Læknaneminn - 01.01.2017, Page 41
Ri
trý
nt
ef
ni
4040
Mynd 2a. Sýni tekið frá raddbandi
rúmu ári áður en núverandi
einkenni komu fram. Þekjan
er þykknuð og þykkt hornlag
er á yfirborði. Í stroma er íferð
eitilfrumna og plasmafrumna.
Vægur misvöxtur er í þekju en ekki
sjást merki um ífarandi vöxt.
Mynd 2b. Sýni tekið við
barkakýlisspeglun þegar núverandi
einkenni voru komin fram.
Yfirlitsmynd sýnir ífarandi vöxt
flöguþekjukrabbameins. Óreglulegar
tungur krabbameins ganga
niður í stoðvef frá dysplastískri
yfirborðsþekju. Skil á milli þekju og
stoðvefs eru óglögg.
Mynd 2c. Sýni úr eitli á hálsi með
meinvarpi flöguþekjukrabbameins.
Æxlið er hornmyndandi og hefur
hornið safnast upp og myndað
blöðru í eitlinum.
Í barkakýlinu eru raddböndin og tónhæð raddarinnar ræðst af
því hversu strekkt þau eru. Við hljóðmyndun titra þau og tungan,
gómurinn og varirnar ummynda svo hljóðin í orð. Þannig geta litlir
hnútar á raddböndum fljótlega farið að gefa einkenni. Krabbamein í
barkakýli eru yfirleitt upprunnin frá yfirborðsþekju (flöguþekju) og
eru flokkuð eftir því hvort þau eru ofan, neðan eða á raddböndunum
sjálfum (mynd 4a). Við mat á krabbameini á höfuð og háls svæði
er mikilvægt að meta mögulega dreifingu þess í hálseitla keðjur
(mynd 4b).
Faraldsfræði, vefjagerð og áhættuþættir
barkakýliskrabbameins
Hnútar á raddböndum geta verið af ýmsum toga, góðkynja hnútar
(e. singer’s nodules), vörtur (e. papilloma) og forstigsbreytingar krabba
meina (e. squamous intraepithelial lesions). Mikilvægt er að fylgja eftir
forstigsbreytingum krabbameina (e. dysplasia) og byrjandi ífarandi vexti
á raddböndum. Greining getur verið erfið og krefst oft endurtekinna
sýnataka. Krabbamein í barkakýli er innan við 1% allra krabbameina.
Meðalfjöldi tilfella hérlendis eru sjö manns á ári, þar af sex karlmenn.
Nýgengið árið 2015 var 2,2/100.000 fyrir karla og 0,3/100.000 fyrir
konur3. Nýgengi sjúkdóms eykst með auknum aldri og meðalaldur
við greiningu er 64 ár. Algengast er að krabbameinið sé upprunnið
frá sjálfum raddböndunum, sjaldnar fyrir ofan þau og sjaldnast neðan
raddbandanna. Flöguþekjuvefjagerð er algengust en kirtilmyndandi
æxli koma einnig fyrir3. Áhættuþættir eru fyrst og fremst reykingar og
misnotkun áfengis4.
Einkenni og greining
Sé barkakýliskrabbameinið staðsett á raddböndunum sjálfum eru
einkennin yfirleitt hæsi og raddbreytingar sem smátt og smátt ágerast.
Séu æxlin ofan við raddböndin geta þau vaxið og orðið nokkuð stór áður
en þau fara að valda staðbundnum áhrifum. Þá finna sjúklingar fyrir