Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 68

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 68
Fr óð lei ku r 67 að bera saman hliðar til að fá betri og skýrari niðurstöður. Eftirfarandi próf eru gerð til að meta stöðugleikann í glenohumeral liðnum. Apprehension próf Fremra apprehension próf er framkvæmt með sjúkling liggjandi eða sitjandi með handlegg í 90° fráfærslu og 90° beygju um olnboga, síðan er settur þrýstingur þannig að verði útsnúningur á handlegg (mynd 7). Verkur við þetta eða ef sjúklingur upplifir að hann sé að fara úr lið gefur til kynna fremri glenohumeral óstöðugleika. Relocation próf Þetta próf er gert í kjölfarið á jákvæðu apprehension prófi. Sjúklingur liggur á bekk og er svo settur þrýstingur framan við nærhluta upphandleggsbeins á meðan handleggur er útsnúinn. Ef hræðsla um að fara úr lið minnkar gefur það til kynna fremri glenohumeral óstöðugleika (mynd 7). Sulcus sign Sjúklingur hefur handlegg í hlutlausri stöðu. Skoðandi togar olnboga eða úlnlið niður og fylgist með hvort komi hola eða dæld hliðlægt eða fyrir neðan axlarhyrnu. Ef dæld sést bendir það til færslu á humerus niður á við og þar af leiðandi óstöðugleika neðantil í liðnum. Aftari óstöðugleiki Hægt er að prófa fyrir aftari óstöðugleika með einföldu prófi. Sjúklingur er látinn sitja eða liggja. Skoðandi ýtir höfði humerus afturábak með handlegg í 90° fráfærslu og olnbogann í 90° beygju. Ef sjúklingur upplifir verki eða tilfinningu um að öxlin sé óstöðug þá telst prófið jákvætt. Bólgur í tvíhöfðasin Algengt er að sjúklingar með rotator cuff tendinitis séu einnig með bólgur í tvíhöfða­ sin (e. biceps tendinitis). Langa tvíhöfðasinin liggur í rennu (e. sulcus) og fer í gegnum bilið neðan axlarhyrnu (e. subacromial space) og á milli tuberculum majus og minus á framan­ verðum upphandleggs hausnum. Sjúklingar lýsa verkjum á framanverðri öxl. Yergason’s próf Þetta próf er notað til að meta bólgur í tví­ höfða sin. Í þessu prófi er olnbogi settur í 90° og þumalfingur bendir upp í loftið. Skoðandinn tekur um úlnlið og reynir að koma í veg fyrir að sjúklingur geti rétthverft (e. supination) (mynd 8). Verkur við þetta bendir til bólgu í tvíhöfðasin. Speed’s maneuver Þetta próf er einnig til að meta löngu tví­ höfðasinina. Sjúklingur hefur olnboga í 180°og í rétthverfingu. Sjúklingur ýtir gegn mótstöðu, byrjar niðri og heldur hreyfiferli upp fyrir höfuð. Verkur við tvíhöfðasin er jákvætt próf. Frosin öxl Frosin öxl er þegar samvextir verða í gleno humeral liðhjúpnum eða bandvefs­ myndun. Helstu áhættuþættir eru sykursýki og van starfsemi skjaldkirtils. Algengt er að hreyfi­ skerðing þróist á nokkurra mánaða tímabili og getur staðið í allt að tvö til þrjú ár. Venjulega er ekkert að sjá á röntgenmynd hjá sjúklingi með frosna öxl. Hreyfiskerðing verður bæði við virka og óvirka hreyfingu. Helst verður skerðing á fráfærslu og útsnúningi. Við fráfærslu má finna að nær öll hreyfingin verður strax í scapulothoracic liðnum og fólk sýnir svokallað shrug sign, eins og fólk sé að yppa öxlum. Slit í glenohumeral lið Slitgigt í glenohumeral liðnum kemur yfirleitt fyrir í sjúklingum yfir 60 ára aldri. Óstöðugleiki í glenohumeral liðnum eða slit á rotator cuff sinum eykur hættu á síðkomnu sliti í liðnum. Sjúklingar fá verki og minnkaða hreyfigetu við virka og óvirka hreyfingu um liðinn. Röntgen sýnir minnkað liðbil, hersli (e. sclerosis) og beinnabba (e. osteophytes). Mynd 7. Mynd til vinstri sýnir apprehension og sú til hægri relocation próf. Mynd 8. Yergason’s próf. Prófað fyrir eymslum í löngu tvíhöfðasin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.