Læknaneminn - 01.01.2017, Side 154

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 154
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 3 Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er lýðgrunduð ferilrannsókn. Þátttakendur voru allir þeir sem greindir voru með NHL á árunum 1981­2013 (n=37.811) í Svíþjóð. Gögnin voru fengin frá krabbameins skrá Svíþjóðar og voru upp lýsingar um aldur, kyn, greiningar dagsetningu og tegund NHL skráðar. HL er hlutfall á mælanlegri lifun annars vegar og lifun inni sem við búist er við hjá sambærilegu þýði. Með því að bera saman við sænskar töflur um lífslíkur miðað við aldur, kyn og fæðingarár þá var HL reiknuð til 1­, 5­, og 10­ ára hjá fimm aldurshópum (18­49, 50­59, 60­69, 70­79 og ≥80 ára) á árunum 1981­ 1992 einungis fyrir NHL í heild), 1993­2003 og 2004­2013 með 95% öryggisbili (ÖB). Auka áhættu hlutfall (e. excess hazard ratio; EHR) fyrrnefndra hópa var fengið með Poisson aðhvarfsgreiningar líkani. Tímaskalinn sem notaður var var tími frá greiningu. Niðurstöður: Hóparnir sem skoðaðir voru, var NHL í heild sinni (n=37.811), stórfrumu B eitilfrumu­ krabbamein (e. diffuse large B-cell lymphoma; DLBCL)(n=11.779), hnútótt eitilfrumu krabbamein (e. follicular lymphoma)(n=5.692) og T­frumu eitilfrumu krabbamein (n=6.821). Fimm ára HL hjá öllum aldurs hópum NHL sjúklinga fór úr því að vera 0,49 (ÖB: 0,47­0,50) á tímabili 1 og í 0,65 (ÖB: 0,64­0,67) á tímabili 3 (p=0). Fimm ára HL á sömu tímabilum fyrir fyrsta aldurflokkinn var 0,70 (ÖB: 0,67­0,72) og 0,85 (ÖB: 0,83­0,87) (p=0) en 0,29 (ÖB: 0,25­0,33) og 0,43 (ÖB: 0,40­ 0,47) (p=0) fyrir síðasta aldursflokkin. Fimm ára HL DLBCL fór úr 0,54 (ÖB: 0,52­0,56) á tímabili 2 í 0,62 (0,60­0,64) á tímabili 3 (p=0). Fimm ára HL hnútótts eitilfrumukrabbameins fór úr 0,71 (ÖB: 0,69­0,74) á tímabili 2 í 0,85 (ÖB: 0,83­ 0,88) á tímabili 3 (p=0). EHR hjá síðasta aldurs­ hópunum í T­frumu eitilfrumukrabbamein með 2004­2013 sem viðmiðunartímabil var 1,17 (ÖB: 0,99­1,40, p=0,09). Ályktanir: Ljóst er að HL hefur batnað hjá flestum NHL sjúklingum frá árinu 1981. Hún hefur þó ekki orðið betri hjá sumum aldurshópum T­frumu lymphoma. Það sem skýrir það eru hugsanlega ný krabbameinslyf tekin í notkun á upphafsárum aldarinnar fyrir B­frumu eitilfrumukrabbamein. Einnig má spyrja sig hvort við séum að greina sjúkdómana fyrr og séum að veita betri stuðnings­ meðferðir og aðhald. Áhrif meðgöngulengdar á námsárangur Elín Þóra Elíasdóttir1, Þóra Steingrímsdóttir1,2, Inga Dóra Sigfúsdóttir3, Ingibjörg Eva Þórisdóttir3, Ragnhildur Hauksdóttir1, Þórður Þórkelsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítalans, 3Háskólinn í Reykjavík, 4Barnaspítali Hringsins Inngangur: Fáar rannsóknir hafa skoðað línuleg áhrif meðgöngulendar á einkunn en þekkt er að fyrirburar eru í aukinni áhættu á að greinast með ýmsa langvinna sjúkdóma. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fyrirburar, og sérstaklega allra minnstu fyrirburarnir, fá marktækt lægri einkunnir en samnemendur þeirra sem fæddir eru eftir fulla meðgöngu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem sýna að meðgöngulengd hefur einnig áhrif á einkunnir fullburða barna. Mark mið þessarar rannsóknar eru að skoða áhrif meðgöngu lengdar á einkunn í 4. og 7. bekk. Einnig verður athugað hvort marktækur munur sé á einkunnum fyrirbura og fullburða barna, hvort áhrif meðgöngulengdar séu mismunandi eftir og kyni og hvort meðgöngulengd hafi áhrif á einkunnir fullburða barna. Efniviður og aðferðir: Unnið var með tilbúið gagnasafn sem safnað var í tengslum