Læknaneminn - 01.01.2017, Page 39
Ri
trý
nt
ef
ni
3838
Krabbamein í barkakýli
– bráð andþyngsli og
raddbreytingar
Tilfelli af háls-, nef- og eyrnalækningadeild
Hannes Halldórsson, fimmta árs læknanemi 2016-2017
Sverrir Harðarson, meinafræðingur
Geir Tryggvason, sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum
Inngangur
Hér verður farið yfir sjúkratilfelli sjúklings sem
kemur á bráða móttöku Landspítala með bráð
andþyngsli vegna krabbameins í barka kýli.
Mikilvægt er að þessi fylgikvilli sé þekktur þar
sem hann kallar á hraða og örugga greiningu
og meðferð. Einnig er farið yfir faraldsfræði og
áhættuþætti, einkenni, greiningu og loks stigun
og meðferð sjúkdómsins.
Sjúkrasaga og skoðun
Miðaldra kona með langa sögu um raddbreytingar og hæsi kom
á bráðamóttöku vegna andþyngsla, hósta og mæði sem höfðu farið mikið
versnandi síðustu 23 daga. Var búin að vera með hita og beinverki
síðustu þrjár vikur. Hafði lítið getað borðað undanfarið og lést um 8 kg
á síðustu fjórum vikum. Ekki breytingar á hægðum eða þvagi.
Fyrra heilsufar
1. Raddbreytingar og hæsi sem höfðu byrjað fyrir 12 árum.
Var í eftir liti hjá háls nef og eyrnalækni og fór í barkakýlisspeglun
og sýnatöku í svæfingu fyrir bæði 16 og 12 mánuðum síðan.
Þá sáust á báðum raddböndum langvinnar bólgubreytingar og
þykknun á þekju (e. squamous cell hyperplasia) með auknu hornefni
auk vægs frumumisvaxtar (e. atypia) en ákveðin merki um æxlisvöxt
voru ekki til staðar (mynd 2a). Datt úr eftirliti háls, nef og
eyrnalæknis eftir seinni aðgerð.
2. Endurteknar streptókokka og hvítsveppa (e. candida) sýkingar
í hálsi sem meðhöndlaðar voru með sýklalyfjum og sveppalyfjum
á víxl.
3. Ekki verið greind með lungnasjúkdóm en hafði tekið púst
af og til vegna mæði í gegnum tíðina. Einnig verið að taka
prótónupumpuhemla en engin önnur lyf að staðaldri. Mikil
reykingasaga og reykti enn.
Lífsmörk við komu voru: púls 101 slag/mín, blóðþrýstingur
122/53 mmHg, öndunartíðni 28/mín, súrefnismettun 9496% án
Tafla I. Blóðprufur við komu á bráðamóttöku.
Rannsókn Eining Mælt
gildi
Viðm.
gildi
Hvít blóðkorn x109/L 10,4 4,010,5
Hemóglóbín g/L 123 118152
Blóðflögur x109/L 659 150400
Natríum mmól/L 141 137145
Kalíum mmól/L 3,1 3,54,8
Kreatínín µmól/L 40 5090
CRP mg/L 115 <10
Ddímer mg/L 1,18 <0,50
Trópónín T ng/L 6 <15
Tafla II. Rannsóknir á bráðamóttöku.
Hjartalínurit Eðlilegur sinus taktur,
ekki STbreytingar.
Röntgenmynd
af brjóstholi
Hjartastærð og æðavídd innan
eðlilegra marka, ekki íferðir eða
fleiðruvökvi.
Tölvusneiðmynd
af lungum og
lungnaslagæðum
Ekki hægt að útiloka lítið krónískt
blóðsegarek. Ekki loftbrjóst eða
fleiðruvökvi. Staðbundið emphysema
í hægra lunga.