Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 62

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 62
Ri trý nt ef ni 61 vegna þrýstingsáhrifa, kyngingarerfiðleikar, Horners heilkenni og efriholæðarheilkenni (e. superior vena cava syndrome). Sjúklingar með einkenni eru líklegri til að vera með illkynja sjúkdóm en þeir sem eru einkennalausir1,6. Ekki-Hodgkins sjúkdómur Í tilfellinu sem hér var lýst greindist ung kona með fyrirferða mikið eitilfrumuæxli í framhólfi miðmætis á svæði hóstarkirtils. Meinafræði­ skoðun samræmdist stóreitilfrumukrabbameini af B­frumugerð, ekki­ Hodgkins sjúkdómi. Ekki­Hodgkins sjúkdómur er stór hópur illkynja eitilfrumuæxla, ýmist hágráðu eða lág gráðu æxla, með mismunandi meinafræðileg og klínísk einkenni. Um 85­90% ekki­Hodgkins æxla eru komin frá B­eitilfrumum7. Faraldsfræði: Meðalaldur sjúklinga við greiningu á ekki­Hodgkins sjúkdómi er 65 ár. Árið 2010 var aldursstaðlað nýgengi þessara æxla 6,7 af 100.000 meðal kvenna og 9,8 af 100.000 meðal karla3. Tíðni ekki­ Hodgkins sjúkdóms hefur aukist mjög á síðustu áratugum, einkum á Vesturlöndum, en tíðnin er hæst meðal hvítra. Orsakir eitilfrumu æxla eru ekki þekktar en ýmiss konar röskun í ónæmis kerfinu getur verið áhættuþáttur, auk erfðaþátta og sýkinga, svo sem sýkinga með Epstein­ Barr veiru7,8. Meingerð: B­eitilfrumur myndast í miðlægum eitilvefjum (beinmerg og hóstarkirtli) og fara þaðan í útlæga eitilvefi (eitla, blóð, lifur, milta og eitilvefi í slímhúðum). Virkjun B­eitilfrumna á sér stað í kímmiðju (e. germinal center) eitla þar sem erfðaefni þeirra undirgengst flokkaskipta endurröðun (e. class-switch recombination) og punktstökkbreytingu (e. somatic hypermutation). Þessar breytingar gera frumunum kleift að mynda mismunandi mótefni (IgM, IgG, IgA eða IgE) og bregðast við mismunandi mótefnavökum. B­eitilfrumur geta ýmist þroskast í B­minnisfrumur eða plasmafrumur. Þessar breytingar á erfðaefninu eru nauðsynlegar fyrir heilbrigt ónæmiskerfi en geta verið uppspretta skemmda á erfðaefninu sem geta leitt til þróunar eitilfrumukrabbameins. Eins og fyrr segir eru eitlifrumuæxli af ekki­Hodgkins tegund stór hópur margra mismunandi æxla sem flest eru upprunnin frá B­eitilfrumum. Myndun mismunandi illkynja tegunda fer eftir því hvar í þroskunarferli frumnanna illkynja breytingin á sér stað og hvaða gen eru tjáð í kjölfarið7,9. Einkenni: Einkenni eitilfrumuæxla af ekki­Hodgkins tegund eru mismunandi eftir staðsetningu og gerð sjúkdómsins. Æxlin geta ýmist greinst í kjölfar uppgötvunar á stækkuðum, sársaukalausum eitli, vegna þrýstingsáhrifa frá fyrirferð eða almennra einkenna sem ekki tengjast fyrirferðinni sjálfri, svokallaðra B­einkenna. Þessi einkenni eru nætursviti, hiti og þyngdartap. Um tveir af þremur sjúk lingum með ekki­Hodgkins sjúkdóm eru með sársaukalausar eitla stækkanir og eru þær yfirleitt dreifðari en í Hodgkins sjúkdómi7,8. Greining og stigun: Greining á eitilfrumukrabbameini byggir á smásjár­ skoðun á vefjasýni úr eitli eða öðrum vef sem inniheldur sjúkdóminn. Rannsóknir á blóðhag segja ekki til um tilvist eitilfrumukrabbameins en geta gagnast við mat á alvarleika sjúkdómsins, svo sem dreifingu í beinmerg. Flokkun eitilfrumuæxla byggir víða á flokkun Alþjóða­ heilbrigðisstofnunarinnar, sem var síðast endurskoðuð árið 2016, og REAL flokkuninni. Í þeim flokkunar kerfum eru æxlin flokkuð í B­frumuæxli, T­ og NK­frumuæxli og Hodgkins sjúkdóm. Til þessarar flokkunar er auk smásjárskoðunar notast við mótefna­ litanir, flæðisjárgreiningu og erfðarannsóknir en mismunandi eitilfrumu gerðir eru meðal annars greindar út frá mótefnatjáningu á yfirborði frumnanna. Birtingarmynd sjúkdóms, líff ræðileg hegðun hans og staðsetning eru einnig mikilvæg við flokkun­ ina10,11. Val á meðferð við eitilfrumukrabbameini byggir á meina fræðilegri greiningu sjúkdómsins og stigi hans. Stig eitilfrumukrabbameins er metið út frá fjölda og dreifingu