Læknaneminn - 01.01.2017, Page 41

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 41
Ri trý nt ef ni 4040 Mynd 2a. Sýni tekið frá raddbandi rúmu ári áður en núverandi einkenni komu fram. Þekjan er þykknuð og þykkt hornlag er á yfirborði. Í stroma er íferð eitilfrumna og plasmafrumna. Vægur misvöxtur er í þekju en ekki sjást merki um ífarandi vöxt. Mynd 2b. Sýni tekið við barkakýlisspeglun þegar núverandi einkenni voru komin fram. Yfirlitsmynd sýnir ífarandi vöxt flöguþekjukrabbameins. Óreglulegar tungur krabbameins ganga niður í stoðvef frá dysplastískri yfirborðsþekju. Skil á milli þekju og stoðvefs eru óglögg. Mynd 2c. Sýni úr eitli á hálsi með meinvarpi flöguþekjukrabbameins. Æxlið er hornmyndandi og hefur hornið safnast upp og myndað blöðru í eitlinum. Í barkakýlinu eru raddböndin og tónhæð raddarinnar ræðst af því hversu strekkt þau eru. Við hljóðmyndun titra þau og tungan, gómurinn og varirnar ummynda svo hljóðin í orð. Þannig geta litlir hnútar á raddböndum fljótlega farið að gefa einkenni. Krabbamein í barkakýli eru yfirleitt upprunnin frá yfirborðsþekju (flöguþekju) og eru flokkuð eftir því hvort þau eru ofan, neðan eða á raddböndunum sjálfum (mynd 4a). Við mat á krabbameini á höfuð­ og háls svæði er mikilvægt að meta mögulega dreifingu þess í hálseitla keðjur (mynd 4b). Faraldsfræði, vefjagerð og áhættuþættir barkakýliskrabbameins Hnútar á raddböndum geta verið af ýmsum toga, góðkynja hnútar (e. singer’s nodules), vörtur (e. papilloma) og forstigsbreytingar krabba­ meina (e. squamous intraepithelial lesions). Mikilvægt er að fylgja eftir forstigsbreytingum krabbameina (e. dysplasia) og byrjandi ífarandi vexti á raddböndum. Greining getur verið erfið og krefst oft endurtekinna sýnataka. Krabbamein í barkakýli er innan við 1% allra krabbameina. Meðalfjöldi tilfella hérlendis eru sjö manns á ári, þar af sex karlmenn. Nýgengið árið 2015 var 2,2/100.000 fyrir karla og 0,3/100.000 fyrir konur3. Nýgengi sjúkdóms eykst með auknum aldri og meðalaldur við greiningu er 64 ár. Algengast er að krabbameinið sé upprunnið frá sjálfum raddböndunum, sjaldnar fyrir ofan þau og sjaldnast neðan raddbandanna. Flöguþekjuvefjagerð er algengust en kirtilmyndandi æxli koma einnig fyrir3. Áhættuþættir eru fyrst og fremst reykingar og misnotkun áfengis4. Einkenni og greining Sé barkakýliskrabbameinið staðsett á raddböndunum sjálfum eru einkennin yfirleitt hæsi og raddbreytingar sem smátt og smátt ágerast. Séu æxlin ofan við raddböndin geta þau vaxið og orðið nokkuð stór áður en þau fara að valda staðbundnum áhrifum. Þá finna sjúklingar fyrir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.