Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 17

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 17
Ri trý nt ef ni 1616 er mikilvægt að fá fram sögu núverandi vanda með tilliti til þróunar, framvindu og alvarleika, fyrri geðsögu (fyrri meðferðir og svörun við þeim), almennt heilsufar, lyfjanotkun, áfengis­ og/eða vímuefnanotkun og notkun óhefðbundinna lyfja eða efna. Tekin er persónu­ og fjölskyldusaga þar sem skyggnst er fyrir um hvort saga um þunglyndi eða aðra geðsjúkdóma (geðhvörf, geðklofa) sé í ættinni. Einnig hvort einhver í fjölskyldunni eða annar nákominn hafi tekið eigið líf. Spyrja þarf út í fyrri lotur þunglyndis, sem og skima fyrir sögu um örlyndistímabil. Meta þarf áhrif þunglyndis á getu einstaklings, til dæmis að sinna vinnu, heimili og félagslegum þáttum63. Gera þarf góða geðskoðun þar sem alvarleiki veikindanna er metinn og mat lagt á hvort geðrofseinkenni séu til staðar og sjálfsvígshættu. Gott er að gera líkamlega skoðun og taugaskoðun með tilliti til alvarleika sjúkdómsins og helstu mismunagreininga. Panta þarf viðeigandi rannsóknir í ljósi sögu og skoðunar. Rétt er að fá almennar blóðprufur: blóðhag, sölt (natríum, kalsíum, fosfat, magnesíum), kreatínín, blóðsykur, lifrarpróf, skjaldkirtilspróf (e. thyroid-stimulating hormone, TSH), þungunarhormón beta­hCG (ef kona á barneignaraldri), B12­vítamín og fólat. Eftir atvikum má mæla D­vítamín og fá þvagprufu með tilliti til vímuefna. Ef um ræðir alvarleg fyrstu veikindi eða samhliða taugaeinkenni er æskilegt að fá tölvusneiðmynd eða segulómskoðun af heila64. Í töflu III eru listuð upp helstu atriði við uppvinnslu þunglyndis. Við mat á þunglyndi er hægt að grípa til staðlaðra sjálfsmatskvarða sem sjúklingur fyllir út sjálfur. Það er gagnlegt þegar sjúklingi er fylgt eftir og svörun kvarða endurtekin. Ýmsir kvarðar eru til og má þar nefna The Patient Health Questionnaire-9 (PHQ­9), Becks Depression Inventory (BDI) og Depression Anxiety Stress Scales (DASS). Ef um nýbakaðar mæður er að ræða má notast við Edinborgar þunglyndiskvarðann. Einnig er til sérstakur skali fyrir aldraða Geriatric Depression Scale (GDS)65 og til er sérstakur skali til að meta einkenni þunglyndis hjá karlmönnum66. Í ICD­10 greiningarskilmerkjum þunglyndis þurfa tvö af þremur kjarnaeinkennum að vera til staðar og að auki tvö eða fleiri viðbótareinkenni58. Ef tvö viðbótareinkenni eru til staðar er talað um væga geðlægð (F32.0), meðaldjúpa geðlægð ef þrjú til fimm viðbótareinkenni eru til staðar (F32.1) og djúpa geðlægð ef fjögur eða fleiri viðbótareinkenni eru til staðar (F32.2 eða F32.3 ef einnig geðrofseinkenni). Gerður er greinarmunur á hvort um ræðir fyrstu lotu eða endurteknar lotur (F33). Einkenni þurfa að hafa staðið í að lágmarki tvær vikur og valdið umtalsverðri truflun á daglegu lífi sjúklings. Óyndi (e. dysthymia) (F34.1) er langvarandi (að minnsta kosti tvö ár) þunglyndisástand eða endurtekin væg einkenni þunglyndis sem mæta ekki skilmerkjum alvarlegrar geðlægðar (F32 og F33). Sjálfsvígshættumat Mikilvægt er að meta alla sjúklinga með tilliti til sjálfsvígshættu. Eftirfarandi spurningar má nota til þess67: • Hefur þér einhvern tíma liðið svo illa að þig hafi langað til að deyja? • Hefur þú haft hugsanir um að skaða sjálfa(n) þig? Eða reynt að skaða þig? Ef svo er, hversu oft og hvenær síðast? • Hugsar þú nú um að þig