Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 71

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 71
Fr óð lei ku r 70 Anna er 75 ára kona sem kemur á bráðamóttöku með nýjan bakverk. Hún er með sögu um brjósta krabbamein, háþrýsting og beinþynningu. Hvað þarftu sem læknir að fá að vita meira til að geta meðhöndlað verkinn? Verkjasagan Til að meðhöndla verki á áhrifaríkan hátt er mikilvægt að meta verkinn. Verkjaupplifun er alltaf huglægt mat sjúklings. Verkur hefst sem skynörvun sem einstaklingurinn svo upplifir byggt á fyrri reynslu, væntingum og tilfinningum. Til að geta meðhöndlað verkinn er mikilvægt að meta styrk verkjar og gagnlegt er að nota til þess verkjamatskvarða. Þekktasti og virtasti verkjamatskvarðinn er hinn svokallaði tölukvarði, NRS (e. Numeric Rating Scale). Þar er sjúklingur beðinn að meta verk sinn á kvarðanum 0­10 þar sem 0 táknar engan verk en 10 versta mögulega verk að mati sjúklings. Til að sjúklingur geti notað þennan kvarða þarf hann að hafa sæmileg tök á óhlutbundinni hugsun. Hann þarf að skilja til hvers er ætlast af honum við notkun kvarðans og þarf að geta túlkað verkinn sem hann finnur sem tölu. Ef sjúklingur á erfitt með að nota tölukvarðann eru til aðrir kvarðar eins og lóðrétt verkjastika með orðum, andlitakvarðinn og VAS (e. Visual Analog Scale) sem er flæðandi kvarði þar sem hægt er að meta verk frá minnsta til mesta styrks án sérstakra kvörðunarpunkta. Sjúklingurinn er þá beðinn um að benda á stað á stikunni sem samsvarar styrk verkjarins (mynd 1). Verkjamat hjá einstaklingum með vitræna skerðingu Verkjamat hjá einstaklingum með mikla vitræna skerðingu eða tjáskipta­ vanda getur verið erfiðara. Hér er mikilvægt að tala við umönnunaraðila sem þekkir viðkomandi vel og veit hvernig einstak lingur bregst venjulega við sársauka. Þá skiptir einnig máli að passa að öllum grunnþörfum sé sinnt, svo sem hungri, þorsta og einmanaleika. Einnig passa að viðkomandi sé ekki með þvagteppu, hægðatregðu eða ómeðhöndlaða sýkingu. PAINAD (e. Pain Assessment in Advanced Dementia) er verkjamatstæki sem ætlað er að meta verki hjá einstaklingum með langt gengna heilabilun (tafla II). Verkjamat og -meðferð Þórhildur Kristinsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum, öldrunar- og líknarlækningum Tafla I. Verkjasaga. Hvernig lýsir verkur sér? Stingur, tak, kveisuverkur... Upphaf, tímalengd, staðsetning, eðli, hvað gerir verk verri/betri? Hefur verkurinn áhrif á svefn? Notum mælistikur til að meta styrkleika verkjar. Hefur sjúklingur fyrri sögu um langvinna verki? Er fyrri saga um lyfja­ eða áfengismisnotkun? Þá er ástæða til að fara mjög varlega með notkun ópíóða. Ef verkur er langvinnur, þ.e. >3 mánaða saga: Hefur verkur áhrif á daglega færni? Spurðu um líkamlega virkni, andlega líðan, svefnvenjur, matarlyst og þreytu. Eftir góða sögutöku framkvæmir þú líkamsskoðun til að hjálpa þér að greina betur orsakir verkjar og svo viðeigandi uppvinnslu. Hagnýt nálgun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.