Læknaneminn - 01.01.2017, Page 47

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 47
Ri trý nt ef ni 4646 sérstöku útliti á hjartalínuriti, svokölluðu Brugada mynstri, sem getur komið og farið en vel þekkt er að hiti getur framkallað þetta mynstur og ýtt undir takttruflanir hjá einstaklingum með heilkennið22. Þremur mismunandi mynstrum hefur verið lýst en eingöngu eitt þeirra getur verið greinandi fyrir sjúkdóminn, það er Brugada mynstur af gerð eitt. Þetta mynstur einkennist af íhvolfum (e. coved) hækkunum á ST bili (≥2 mm) ásamt neikvæðum T bylgjum í fleiri en einni af leiðslum V1­ V3 (mynd 1)23. Fyrrnefnt útlit er þó eingöngu greinandi ef viðkomandi einstaklingur er einnig með sögu um eitt eða fleiri atriði sem nefnd eru í töflu II23. Nú er þekktur fjöldi stökkbreytinga sem taldar eru geta leitt til sjúkdómsins sem oftast erfist með ríkjandi sjálflitningserfðum. Margar þessara stökkbreytinga eru í geni sem skráir fyrir natríumgöngum í hjartavöðvafrumum22. Algengi Brugada heilkennis er talið vera um 1:2000 en það er breytilegt milli heimshluta23. Ljóst er að þeir einstaklingar sem eru með Brugada mynstur af gerð eitt og eru með sögu um lífshættulega takttruflun í sleglum eða óútskýrt yfirlið eru í mestri hættu á að fá fleiri takttruflanir. Erfiðara er að meta áhættu þeirra einstaklinga sem aldrei hafa fengið einkenni en hún virðist vera talsvert minni22­24. Heilkenni lengds QT-bils Heilkenni lengds QT­bils (e. long QT syndrome) er arfgengur hjartasjúkdómur sem eykur líkurnar á lífshættulegum fjölleitum sleglahraðtakti sem kallast torsades de pointes og skyndilegum hjartadauða25. Eins og nafn sjúkdómsins gefur til kynna einkennist hann af lengdu QT­bili á hjartalínuriti. Ekki er algjör samstaða um það hversu langt QT­bil þarf að vera til að það teljist óeðlilegt en oft er miðað við >450 msek hjá körlum og >470 msek hjá konum25. Hér er átt við leiðrétt QT­bil (QTc). Mikill fjöldi stökkbreytinga í 13 mismunandi genum hefur verið teng dur við sjúkdóminn. Í meirihluta tilvika erfist hann með ríkjandi sjálflitningserfðum, hann hefur ófullkomna sýnd (e. incomplete penetrance) og svipgerð hans er mjög breytileg26,27. Algengi sjúk dómsins er talið vera um 1:200027. Yfirgnæfandi meirihluti tilfella af heilkenni lengds QT­bils orsakast af stökkbreytingum í þremur mismunandi genum og því er venja að tala um LQT1 (e. type 1 long QT syndrome), LQT2 og LQT3. LQT1 er algengasta gerðin en hún orsakast af stökkbreytingum í potassium voltage-gated channel subfamily Q member 1 (KCNQ1) geninu sem skráir fyrir ákveðinni gerð af kalíumgöngum sem finnast í hjartavöðvafrumum. Vitað er að bæði andlegt og líkamlegt álag ýtir undir takttruflanir hjá þeim einstaklingum sem eru með þessa gerð af sjúkdómnum og er sund einna þekktasti áhættuþátturinn. Heilkenni Jervell og Lange­Nielsen orsakast af stökkbreytingu í þessu sama geni en heilkennið erfist hins vegar með víkjandi sjálflitningserfðum og veldur það mjög slæmu formi af LQT1 sem og meðfæddu heyrnarleysi26,27. LQT2 er næstalgengasta gerðin og orsakast hún af stökkbreytingum í potassium voltage-gated channel subfamily H member 2 (KCNH2) geninu en það skráir fyrir annarri gerð kalíumganga í hjartavöðva frumum. Skyndileg hávær hljóð, til dæmis hringing vekjaraklukku, ýta undir takttruflanir hjá einstaklingum með LQT226,27. LQT3 er þriðja algengasta gerðin en hún orsakast af stökkbreytingum í Tafla II. Atriði sem styðja við greiningu Brugada heilkennis. Saga um eitt eða fleiri þessara atriða ásamt Brugada mynstri af gerð eitt á hjartalínuriti sjúklings staðfestir greiningu. Fyrri saga um sleglatif eða fjölleitan sleglahraðtakt (e. polymorphic ventricular tachycardia) Fjölskyldusaga um skyndilegan hjartadauða fyrir 45 ára aldur Fjölskyldusaga um Brugada mynstur af gerð eitt Framköllun á sleglahraðtakti með skipulagðri raförvun (e. programmed electrical stimulation) Fyrri saga um óútskýrt yfirlið Andköf að næturlagi (e. nocturnal agonal respiration) Mynd 1. Hjartalínuritið sýnir Brugada mynstur af gerð eitt í leiðslum V1 og V2 (ecgpedia.org). Mynd 2. Hjartalínuritið sýnir hvernig sínustaktur þróast yfir í torsades de pointes (lifeinthefastlane.com). einstaklingum með sjúkdóminn19,21. Til eru greiningarskilmerki fyrir ARVC og taka þau til ýmissa þátta, svo sem útlits hjartalínurits, segulómskoðunar af hjarta, hjartaómskoðunar og fjölskyldusögu21. Brugada heilkenni Brugada heilkenni (e. Brugada syndrome) er tiltölulega ný skilgreindur arfgengur sjúkdómur sem eykur mjög líkurnar á skyndilegum hjartadauða vegna lífshættulegra takttruflana í sleglum einstaklinga sem ekki eru með byggingargalla í hjarta22. Sjúkdómurinn veldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.