Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 23
Ri trý nt ef ni 2222 Inngangur Þrátt fyrir að augnvandamál séu almennt ekki viðfangsefni almennra lækna og stór hluti af starfi augnlækna fari fram utan veggja spítala er mikilvægt að þeir þekki, geti greint og í ákveðnum tilvikum veitt viðeigandi meðferð við rauðu auga. Í þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á algengustu ástæður, uppvinnslu og meðferð rauðs auga sem þarfnast ekki tafarlausrar uppvinnslu hjá augnlækni. Rautt auga er það augnvandamál sem verður hvað oftast á vegi hins almenna læknis. Yfirleitt gengur vandamálið yfir á nokkrum dögum án þess að þörf sé á inngripi. Í ákveðnum tilvikum getur rautt auga hins vegar verið vísbending um brátt ástand þar sem mikilvægt er að sjúklingur komist undir hendur augnlæknis eins hratt og auðið er. Helstu almennu einkenni og umkvartanir sjúklinga með rautt auga eru útferð, roði, verkur, ljósfælni, kláði, sviði og breytingar á sjón. Við uppvinnslu og greiningu á rauðu auga er mikilvægt að taka ítarlega sögu samhliða augnskoðun sem tekur þó mið af þörf í hverju tilviki fyrir sig. Við sögutöku er gagnlegt að spyrja um helstu einkenni vandamálsins, til dæmis hvort að einkennin séu til staðar á öðru eða á báðum augum, hversu lengi einkennin hafa staðið yfir auk þess að fá sögu um undir liggjandi kerfissjúkdóma og fyrri augnaðgerðir. Greining, meðferð og þörf á inngripum augnlæknis byggir síðan á undirliggjandi orsök rauðs auga. Þannig er mikilvægt að almennir læknar geti lagt heildstætt mat á undir liggjandi orsakir rauðs auga og komið því í réttan farveg. Færa má rök fyrir því að mikilvægast af öllu fyrir almenna lækna sé að þekkja þau einkenni rauðs auga sem þarfnast tafarlausrar skoðunar hjá augnlækni. Í einfölduðu máli mætti segja að ávallt ætti að senda sjúkling til augnlæknis ef; rautt auga er samhliða vaxandi ógleði og uppköstum (þrönghornsgláka), þörf er á staðbundinni sterameðferð (til dæmis lithimnubólga), sjúklingur hefur upplifað sjóntap, mikil graftrarkennd út ferð er til staðar, sár eða dýpri skaði en einfalt þekjufleiður sést á horn himnu augans, beinn áverki varð á auga, það er nýleg saga um skurð aðgerð á auga, sterkur grunur er um herpessýkingu í auga og endurteknar sýkingar sem hafa illa eða ekki svarað meðferð. Í þeim tilvikum þar sem ofangreind skilyrði eru ekki til staðar og sjónin er eðlileg, ljósopin svara áreiti eðlilega, ekki er grunur um aðskotahlut í auga, engin ljósfælni er til staðar og engin merki eru um ógegnsæi, gröft eða blæðingu í auganu ættu almennir læknar að hugleiða undirliggjandi orsök, greiningu og meðferð (mynd 1). Slímhimnubólga Slímhimnubólga (e. conjunctivitis) er algengasta orsök rauðs auga og hefur verið ein algengasta ábendingin fyrir útskrift á sýklalyfjum hjá almennum læknum víða í hinum vestræna heimi um langt skeið2. Í sjúkdómnum verður útbreidd bólga og erting í slímhimnunni sem liggur innan á augnlokum (e. palpebral) og á hvítu (e. bulbar) augnanna. Slímhimnubólga einkennist af slímhimnuroða (e. pink eye) með útvíkkun á slímhimnuæðum, fjölgun bólgufrumna og útferð. Talið er að þrjár til sex milljónir Bandaríkjamanna fái slímhimnubólgu á ári hverju en oftast er um væg einkenni að ræða sem ganga yfir án inngripa. Við það að heimfæra þessar tölur á Ísland má gera ráð fyrir að um það bil 3000 til 6000 einstaklingar fái árlega slímhimnubólgu hér á landi. Þrjár megin orsakir slímhimnu bólgu eru veiru sýkingar, bakteríu­ sýkingar og slímhimnu bólga af völdum undirliggjandi ofnæmis3. Slímhimnubólga af völdum veira Algengast er að slímhimnubólgur séu af völdum veirusýkinga, en þær eru taldar valda yfir helmingi allra tilfella hjá fullorðnum3. Þessar sýkingar eru oftast af völdum adenóveira sem valda efri öndunarfæra sýkingum, einkum hjá ungabörnum, skólabörnum og fólki sem býr eða starfar í nánu samneyti hvert við annað. Adenó­ veirur eru margleitur hópur en að minnsta kosti 51 sermisgerð (e. serotype) adenó veira er þekkt og er þeim skipt í sex undirflokka, frá A–F4. Sumir þessara flokka valda slímhimnubólgu og eitlastækkunum framan við eyru (e. preauricular) með hita og hálsbólgu á meðan aðrir valda eingöngu hornhimnu­ og slímhimnubólgu. Mörg tilfelli af vægum slímhimnubólgum þar sem ekki er unnt að sýna fram á sýkil með ræktun eru talin orsakast af öðrum veirusýkingum sem geta lagst á slímhimnur augna4,5. Slímhimnubólgur af völdum veirusýkinga eru oft á tíðum afar smitandi en ekki er óalgengt að aðrir fjölskyldumeðlimir en sá sem leitar læknis­ aðstoðar kvarti einnig undan óþægindum þegar líður á. Algengustu smitleiðirnar eru með beinni snertingu til dæmis af höndum sýkts einstaklings eða af hlutum sem veiran hefur komist í snertingu við. Jafn­ framt er slímhimnubólga af völdum adenóveira sérstaklega smitandi, á meðan slímhimnubólgur af völdum annarra veira eru oft á tíðum ólíklegri til að smitast. Sýkingar af völdum adenóveira eru í gangi allt árið um kring en oft verður vart tímabundinnar aukningar á tilfellum Rautt auga Daníel Alexandersson, fimmta árs læknanemi 2016-2017 Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í augnlækningum Yfirlitsgrein um nokkrar algengar orsakir, greiningu og helstu meðferðarúrræði fyrir hinn almenna lækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.