eitlastöðva sem innihalda sjúkdóminn ásamt B­einkennum sjúklings. Frá 1971 hefur verið miðað við Ann Arbor stigunarkerfið og er víðast hvar notast við klíníska skoðun, beinmergsástungu og tölvusneiðmyndatöku við stigunina. Nú er í auknum mæli notast við jáeindaskanna við stigun og eftirfylgd þessara meina. Næmi jáeindaskanna til greiningar á dreifingu eitilfrumukrabbameins er misjafnt milli undirtegunda. Til dæmis hefur verið sýnt fram á að beinmergsástunga til stigunar breytir ekki meðferðarplani eða mati á áhættu sjúklinga með Hodgkins sjúkdóm sem þegar hafa verið stigaðir með hjálp jáeindaskanna, en hið sama hefur ekki verið staðfest fyrir stóreitilfrumuæxli af ekki­Hodgkins tegund12,13. Meðferð og horfur: Meðferð eitilfrumuæxla af ekki­Hodgkins tegund fer eftir meinafræðilegri greiningu, stigun sjúkdómsins og klínísku ástandi sjúklings. Meðferð á stóreitilfrumuæxlum af B­frumugerð er víðast hvar lyfjameðferð með cýklófosfamíð, doxórúbisín, vinkristín og prednisón (CHOP). Viðbót rítúxímab við CHOP hefur bætt horfur þessara sjúklinga (R­CHOP)14,15. Viðbótarmeðferð með geislum eða stofnfrumumeðferð fer eftir útbreiðslu og framgangi sjúkdómsins. Við mat á horfum sjúklinga með eitilfrumuæxli af ekki­Hodgkins tegund er notast við kerfi þar sem sjúklingar eru flokkaðir í fjóra áhættuhópa eftir fjölda stiga (e. International Prognostic Index). Eitt stig er gefið fyrir hvern áhættuþátt; aldur yfir 60 ára, minnkaða líkamlega getu, hækkaðan styrk LDH í blóði, stig sjúkdóms og dreifingu utan eitlastöðva. Rannsókn á 2031 sjúklingi leiddi í ljós að fimm ára lífslíkur þessara fjögurra hópa voru 73%, 51%, 43% og 26%, lífslíkurnar voru hærri ef sjúklingarnir voru yngri en 60 ára16. Fyrir utan þessa flokkun fer heildarlifun sjúklinga með stóreitilfrumuæxli af B­frumugerð eftir meðferðarvali og því hvort um fyrirferðarmikinn sjúkdóm (e. bulky disease) er að ræða eða ekki17. Ekki-Hodgkins sjúkdómur í miðmæti: Algengustu undirtegundir ekki­Hodgkins sjúkdóms sem greinast í miðmæti eru blastfrumu­ eitilfrumuæxli og stóreitilfrumuæxli af B­frumugerð4. Um 6% æxla af ekki­Hodgkins tegund eru frumkomin í miðmæti18. Stóreitilfrumu æxli af B­frumugerð eru um þriðjungur allra ekki­Hodgkins eitilfrumu æxla og algengasta tegund þeirra8. Flokkun Alþjóða heilbrigðis stofnunarinnar á stóreitilfrumuæxlum af B­frumugerð skiptir þeim frekar niður í undirgerðir sem byggjast meðal annars á litninga breytingum og mótefnum á yfirborði frumnanna10. Frumkomið stóreitilfrumuæxli af B­frumugerð í miðmæti (e. primary mediastinal large B-cell lymphoma, PMBL) er vel skilgreind tegund æxlis. Það er upprunnið frá B­frumum í hóstarkirtli og var lengi flokkað sem undir tegund dreifðs stóreitilfrumu æxlis af B­frumu gerð en er nú flokkað sérstaklega af Alþjóða heilbrigðis stofnuninni10. PMBL eru meinafræðilega og klínískt ólík öðrum stóreitilfrumuæxlum af B­frumugerð og eru um 2­3% allra ekki­Hodgkins tilfella19,20. Frumur með tært umfrymi og bandvefsmyndun (e. fibrosis) eru dæmigerðar fyrir þessi æxli. Frumurnar tjá yfirleitt B­frumu mótefni (CD19, CD20, CD22) og CD45 á yfirborði sínu auk þess sem bcl­2 er tjáð í 80% tilvika. Tjáning á CD30 getur gert greiningu frá Hodgkins sjúkdómi erfiða. Þessi æxli vaxa yfirleitt hratt og eru staðsett í ofanverðum framhluta miðmætis. Miðgildi aldurs sjúklinga sem fá þessa tegund æxlis er um 30­40 ár og konur eru í meirihluta. Einkenni sem stafa af þrýstingi á aðlæg líffæri, svo sem mæði, hósti og kyngingarerfiðleikar, leiða yfirleitt til greiningar og efriholæðarheilkenni er til staðar í um þriðjungi tilfella. Í flestum tilfellum er sjúkdómurinn bundinn við brjóstkassa en sjúkdómurinn getur dreift sér utan eitla, sér í lagi ef endurkoma verður eftir meðferð. Þá verður dreifingin helst í nýru, nýrnahettur, lifur, eggjastokka og miðtaugakerfi. Dreifing í beinmerg við greiningu er sjaldgæf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.