við rannsóknina LIFECOURSE. Þeirra gagna hafði verið aflað frá Fæðingaskrá Landlæknis, Námsmatsstofnun og Hagstofunni. Í rannsóknarhópnum voru öll börn sem fæddust og voru með búsetu í Reykjavík árið 2000. Frá Námsmatsstofnun fengust upplýsingar um einkunnir á samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk. Niðurstöður: Aukin meðgöngulengd veldur mark­ tækri hækkun á einkunn í samræmdum prófum í stærð fræði bæði í 4. og 7. bekk eftir að leiðrétt hefur verið fyrir helstu bjögum. Meðgöngulengd sýndi ekki marktæk áhrif á heildareinkunn í íslensku, hvorki í 4. né 7. bekk. Ekki fannst marktækur munur á einkunnum fyrirbura og fullburða barna nema í ritun í 7. bekk þar sem fullburða börn fengu 31,8% hærri einkunn. Þegar gögnunum var lagskipt eftir kyni kom í ljós að áhrif meðgöngulengdar á einkunn voru einungis til staðar hjá strákum þar sem meðgöngulengd hafði marktæk áhrif á allar heildareinkunnir bæði í 4. og 7. bekk. Hjá stelpum voru áhrif meðgöngulengdar á heildareinkunn aldrei marktæk. Áhrifa meðgöngulengdar gætir einnig hjá fullburða börnum (fæddum eftir 37 – 42 vikna meðgöngu) en þar kom fram marktæk hækkun á einkunn í íslensku og stærðfræði með aukinni meðgöngulengd bæði í 4. og 7. bekk. Einnig fannst marktækur munur á einkunnum snemmbura (37­ 38 vikna meðganga) og full­ og síðbura (>39 vikna meðganga) þar sem full­ og síðburar fengu marktækt hærri einkunnir. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að meðgöngulengd hafi marktæk línuleg áhrif á einkunnir í samræmdum prófum. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrirburar fái lægri einkunnir en fullburða börn en það var ekki raunin í þessari rannsókn þar sem fjöldi fyrirbura var líklega ekki nægjanlegur til þess að fá fram marktækan mun. Nýlegar rannsóknir benda til þess að aukin meðgöngulengd fullburða barna spái fyrir um betra gengi í skóla. Niðurstöður þessarar rannsóknar styrkja þær ályktanir þar sem meðgöngulengd fullburða barna virðist hafa umtalsverð áhrif á einkunn. Mjög skýr kynjamunur kom fram í áhrifum meðgöngulengdar og væri áhugavert að skoða það nánar. Áhættumat á bráðu kransæðaheilkenni Erla Þórisdóttir1, Karl K. Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartadeild Landspítala Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni eru misleitur hópur með mismunandi áhættu á endurteknum hjartaáföllum og dauða. GRACE ACS risk score áhættureiknirinn var hannaður til að spá fyrir um horfur sjúklinga innan 30 daga, 6 mánuða, eins árs og þriggja ára. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort áhættustigun með GRACE skori komi að gagni við að spá fyrir um dauðsföll og endurtekin hjartaáföll hjá íslenskum sjúklingum sem greinast með brátt kransæðaheilkenni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til allra þeirra sem lögðust inn á Landspítalann með brátt kransæðaheilkenni frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013. Úr Sögukerfi Landspítala voru sóttar þær breytur sem notaðar eru til útreikninga á GRACE skori. GRACE skor og áhættumat fyrir 30 daga lifun, eins árs lifun og eins árs lifun án hjartaáfalla var reiknað út fyrir alla þátttakendur. Afdrif sjúklinga með tilliti til endurtekinna hjartaáfalla og dauða voru að lokum könnuð. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan­Meier og framkvæmd voru logrank próf til að bera saman lifunarkúrfur. Útreiknað GRACE áhættumat og raunveruleg áhætta þýðisins voru borin saman og ROC kúrfur teiknaðar til að meta næmni og sértækni áhættumatsins. Niðurstöður: Þátttakendur voru 666, 189 konur og 477 karlar. Meðalaldur þátttakenda var 68,0 ±13,1 ár. 212 (31,2%) sjúklingar lögðust inn vegna hvikular hjartaangar, 293 (44,0%) vegna NSTEMI og 161 (24,8%) vegna STEMI. 