Læknaneminn - 01.01.2017, Side 12

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 12
11 Áv ör p og an ná lar 11 Endurlífgunarráði Evrópu. Fjórar nýjar endurlífgunardúkkur bættust í safn félagsins á árinu og á Bjargráður nú átta alþjóðlega vottaðar dúkkur sem gegna lykil hlutverki í fræðslunni. Félagið bauð preklínískum nemum í vel heppnaða vísindaferð með fræðsluívafi þann 14. október. Ferðin hófst í húsnæði Björg unar­ sveitarinnar Ársæls og síðar um kvöldið var boðið upp á pítsu og veigar á skemmtistaðnum Kiki. Samstarf við önnur undirfélög FL var áberandi á liðnu starfsári og ber þar hæst samstarf við KF varðandi endur skipulagningu á kennslu fyrsta ársins við Læknadeild Háskóla Íslands. Gleðilegt er að segja frá því að nú árið 2017 mun Bjargráður í samstarfi við Lækna­ deild standa að fræðsluviku fyrir fyrsta árs læknanema í upphafi skóla ársins. Í vikunni munu nemendur sitja skyndihjálparnámskeið Rauða kross Íslands sem hingað til hefur verið í lok fyrsta ársins. Starfsemi Bjargráðs verður kynnt og nemendur undirbúnir fyrir starf komandi vetrar. Auk þess munu sérfræðingar og annað fagfólk halda erindi þar sem áhersla verður lögð á skyndihjálp og endurlífgun. Bjargráður var einnig í samstarfi við KF í að­ draganda stórslysaæfingarinnar sem haldin var 18. mars og stefnt er að því að efla það samstarf enn frekar á komandi árum. Þá hafa nokkur undirfélög FL, þar á meðal Bjargráður, tekið sig saman í von um að fá flugferðir út á land á hagstæðum kjörum. Það myndi létta mikið undir með öllum félögunum og auðvelda þeim til muna að færa fræðslu sína til landsbyggðarinnar. Starfsárið endaði 7. apríl, þá var fyrsta árs nemum boðið upp á veigar og afkastamestu fyrirlesararnir voru leystir út með gjöfum fyrir dugnað og óeigingjarnt starf. Bjargráður er ungt félag með göfugt markmið sem stefnir ótrautt áfram. Stór áfangi er nú í höfn með tilkomu Bjargráðsvikunnar í upphafi haustannar fyrsta árs. Þetta er spennandi verkefni og stjórn félagsins hlakkar mikið til að koma því á koppinn. Vonir standa til þess að starfsemi félagsins færi enn frekar út kvíarnar í nánustu framtíð og að þessi mikilvæga fræðsla berist til framhaldsskólanema um allt land. Starfsárið 2016­2017 var viðburðaríkt að vanda hjá Lýðheilsufélagi lækna­ nema. Venju samkvæmt var Bangsa spítalinn haldinn í októ ber. Í ár var spítalinn, líkt og í fyrra, opinn í tvo daga vegna aukinna vinsælda síðustu ár. Vin sældirnar létu ekki á sér standa en yfir 1400 börn mættu með bangsana sína á Bangsa spítalann sem er aukning um nær 200 börn frá því í fyrra. Bangsa læknarnir voru við öllu búnir en þeir bólu settu bangsa, gips uðu brotna fætur og lækn uðu marga aðra kvilla. Bangsa læknar létu sig heldur ekki vanta á Fjölskyldu dag Stúdenta ráðs Háskóla Íslands á Háskólatorgi í október. Í byrjun nóvember var Bangsaspítalinn opinn á Selfossi en það er orðinn fastur liður í dagskrá Lýðheilsufélagsins. Bangsavaktin, sem felur í sér heimsóknir bangsalækna á leikskóla, var einnig starfandi í vetur við góðar undirtektir og stefnum við á að halda þessu verkefni áfram á næstu árum. Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands var hald inn í mars. Nemendur og starfsmenn Háskólans voru hvattir til að gefa blóð og var efnt til keppni á milli nemenda félaga um flestar blóðgjafir. Nemenda félagið FLOG (Félag lífeinda­ og geislafræðinema) bar sigur úr býtum með hlut fallslega flestar blóð­ gjafir en lækna nemar létu ekki sitt eftir liggja og voru með næst flestu gjafirnar. Í mars stóð Lýðheilsufélagið einnig fyrir blóðtöku­ seminari fyrir læknanema. Var það tvískipt í ár, líkt og í fyrra, þar sem fyrri dagurinn var ætlaður 1. og 2. árs nemum en sá seinni 2. árs nemum og upp úr. Á blóðtökuseminarinu fengu læknanemar tæki færi til að æfa sig í blóðtöku og upp ­ setningu æða leggja ásamt því að fræðast um blóð ræktanir, blóð gös, lyfja gjafir og mikil vægi góðs hand þvottar. Þetta eru atriði sem munu vonandi nýtast læknanemum vel í sumar­ störfum á hjúkrunar heimilum og auð velda fyrstu skrefin í klíník. Lýðheilsufélag læknanema þakkar fyrir gott og skemmtilegt starfsár! Lýðheilsufélag læknanema Ásdís Hrönn Sigurðardóttir formaður Lýðheilsufélags læknanema
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.