Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 75
Fr óð lei ku r 74 Þegar góðri verkjastillingu er náð með stuttverkandi ópíóíðum (eftir um það bil sólarhring) má breyta yfir í langverkandi lyf. Skammt langverkandi lyfsins þarf að aðlaga á 2­4 daga fresti, byggt á heildarmagni lyfsins, það er fastur skammtur auk PN skammta, sem þurfti til að ná stjórn á verk. Við ætlum nú að skipta yfir í Contalgin, sem er langverkandi morfín og gefið tvisvar á sólarhring. Við stöðvum morfín 20 mg x 4 og gefum fyrir mæli um: Contalgin 60 mg x 2 og 20 mg morfín PN um munn (1/6 af sólarhringsskammti). Einnig hefjum við meðferð með parasetamóli 1g x3/24 klst. til að draga úr þörf fyrir notkun sterkari lyfja. Á þriðja degi er Anna komin með nýja kviðverki og ógleði. Hún er líka búin að vera með óþolandi kláða síðan hún var lögð inn en engin sjáanleg útbrot. Aukaverkanir Það er mikilvægt að þekkja aukaverkanir ópíóíða og þá sérstaklega þær sem eru alvarlegar. Algengar aukaverkanir ópíóíða: • Svimi • Göngulagstruflanir/byltur • Kláði • Ógleði • Óráð • Sljóleiki • Þvagtregða • Hægðatregða Gott lyf við meðhöndlun ógleði af völdum ópíóíða er halóperidól (Haldol®) en einnig má nota til dæmis metóklópramíð (Afipran®). Líkaminn myndar yfirleitt þol gegn flestum þessara aukaverkana á um viku. Þó aldrei gegn hægðatregðu, því er mikilvægt að fyrirbyggja hægðatregðu með hægðalyfjum sem auka þarmahreyfingar, svo sem senna (Senokot®) eða natríumpicosúlfat (Laxoberal®) dropum. Forðast skal að gefa trefjaefni eins og Husk samhliða ópíóíðum. Þau draga mikinn vökva inn í ristilinn sem getur illa hreyft sig og hægðirnar verða að hálfgerðri steypu. Alvarlegri aukaverkanir Mjög mikilvægt er að þekkja vel alvarlegar aukaverkanir og hvernig rétt er að bregðast við þeim.Vöðvakippir eru algeng aukaverkun sem getur sést við notkun hærri skammta af ópíóíðum. Meðferð við þeim er að minnka skammtinn og íhuga gjöf benzódíazepínlyfs til að slá á kippina. Alvarlegra ástand er meðvitundarskerðing og öndunarslæving. Ef öndunartíðni er undir 8 á mínútu og erfitt er að vekja sjúkling skal byrja á að stoppa verkjalyfið, gefa súrefni í nös og íhuga svo gjöf á naloxóni í æð til að snúa við áhrifum verkjalyfsins. Ef sjúklingur er búinn að vera fast á ópíóíð verkjalyfi skal forðast að gefa alla ampúlluna af naloxón í einum skammti (e. bolus) þar sem það getur framkallað verkjakrísu hjá sjúklingnum. Við áttum okkur á að við gleymdum að huga að því að fyrirbyggja hægðatregðu hjá Önnu og nú eru liðnir 6 dagar frá því hún hafði síðast hægðir. Skoðun og uppvinnsla leiðir í ljós að hún er komin með talsverða hægðatregðu sem útskýrir kviðverki og líklega ógleði. Við bregðumst við og setjum hana fast á Laxoberal dropa. Setjum einnig inn halóperidól 0,5 mg PN við ógleði til að byrja með. Við biðjum hjúkrunarfræðinga að fylgjast vel með og skrá hvort hún hafi hægðir. Kláðann reynum við að meðhöndla með andhistamíni en það gengur illa, hún er viðþolslaus af kláða. Við endum á að skipta yfir í annað lyf og veljum langverkandi oxýkódon (Oxycontin) og PN stuttverkandi oxýkódon (Oxynorm). Skipt yfir í aðra tegund ópíóíða Af ýmsum ástæðum getur þurft að skipta yfir í aðra tegund af ópíóíð lyfi og þá er ráðlagt að minnka jafngildisskammt nýja lyfsins um 25­ 50%. Þetta er gert vegna þess að sjúklingur hefur myndað þol gegn fyrri ópíóíðanum en ekki fullkomið þol gegn nýja lyfinu (e. incomplete cross- tolerance). Anna hefur síðastliðinn sólarhring ekkert þurft af PN morfíni. Sólarhringsskammtur hennar af morfíni er 60 mg x 2 = 120 mg. Við gefum fyrirmæli um: 20mg x 2 Oxycontin fast og 5mg Oxynorm PN. Að 10 dögum liðnum er Önnu farið að líða mun betur. Ógleðin og kláðinn eru alveg horfin, hægðir eru nú reglulegar og hún er verkjalaus. Í samráði við Önnu byrjum við að minnka skammtinn af oxýkódoni rólega. Gjöf naloxóns í öndunarslævingu (ÖT<8) hjá sjúklingum sem eru fast á ópíóíðum: 1 ml af naloxóni (0,4 mg/ml) er blandað við 9 ml af NaCl. Gefið hægt í æð, 0,5­1 ml á 2­5 mínútna fresti þar til viðunandi áhrif nást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.