langi til að svipta þig lífi? • Hefur þú hugsað um hvernig þú myndir taka eigið líf ? Ef sjálfsvíg hefur verið reynt er mikilvægt að spyrja hvernig viðkomandi líði með að vera enn á lífi, hvort hann finni fyrir létti eða vonbrigðum? Einnig hvort viðkomandi hafi langað til að deyja og hvað hafi orðið þess valdandi að viðkomandi ætlaði að svipta sig lífi. Stundum hefur eitthvað komið upp á eða eitthvað sérstakt hvílir á viðkomandi. Mikilvægt er að spyrja út í hvort það sé eitthvað sem gæti breytt ástandinu. Sömuleiðis getur skipt máli hvort viðkomandi hafi verið undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar tilraun var gerð. Þættir á borð við hvatvísi, reiði, langvarandi svefnleysi, að hafa greiðan aðgang að lyfjum eða skotvopnum, geðrofseinkenni og neysla auka áhættuna. Eins og fyrr segir getur saga um sjálfsvíg í fjölskyldunni eða nærumhverfi einnig aukið hættuna68. Alvarleiki tilraunar fer meðal annars eftir því hvort aðferðin sem notuð var væri líkleg til að valda dauða, hvort ráðstafanir hafi verið gerðar, svo sem kveðjubréf skrifað og hvort viðkomandi hafi fyrir tilraun gefið í skyn vanlíðan sína eða ekki67. Mismunagreiningar og samhliða sjúkdómar Ýmsar mismunagreiningar er vert að hafa í huga þegar kemur að þung­ lyndi og eru þær listaðar upp í töflu IV. Ýmis bitur reynsla, svo sem fall á prófi, atvinnumissir, skilnaður, andlát ástvinar og fleira getur ýtt af stað vissum einkennum kvíða og depurðar án þess að uppfylla skilmerki þunglyndis. Slík viðbrögð gætu flokkast undir aðlögunarröskun (e. adjust ment disorder). Fyrri örlyndis­ eða tvílyndistímabil ættu að beina sjónum að geðhvörfum69. Einnig geta einkenni þunglyndis verið um margt lík þeim sem koma fyrir í kvíðaröskunum. Ef vart verður við geðrofseinkenni þyrfti að útiloka sjúkdóma á borð við geðklofa (e. schizophrenia), geðhvarfaklofa (e. schizoaffective disorder) og hugvilluröskun (e. delusional disorder). Þunglyndi eitt og sér getur haft í för með sér vitræna skerðingu, minnistruflanir og skerta einbeitingu og minnt þannig á byrjandi heilabilun. Slíkir erfiðleikar koma líka fram á taugasálfræðilegum prófum. Í þess konar tilfellum er talað um afturkræf vitglöp eða sýndarvitglöp (e. pseudodementia) þar sem einkenni vitrænnar skerðingar hverfa við meðhöndlun þunglyndis70. Þunglyndi er sjaldan eitt á ferð. Niðurstöður rannsóknar Hasin og félaga71 sýndi að á meðal fólks með alvarlegt þunglyndi er samhliða lífsalgengi áfengismisnotkunar um 40%, vímuefnanotkunar um 17% og kvíðaraskana um 41%. Einnig þjást 1,2% þunglyndra af hæðis­ persónuleikaröskun (e. dependent personality disorder) og um 16% af áráttu­þráhyggju persónuleikaröskun (e. obsessive-compulsive personality disorder). Þekktasti fylgikvilli átraskana er þunglyndi og staðfest þunglyndi er hjá allt að 80% lotugræðgis­ (e. bulimia nervosa) og lystarstolssjúklingum (e. anorexia nervosa) sem leita meðferðar72. Einbeitingar leysi og athyglisbrestur geta verið einkenni þunglyndis eins og fyrr segir en þunglyndur einstaklingur getur sömuleiðis verið með ADHD (e. attention-deficit/hyperactivity disorder)61,73,74. Tafla III. Helstu atriði við uppvinnslu á þunglyndi. Sögutaka Líkamleg skoðun Blóðprufur: blóðhagur, sölt, TSH, blóðsykur og fleira eftir aðstæðum Sjálfmatskvarðar: PHQ­9, BDI, DASS Myndgreining
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.