfi samtakanna. Fyrir hvert samstarfsfélag er tilsvarandi svið innan IFMSA þar sem hægt er að láta til sín taka, deila reynslu sinni, fá ráðleggingar og nýjar hugmyndir. Undanfarin ár hefur Ísland nánast einungis nýtt sér það svið sem snýr að skiptum í gegnum Alþjóðanefnd en nú verður vonandi breyting þar á. Fulltrúar samstarfsfélaganna sýndu áhuga á að taka þátt í samtökunum og því var ákveðið að FL tæki við sem fulltrúi Íslands í IFMSA, Alþjóðanefnd sér ennþá um sitt svið en hin félögin hafa þá tækifæri til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi á sínu sviði. Gott fyrsta skref samstarfsfélaganna væri að senda fulltrúa á alþjóðlegar ráðstefnur, skapa sér þannig tengiliði og taka meiri þátt í starfseminni. Við í Alþjóðanefnd erum ánægð með þennan árangur og þökkum samstarfsfélögum og stjórn FL kærlega fyrir áhugann og vonum innilega að þetta verði til þess að gæði starfsins verði ennþá betri. Að lokum vil ég færa öllum meðlimum Alþjóðanefndar mikið hrós og þakkir fyrir frábært samstarf. Nefndin samanstendur af öflugu fólki með mikinn áhuga á að gera starfið betra og ég tel mig mjög heppna að fá að vera hluti af þessum skemmtilega og metnaðarfulla hópi. Alþjóðanefnd þakkar einnig tengiliðum sínum fyrir vel unnið starf og viðburðaríkt sumar. Alþjóðanefnd Helga Þórunn Óttarsdóttir formaður Alþjóðanefndar Stjórn Alþjóðanefndar 2016-2017. Efri röð frá vinstri: Surya Mjöll Agha Khan, Anna Lilja Ægisdóttir, Árný Jóhannesdóttir, Herdís Hergeirsdóttir, Helga Þórunn Óttarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Jóhann Hauksson, Tryggvi Ófeigsson, Jóhannes Davíð Purkhús, Eggert Ólafur Árnason. Á mynd vantar Bjarna Rúnar Jónasson og Jóhönnu Vigdísi Ríkharðsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.