30 daga lifun þýðisins var 94,7%, eins árs lifun 89,8% og eins árs lifun án hjartaáfalla 78,5%. Marktækur munur var á lifun kynja (p= 9,1*10­4) og lifun sykursjúkra (p=3,7*10­4) til eins árs og marktækurmunur á lifun án hjartaáfalls innan eins árs meðal sömu hópa (p=3*10­2 og p=1,7*10­4). Þegar útreiknað GRACE áhættumat var borið saman við hlutfall raunverulegra dauðsfalla og endurtekina hjartaáfalla lentu raunverulegu gildin í flestum tilfellum innan marka. Þegar næmni og sértækni GRACE áhættureiknisins var athuguð var AUC=0.9156 (0.8785­0.9528) fyrir 30 daga lifunarmat, AUC=0,8925 (0.8613­0.9236) fyrir eins árs lifunarmat og AUC=0,7083 (0.6553­ 0.7612) fyrir eins árs lifunarmat án hjartaáfalla. Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að áhættumat GRACE skorsins sé almennt gott á íslensku þýði. Því má áætla að GRACE áhættureiknirinn myndi koma að gagni við að spá fyrir um afdrif íslenskra sjúklinga sem greinast með brátt kransæðaheilkenni. Krampar á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins Eydís Ósk Jónasdóttir1, Ólafur Thorarensen2, Brynja Kristín Þórarinsdóttir2, Sigurður Einar Marelsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins Inngangur: Krampar eru tiltölulega algengt vanda­ mál í börnum og árlega leitar talsverður fjöldi barna á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna þeirra. Krampar geta verið af ýmsum orsökum en í börnum eru hitakrampar algengasta orsök krampa. Þar af eru einfaldir hitakrampar í miklum meirihluta. Flogaveiki kemur einnig oft fram á barnsaldri og eins geta börn fengið staka krampa. Mikilvægt er að fá gott yfirlit yfir þennan sjúklingahóp og var markmið rannsóknarinnar að skoða nánar komur þessara barna og greiningar þeirra. Einnig var markmið rannsóknarinnar að sjá hver fjöldi barna sem er að greinast ár hvert með flogaveiki væri. Efniviður og aðferðir: Tilskilin leyfi fengust hjá framkvæmdastjóra lækninga (tilv.16, LSH 110­15) og Siðanefnd Landspítala (leyfi 45/2015). Rann­ sóknin náði til þeirra sjúklinga sem leituðu á Bráða­ móttöku Barnaspítala Hringsins árin 2013­2014 vegna krampa. Tölvudeild Landspítalans safnaði saman kennitölum þeirra sjúklinga og var svo farið inn í sjúkraskrár þessara sjúklinga og nánari upplýsingum um þá safnað. Notast var við forritið R studio til að taka saman tölur og teikna gröf. Niðurstöður: Á þessum árum komu samtals 276 börn á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins vegna krampa. Þar af komu 108 börn (39,1%) vegna flogaveiki, 146 (52,9%) vegna hitakrampa og 22 (8%) vegna annars konar krampa. Heildar­ komufjöldi vegna krampa var 673 eða 2,5% af heildarfjölda koma á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á tímabilinu. Af þeim 146 börnum sem komu vegna hitakrampa fengu 110 (75,3%) þeirra sinn fyrsta hitakrampa á tímabilinu, þar af 57 drengir og 53 stúlkur. 63 börn (43,2%) af þessum 146 fengu endurtekningu á hitakrampa á tímabilinu og 9 (6,2%) fengu flókinn hitakrampa. Af þeim 108 börnum sem voru flogaveik höfðu 51 (47,2%) verið greind fyrir komu á bráðamóttökuna. 29 börn (26,9%) greindust svo með flogaveiki árið 2013. Þar af voru 19 drengir og 10 stúlkur. 28 börn (25,9%) greindust með flogaveiki árið 2014, þar af 13 drengir og 15 stúlkur. Tíðasti aldurinn sem börnin greindust á var eins árs. Algengustu greiningarnar hjá þeim sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.