Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 11

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 11
10 Áv ör p og an ná lar 10 Fjórða starfsár Bjargráðs var bæði viðburðaríkt og skemmti legt. Markmið félagsins er að fræða nemendur á fram halds­ skóla stigi um endurlífgun á að gengilegan og skemmti­ legan hátt. Félagið kapp­ kostar einnig að stuðla að aukinni vitund al­ mennings á endur lífgun og mikilvægi hennar. Þessi markmið eru afrakstur stefnumótunar­ fundar sem stjórn félagsins hélt á vordögum árið 2017. Í lok síðasta starfsárs tók félagið þátt í Háskóla unga fólksins, sumarnámskeiði á vegum Háskóla Íslands fyrir krakka á aldrinum 12­16 ára. Vel tókst til og tugir krakka sóttu örnámskeið Bjargráðs. Leikurinn var endur­ tekinn sumarið 2017. Í ár héldu læknanemar á fyrsta ári fyrirlestra um fyrstu hjálp og endurlífgun í 14 fram halds­ skólum á höfuðborgarsvæðinu, Suður nesjum og nú í fyrsta skipti á Selfossi og Akureyri. Aldrei hafa fleiri skólar verið heimsóttir og sem fyrr byggir fyrirlesturinn á efni frá Bjargráður Olga Sigurðardóttir formaður Bjargráðs Síðastliðið haust hófst 17. starfsár Ástráðs, forvarnar­ félags læknanema. Venju samkvæmt hófst starfsárið með undirbúningi á Ást­ ráðs viku og ­ferð annars árs læknanema. Haldið var í hefðir fyrri ára við skipu­ lagningu. Tilgangur vikunnar er jú að undirbúa og virkja annars árs læknanema sem komandi táningafræðara. Vikan var haldin í upphafi haustannar í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands líkt og áður. Þar héldu ýmsir fagaðilar erindi varðandi kynheilbrigði. Einnig voru fengnir fulltrúar frá ýmsum samtökum sem fræddu nemana um starf sitt. Í lok vikunnar var haldið út á land í hina margrómuðu Ástráðsferð. Í framhaldinu af þessari þéttpökkuðu dagskrá tók alvaran við hjá annars árs nemum, það er að heimsækja alla framhaldsskóla landsins og fræða ungmenni þjóðarinnar um kynheilbrigði. Þetta gerðu þau með glæsibrag. Í ár líkt og síðustu ár voru hátt í 150 fyrirlestrar haldnir. Á síðastliðnum árum hefur fjöldi grunnskóla og félagsmiðstöðva sem Ástráður heimsækir heldur betur aukist. Við einbeitum okkur enn sem komið er aðeins að höfuðborgarsvæðinu en samt sem áður er af nógu að taka. Þetta ár voru 25 fyrirlestrar haldnir í grunnskólum og félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Ástráður heldur sem fyrr úti leyndónetfangi (leyndo@astradur.is) þar sem tekið er nafn­ laust við þeim spurningum sem brenna á ung mennum þjóðarinnar og fjórða árs lækna nemar reyna að svara eftir bestu getu. Þann 23. febrúar fór Hrafn Hlíðdal Ástráðs liði í útvarpsviðtal á Rás 2 þar sem umræðuefnið var aðgengi ungmenna á Íslandi að smokkum. Tilefni viðtalsins var verkefni Embættis Landlæknis í samstarfi við Ástráð um kaup á smokkasjálfsölum í alla framhaldsskóla landsins. Hér er á ferðinni metnaðarfullt verkefni sem Ástráðsliðar hlakka til að sjá verða að veruleika. Tvisvar yfir veturinn heldur Ástráður hátíð sem kallast Kynhvöt (KYNningar­ og HVatningar kvöld Ötulla Táningafræðara). Á Kynhvöt haustannar hittast annars og þriðja árs nemar og gleðjast saman eftir vel unnin störf og fá sömuleiðis hvatningu til að halda áfram á sömu braut. Kynhvöt vorannar er eins konar uppskeruhátíð vetrarins þar sem annars árs nemar eru verðlaunaðir fyrir vel unnin störf og sérstök verðlaun veitt þeim sem hafa flutt flesta fyrirlestra. Síðastliðin ár höfum við boðið fyrsta árinu með svo þau fái smjörþefinn af því hvað felst í störfum Ástráðs. Helsta áskorunin sem félagið stendur frammi fyrir er ójafnt kynjahlutfall á yngri árum læknisfræðinnar. Það reynist æ erfiðara að manna fyrirlestra með strák og stelpu þar sem strákar í Læknadeild eru að verða jafn sjaldgæfir og nunna í bikiníi. Hingað til hefur þetta fyrirkomulag gengið en ef þessi þróun heldur áfram er ljóst að félagið verður að endurskoða þessa stefnu. Ástráður er sáttur og sæll eftir vel unnin störf í vetur og hlakkar til að halda áfram á sömu braut þar sem kynfræðsla fyrir ungmennin í landinu verður sett í fyrsta sæti. Ástráður Berta Guðrún Ólafsdóttir formaður Ástráðs
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.