Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 59
Ri
trý
nt
ef
ni
5858
Inngangur
Illkynja eitil frumuæxli af ekki
Hodgkins teg und eru tæp lega 3%
ill kynja æxla á Ís landi. Margar
tegundir slíkra æxla hafa verið skil
greindar með mis munandi meina
fræðileg og klínísk ein kenni. Stór
hluti eitilfrumuæxla dreifir sér
í miðmæti, en sjaldgæfara er að þau
séu frumkomin í miðmæti.
Sjúkratilfelli
Saga
30 ára gömul áður hraust kona leitaði á bráðadeild vegna
mæði, sjö dögum eftir barnsfæðingu. Meðganga og fæðing
gengu vel, en hún hafði greinst með gallstíflu undir lok
meðgöngunnar og var fæðingin því sett af stað. Við komu
á Bráðadeild lýsti hún fimm daga sögu um versnandi
mæði og slappleika. Hún hafði átt erfitt með að liggja út
af, mæddist við litla áreynslu og var með hósta. Hún hafði
einnig fundið fyrir verk í hægri öxl og þyngslatilfinningu
yfir hægra brjósti í um fjóra mánuði og tengdi þau einkenni
við meðgönguna. Hún lýsti nætursvita undanfarið og hafði
verið með hita síðastliðna tvo sólarhringa en átti erfitt
með að segja til um þyngdartap sökum meðgöngunnar.
Kerfakönnun var að öðru leyti neikvæð sem og fyrri
heilsufarssaga. Hún hafði ekkert þekkt ofnæmi, tók engin
lyf að staðaldri og reykti ekki. Amma konunnar hafði
greinst með Hodgkins sjúkdóm um þrítugt.
Skoðun
Við skoðun á Bráðadeild var konan skýr, vel vakandi og
grannvaxin. Lífsmörk voru eftirfarandi: hiti 38,3°C,
blóðþrýstingur 99/57 mmHg, púls 94 slög/mín,
öndunartíðni 18/mín og súrefnismettun 96% án súrefnis
gjafar. Það þreifuðust ekki stækkaðir eitlar á hálsi eða
í hol höndum og engin merki voru um bjúg eða æðavíkkun
á hálsi, andliti eða brjóstkassa. Hjarta og lungnahlustun
var eðlileg, kviðskoðun án athugasemda og ekki merki um
bjúg eða blóðflæðis skerðingu í útlimum. Engin frávik voru
við taugaskoðun.
Eitilfrumu -
krabbamein
í miðmæti
Tilfelli af blóðlækningadeild
Alma Rut Óskarsdóttir, fimmta árs læknanemi 2016-2017
Sigrún Reykdal, sérfræðingur í lyflækningum og blóðlækningum
Tafla I. Blóðprufur teknar við komu á Bráðadeild.
Rannsókn Eining Mælt
gildi
Viðm.
gildi
Hvít blóðkorn x109/L 9,9 410,5
Rauð blóðkorn x1012/L 4,48 45,4
Hemóglóbín g/L 115 118152
Hematókrít L/L 0,36 0,350,46
MCV fL 80 8097
Blóðflögur x109/L 508 150400
MPV fL 7,6 8,712,5
Natríum mmól/L 139 137145
Kalíum mmól/L 4,1 3,54,8
Kreatínín µmól/L 56 5090
Rannsókn Eining Mælt
gildi
Viðm.
gildi
GSH mL/mín/1,73m2 >60 >60
CRP mg/L 61 <10
Þvagsýra µmól/L 232 155350
ALP U/L 202 35105
ASAT U/L 26 <35
ALAT U/L 44 <45
LDH U/L 580 105205
Lípasi U/L 29 1360
Bílírúbín µmól/L 3 525
Ddímer mg/L 1,98 <0,5
MCV: Mean corpuscular volume (meðalstærð rauðra blóðkorna). MPV: Mean platelet volume (meðalstærð blóðflagna). GSH: Gaukulsíunarhraði.
CRP: C-reactive protein. ALP: Alkaline phosphatase. ASAT: Aspartate transaminase. ALAT: Alanine transaminase. LDH: Lactate dehydrogenase.