Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 124
Sk
em
m
tie
fn
i
12
3
upp þeirra fyrsta vika eftir sumarfrí. Þar var
heilum degi varið í stöðvaþjálfun þar sem
lögð var áhersla á kennslu ýmissa inngripa
og notast var við svín í þjálfuninni. Meðal
annars æfðum við saumaskap í svínshúð og
uppsetningu brjóstholskera í svín. Þá fengum
við yfirgripsmikla kennslu í fyrstu hjálp þegar
kemur að snákabitum en fyrstu
viðbrögð við þeim í Ástralíu eru
allt önnur en t.d. í NAmeríku. Þá
vorum við kynnt fyrir algengustu
snákunum í Tasmaníu, kannski
örlítið nánar en sumir kærðu sig
um.
Tasmanía er fylki í Ástralíu, eyja
sem er á stærð við Ísland og þar býr
um hálf milljón manna. Eins og
áður segir var okkur skipt í tvennt
á milli bæja megnið af tímabilinu en það gerði
okkur þó kleift að ferðast meira um eyjuna.
Við leigðum okkur bíl og notuðum helgarnar
til að heimsækja hvort annað og ferðast saman
um eyjuna. Það sem kom mér mest á óvart var
hvað líkindin með Íslandi voru mikil. Tasmanía
er strjálbýl eyja og stór hluti hennar er hálendi.
Þar leið mér því stundum eins og ég væri heima
hjá mér á hálendinu í Mývatnssveit, svo mikil
voru líkindin. Í janúar er hásumar í Tasmaníu
og veðráttan ekki ósvipuð mjög góðu íslensku
sumri, um 1520 gráðu hiti og sól. Þar eru
mörg náttúruundur og við ferðuðumst upp
á hálendi, inn í land og til austurstrandarinnar
til að berja sem flest augum. Meðal annars
gengum við upp á einn hæsta tind Tasmaníu,
Cradle Mountain, sem er af mörgum talinn
vera einstakur á heimsmælikvarða. Dýralífið
er einstakt, eins og annars staðar í Ástralíu,
og margar dýrategundir sem aðeins sjást þar.
Þar ber helst að nefna Tasmaníudjöflana, villt
pokadýr í útrýmingarhættu, en læknadeildin
þar í landi stundar öflugar rannsóknir
á heilaæxli sem herjar á tegundina í þeirri
von að viðhalda stofninum. Þá voru
smákengúrur (e. wallaby) á hverju strái, gæfar
sem lömb í fjöllunum en algeng fórnarlömb
á hraðbrautum landsins. Svo ekki sé minnst
á breiðnefjurnar (e. platypus) og
vambana (e. wombats) sem nutu
lífsins sem mest þau máttu í sínu
eigin umhverfi.
Þetta ferðalag var ógleymanlegt
fyrir okkur öll, við lærðum mikið
í faginu og kynntumst fram andi
umhverfi sem þó var ekki eins
framandi og við bjuggumst við. Við
kynntumst allri breiddinni sem
eyjan hefur upp á að bjóða, lautar
ferðum í sveitinni, fjallgöngum á hálendinu,
siglingahátíðum og bruggsmiðjum í borginni.
Þetta var sérlega dýrmætt fyrir okkur fjögur
en við urðum öll nánir vinir í deildinni og því
ómetanlegt fyrir okkur að upplifa þetta saman.
Ég get mælt með Tasmaníu á valtímabilinu,
það sér enginn eftir því.
Þjálfun uppsetningar brjóstholskera í svín. Við rústir fangabúðanna í Port Arthur.
Við hittum stöku smákengúrur á förnum vegi. Þjóðhátíðardag Ástrala héldum við hátíðlegan á hefðbundinn hátt með því að setja
steik á grillið við ströndina.
„Það sem kom mér mest á óvart var
hvað líkindin með Íslandi voru mikil.
Tasmanía er strjálbýl eyja og stór hluti
hennar er hálendi. Þar leið mér því
stundum eins og ég væri heima hjá mér
á hálendinu í Mývatnssveit, svo mikil
voru líkindin.“