Læknaneminn - 01.01.2017, Side 65

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 65
Fr óð lei ku r 64 Axlargrindin saman­ stendur af herða blaði (e. scapula), við beini (e. clavicle), upphandleggs­ beini (e. humerus) og mjúkvefjum þar í kring. Axlarsvæðið inniheldur glenohumeral lið, axlar­ hyrnu (e. acromion), acromio clavicular lið, sternoc lavicular lið og scapulot horacic lið. Vegna þess hve öxlin reiðir sig mikið á mjúkvefi til að viðhalda stöðugleika er glenohumeral liðurinn sá liður líkamans sem oftast fer úr lið. Öxlin tengir saman handlegginn og ásgrind (e. axial skeleton). Nokkrir vöðvar sjá um hreyfingu axlarinnar og gegna þeir mismunandi hlutverkum. Deltoid vöðvinn liggur yfir öxlinni og tekur stóran þátt í fráfærslu (e. abduction), beygju (e. flexion) og réttu (e. extension) á öxlinni. Rotator cuff vöðvar samanstanda af supraspinatus, infraspinatus, teres minor og subscapularis. Supraspinatus sér um fráfærslu, infraspinatus og teres minor sjá um útsnúning (e. external rotation) og subscapularis sér um innsnúning (e. internal rotation). Rotator cuff vöðvarnir stöðga og þrýsta höfði upphandleggsbeins niður í glenohumeral lið (mynd 1). Saga Við sögutöku er mikilvægt að spyrja um atriði sem varpað geta ljósi á undirliggjandi vandamál og atriði sem geta haft áhrif á meðferð. Spyrja þarf um aldur sjúklings, dagleg störf og hvort hann sé rétthentur eða örvhentur. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hversu mikið einstak­ lingur kemur til með að nota öxlina og hversu góð hreyfigetan þarf að vera. Koma þarf fram við sögu töku hvort sjúk lingur hafi verki, stíf­ leika, læsingar eða brak. Spyrja þarf um hvort sjúklingur upplifi óstöðugleika í öxlinni og þá hvernig sá óstöðugleiki lýsir sér. Það að greina á milli bráðavandamáls og lang­ varandi vandamáls í öxlinni getur verið mjög hjálp legt. Lengri saga um verki í öxl og tap á óvirkri (e. passive) hreyfingu væri til dæmis vís bending um frosna öxl (e. adhesive capsulitis). Minnkuð hreyfi geta getur einnig verið vís­ bending um frosna öxl eða slit í glenohumeral liðnum. Þegar búið er að komast að staðsetningu og mynstri verkjar þarf að útiloka leiðniverk sem getur átt sér ólíkan uppruna. Verkur í hálsi og verkur sem leiðir neðan við olnboga eru gjarnan merki um taugaklemmur við hálsliði sem stundum eru túlkaðir sem axlarverkir. Spyrja þarf sjúkling um einkenni taugaklemmu eins og kraftminnkun og dofa. Einnig þarf að hafa í huga að lungnabólga, hjartaöng og magasár geta gefið verki í öxlinni. Fyrri saga um illkynja sjúkdóm vekur upp grun um tilfærðan verk vegna meinvarpa. Muna þarf að spyrja um verki í hálsliðum við hreyfingu á hálsinum eða hvort saga sé um hálsáverka. Skoðun Góð skoðun felur í sér að horfa, hlusta, þreifa, athuga hreyfigetu og styrk og framkvæma egnandi (e. provocative) axlarpróf fyrir möguleg einkenni axlarklemmu (e. impingement) og glenohumeral óstöðugleika. Mikilvægt er að skoða einnig háls og olnboga til að útiloka að orsök einkenna sé þar. Axlarskoðun Arnar Sigurðsson, læknir Ólafur Sigmundsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum Ólafur Ingimarsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum Mynd 1. Rotator cuff vöðvarnir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.