Læknaneminn - 01.01.2017, Side 65
Fr
óð
lei
ku
r
64
Axlargrindin saman
stendur af herða blaði
(e. scapula), við beini (e.
clavicle), upphandleggs
beini (e. humerus) og
mjúkvefjum þar í kring.
Axlarsvæðið inniheldur
glenohumeral lið, axlar
hyrnu (e. acromion),
acromio clavicular lið, sternoc lavicular lið og
scapulot horacic lið. Vegna þess hve öxlin reiðir
sig mikið á mjúkvefi til að viðhalda stöðugleika
er glenohumeral liðurinn sá liður líkamans
sem oftast fer úr lið. Öxlin tengir saman
handlegginn og ásgrind (e. axial skeleton).
Nokkrir vöðvar sjá um hreyfingu axlarinnar og
gegna þeir mismunandi hlutverkum. Deltoid
vöðvinn liggur yfir öxlinni og tekur stóran þátt
í fráfærslu (e. abduction), beygju (e. flexion) og
réttu (e. extension) á öxlinni. Rotator cuff vöðvar
samanstanda af supraspinatus, infraspinatus,
teres minor og subscapularis. Supraspinatus sér
um fráfærslu, infraspinatus og teres minor sjá um
útsnúning (e. external rotation) og subscapularis
sér um innsnúning (e. internal rotation).
Rotator cuff vöðvarnir stöðga og þrýsta höfði
upphandleggsbeins niður í glenohumeral lið
(mynd 1).
Saga
Við sögutöku er mikilvægt að spyrja um atriði
sem varpað geta ljósi á undirliggjandi vandamál
og atriði sem geta haft áhrif á meðferð. Spyrja
þarf um aldur sjúklings, dagleg störf og hvort
hann sé rétthentur eða örvhentur. Mikilvægt er
að gera sér grein fyrir því hversu mikið einstak
lingur kemur til með að nota öxlina og hversu
góð hreyfigetan þarf að vera. Koma þarf fram
við sögu töku hvort sjúk lingur hafi verki, stíf
leika, læsingar eða brak. Spyrja þarf um hvort
sjúklingur upplifi óstöðugleika í öxlinni og þá
hvernig sá óstöðugleiki lýsir sér.
Það að greina á milli bráðavandamáls og lang
varandi vandamáls í öxlinni getur verið mjög
hjálp legt. Lengri saga um verki í öxl og tap
á óvirkri (e. passive) hreyfingu væri til dæmis
vís bending um frosna öxl (e. adhesive capsulitis).
Minnkuð hreyfi geta getur einnig verið vís
bending um frosna öxl eða slit í glenohumeral
liðnum.
Þegar búið er að komast að staðsetningu og
mynstri verkjar þarf að útiloka leiðniverk sem
getur átt sér ólíkan uppruna. Verkur í hálsi og
verkur sem leiðir neðan við olnboga eru gjarnan
merki um taugaklemmur við hálsliði sem
stundum eru túlkaðir sem axlarverkir. Spyrja
þarf sjúkling um einkenni taugaklemmu eins
og kraftminnkun og dofa. Einnig þarf að hafa
í huga að lungnabólga, hjartaöng og magasár
geta gefið verki í öxlinni. Fyrri saga um illkynja
sjúkdóm vekur upp grun um tilfærðan verk
vegna meinvarpa. Muna þarf að spyrja um
verki í hálsliðum við hreyfingu á hálsinum eða
hvort saga sé um hálsáverka.
Skoðun
Góð skoðun felur í sér að horfa, hlusta, þreifa,
athuga hreyfigetu og styrk og framkvæma
egnandi (e. provocative) axlarpróf fyrir möguleg
einkenni axlarklemmu (e. impingement) og
glenohumeral óstöðugleika. Mikilvægt er að
skoða einnig háls og olnboga til að útiloka að
orsök einkenna sé þar.
Axlarskoðun
Arnar Sigurðsson, læknir
Ólafur Sigmundsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum
Ólafur Ingimarsson, sérfræðingur í bæklunarlækningum
Mynd 1. Rotator cuff vöðvarnir.