Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 71
Fr
óð
lei
ku
r
70
Anna er 75 ára kona sem kemur
á bráðamóttöku með nýjan
bakverk. Hún er með sögu um
brjósta krabbamein, háþrýsting og
beinþynningu. Hvað þarftu sem
læknir að fá að vita meira til að geta
meðhöndlað verkinn?
Verkjasagan
Til að meðhöndla verki á áhrifaríkan hátt er mikilvægt að meta
verkinn. Verkjaupplifun er alltaf huglægt mat sjúklings. Verkur hefst
sem skynörvun sem einstaklingurinn svo upplifir byggt á fyrri reynslu,
væntingum og tilfinningum.
Til að geta meðhöndlað verkinn er mikilvægt að meta styrk verkjar
og gagnlegt er að nota til þess verkjamatskvarða. Þekktasti og virtasti
verkjamatskvarðinn er hinn svokallaði tölukvarði, NRS (e. Numeric
Rating Scale). Þar er sjúklingur beðinn að meta verk sinn á kvarðanum
010 þar sem 0 táknar engan verk en 10 versta mögulega verk að mati
sjúklings. Til að sjúklingur geti notað þennan kvarða þarf hann að hafa
sæmileg tök á óhlutbundinni hugsun. Hann þarf að skilja til hvers er
ætlast af honum við notkun kvarðans og þarf að geta túlkað verkinn sem
hann finnur sem tölu.
Ef sjúklingur á erfitt með að nota tölukvarðann eru til aðrir kvarðar eins
og lóðrétt verkjastika með orðum, andlitakvarðinn og VAS (e. Visual
Analog Scale) sem er flæðandi kvarði þar sem hægt er að meta verk frá
minnsta til mesta styrks án sérstakra kvörðunarpunkta. Sjúklingurinn er
þá beðinn um að benda á stað á stikunni sem samsvarar styrk verkjarins
(mynd 1).
Verkjamat hjá einstaklingum með vitræna skerðingu
Verkjamat hjá einstaklingum með mikla vitræna skerðingu eða tjáskipta
vanda getur verið erfiðara. Hér er mikilvægt að tala við umönnunaraðila
sem þekkir viðkomandi vel og veit hvernig einstak lingur bregst venjulega
við sársauka. Þá skiptir einnig máli að passa að öllum grunnþörfum
sé sinnt, svo sem hungri, þorsta og einmanaleika. Einnig passa að
viðkomandi sé ekki með þvagteppu, hægðatregðu eða ómeðhöndlaða
sýkingu. PAINAD (e. Pain Assessment in Advanced Dementia) er
verkjamatstæki sem ætlað er að meta verki hjá einstaklingum með langt
gengna heilabilun (tafla II).
Verkjamat
og -meðferð
Þórhildur Kristinsdóttir
sérfræðingur í almennum lyflækningum, öldrunar- og líknarlækningum
Tafla I. Verkjasaga.
Hvernig lýsir verkur sér? Stingur, tak, kveisuverkur...
Upphaf, tímalengd, staðsetning, eðli, hvað gerir verk verri/betri?
Hefur verkurinn áhrif á svefn?
Notum mælistikur til að meta styrkleika verkjar.
Hefur sjúklingur fyrri sögu um langvinna verki?
Er fyrri saga um lyfja eða áfengismisnotkun? Þá er ástæða til að fara
mjög varlega með notkun ópíóða.
Ef verkur er langvinnur, þ.e. >3 mánaða saga:
Hefur verkur áhrif á daglega færni?
Spurðu um líkamlega virkni, andlega líðan, svefnvenjur, matarlyst
og þreytu.
Eftir góða sögutöku framkvæmir þú líkamsskoðun til að hjálpa
þér að greina betur orsakir verkjar og svo viðeigandi uppvinnslu.
Hagnýt nálgun