Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 53
Ri trý nt ef ni 5252 Umræða Lungnavanþroski fyrirbura / glærhimnusjúkdómur Við um 24 vikna meðgöngu fara að myndast stórar og óþroskaðar lungnablöðrur (e. saccule) sem gera loftskipti möguleg en það er ekki fyrr en í kringum 36 vikna meðgöngu sem fullmótaðar lungnablöðrur (e. alveoli) hafa myndast. Við 24 vikna meðgöngu fara að sjást frumur sem innihalda lungnablöðruseyti (e. type II alveolar cells) en það er ekki fyrr en fjórum til fimm vikum síðar sem það kemur fram í legvatninu1. Við 24 vikna meðgöngu er háræðabeðurinn, sem seinna umlykur lungnablöðrurnar, ekki enn fullmyndaður. Þessi vanþroski á lungnablöðrum og háræðum lungna stuðlar að þeim lungnavandamálum sem fyrirburar þurfa að glíma við. Helsta hlutverk lungnablöðruseytis er að minnka spennu á innra yfirborði lungnablaðra og koma þannig í veg fyrir að þær falli saman. Glærhimnusjúkdómur (e. respiratory distress syndrome, RDS) verður þegar lungnablöðruseyti er ábótavant hjá nýburanum og ber þá snemma á öndunarerfiðleikum sem fara vaxandi og ná oftast hámarki við 48­72 klst. aldur2. Algengast er að þetta verði hjá fyrirburum og er tíðni RDS í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd barnsins3. Hægt er að minnka líkur á að barnið fái RDS með því að gefa verðandi móður barkstera fyrir fæðingu, auk þess sem sjúk dómurinn verður mildari4. Meðferð eftir fæðingu er að gefa barninu súrefni og þrýsting ofan í lungun til að halda lungnablöðrunum opnum. Til þess er síþrýstingur yfirleitt nægilegur en stundum þarf að tengja barnið við öndunarvél og þá er því gefið lungnablöðruseyti í barka rennuna2. Oftast nægir meðferð með hefðbundinni öndunar vél en ef lungnasjúkdómurinn er mjög slæmur getur þurft að grípa til meðferðar með hátíðniöndunarvél. Loftbrjóst Einn af fylgikvillum glærhimnusjúkdóms og öndunarvélar meðferðar er loftbrjóst. Orsakast það af því að þrýstingurinn sem þarf til að þenja út stíf lungu barnsins veldur áverka sem gerir það að verkum að loft kemst út á yfirborð lungans sem þá fellur saman. Stundum fer loftið einungis inn í miðmætið en ekki inn í fleiðruholið og veldur það þá yfirleitt ekki samfalli á lunganu. Þegar barn fær loftbrjóst hrakar því yfirleitt nokkuð skyndi lega og við lungnahlustun eru öndunarhljóð minnkuð þeim megin. Hægt er að greina loftbrjóst hjá nýburum með því að lýsa með sterku rauðu ljósi í brjóst kassann, eins og gert var í þessu tilfelli, og lýsir þá brjóst hol upp þeim megin sem loft brjóstið er. Rétt er að stað festa greiningu með röntgenmynd ef tími vinnst til5. Meðferðin felst í því að setja kera inn í brjóstholið, tæma þannig út loftið og tengja hann við sog. Yfirleitt er hægt að fjarlægja kerann eftir tvo til þrjá daga. Lungnaháþrýstingur Á fósturskeiði fara loftskipti fram í fylgjunni. Viðnám í lungna­ blóðrásinni er þá hátt sem veldur því að mest allt útfall hægri slegils fer framhjá lungunum í gegnum fósturslagrásina (e. ductus arteriosus) og súrefnissnautt blóð fer úr hægri gátt yfir í þá vinstri í gegnum sporgatið (e. foramen ovale). Hið mikla viðnám í lungna slagæðum er vegna lágs súrefnisþrýstings í blóði og losunar á æða herpandi efnunum endóþelín og þromboxan. Um leið og barnið fer að anda eftir fæðingu hækkar súrefnisþrýstingur í blóði sem veldur skyndilegri lækkun á viðnámi í lungnaslagæðum, aðallega fyrir tilstilli NO og prostasýklíns (PGI2), og við það eykst blóðflæði um lungun til muna6. Í sumum tilfellum getur aukið viðnám í lungnaslagæðum verið viðvarandi eftir fæðingu og ef þrýstingurinn í lungna blóðrásinni fer yfir þrýstinginn í meginblóðrás líkamans fer hluti útfalls hægri slegils yfir í meginblóðrásina í gegnum fósturslagrásina, líkt og á fósturskeiði, auk þess sem súrefnissnautt blóð fer úr hægri gátt yfir í þá vinstri í gegnum sporgatið. Þannig fer hluti þess blóðs sem átti að fara til lungna fram hjá þeim sem veldur því að súrefnissnautt blóð fer í umtalsverðum mæli yfir í meginblóðrás líkamans og veldur því að súrefnismettun í slagæðablóði barnsins lækkar. Lausnir TM Software eru notaðar daglega af þúsundum heilbrigðisstarfs- manna á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins s.s. sjúkrahúsum, stofum sérfræðilækna, heilsugæslum, hjúkrunarheimilum auk apóteka. Erum leiðandi í hugbúnaði fyrir heilbrigðissvið www.tmsoftware.is | Borgartúni 37, 105 Reykjavík | 545 3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.