Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 39
Ri trý nt ef ni 3838 Krabbamein í barkakýli – bráð andþyngsli og raddbreytingar Tilfelli af háls-, nef- og eyrnalækningadeild Hannes Halldórsson, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Sverrir Harðarson, meinafræðingur Geir Tryggvason, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum Inngangur Hér verður farið yfir sjúkratilfelli sjúklings sem kemur á bráða móttöku Landspítala með bráð andþyngsli vegna krabbameins í barka kýli. Mikilvægt er að þessi fylgikvilli sé þekktur þar sem hann kallar á hraða og örugga greiningu og meðferð. Einnig er farið yfir faraldsfræði og áhættuþætti, einkenni, greiningu og loks stigun og meðferð sjúkdómsins. Sjúkrasaga og skoðun Miðaldra kona með langa sögu um raddbreytingar og hæsi kom á bráðamóttöku vegna andþyngsla, hósta og mæði sem höfðu farið mikið versnandi síðustu 2­3 daga. Var búin að vera með hita og beinverki síðustu þrjár vikur. Hafði lítið getað borðað undanfarið og lést um 8 kg á síðustu fjórum vikum. Ekki breytingar á hægðum eða þvagi. Fyrra heilsufar 1. Raddbreytingar og hæsi sem höfðu byrjað fyrir 1­2 árum. Var í eftir liti hjá háls­ nef­ og eyrnalækni og fór í barkakýlisspeglun og sýnatöku í svæfingu fyrir bæði 16 og 12 mánuðum síðan. Þá sáust á báðum raddböndum langvinnar bólgubreytingar og þykknun á þekju (e. squamous cell hyperplasia) með auknu hornefni auk vægs frumumisvaxtar (e. atypia) en ákveðin merki um æxlisvöxt voru ekki til staðar (mynd 2a). Datt úr eftirliti háls­, nef­ og eyrnalæknis eftir seinni aðgerð. 2. Endurteknar streptókokka og hvítsveppa (e. candida) sýkingar í hálsi sem meðhöndlaðar voru með sýklalyfjum og sveppalyfjum á víxl. 3. Ekki verið greind með lungnasjúkdóm en hafði tekið púst af og til vegna mæði í gegnum tíðina. Einnig verið að taka prótónupumpuhemla en engin önnur lyf að staðaldri. Mikil reykingasaga og reykti enn. Lífsmörk við komu voru: púls 101 slag/mín, blóðþrýstingur 122/53 mmHg, öndunartíðni 28/mín, súrefnismettun 94­96% án Tafla I. Blóðprufur við komu á bráðamóttöku. Rannsókn Eining Mælt gildi Viðm. gildi Hvít blóðkorn x109/L 10,4 4,0­10,5 Hemóglóbín g/L 123 118­152 Blóðflögur x109/L 659 150­400 Natríum mmól/L 141 137­145 Kalíum mmól/L 3,1 3,5­4,8 Kreatínín µmól/L 40 50­90 CRP mg/L 115 <10 D­dímer mg/L 1,18 <0,50 Trópónín T ng/L 6 <15 Tafla II. Rannsóknir á bráðamóttöku. Hjartalínurit Eðlilegur sinus taktur, ekki ST­breytingar. Röntgenmynd af brjóstholi Hjartastærð og æðavídd innan eðlilegra marka, ekki íferðir eða fleiðruvökvi. Tölvusneiðmynd af lungum og lungnaslagæðum Ekki hægt að útiloka lítið krónískt blóðsegarek. Ekki loftbrjóst eða fleiðruvökvi. Staðbundið emphysema í hægra lunga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.