Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 74

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 74
Fr óð lei ku r 73 Ópíóíðar – hvaða lyf á að velja? Það eru engar rannsóknir til sem sýna að eitt ópíóíð lyf sé betra en annað. Þá skiptir máli að kanna hvort val sé um íkomuleið. Getur sjúklingur tekið lyfið um munn eða þarf að nota aðrar íkomuleiðir, svo sem um endaþarm, í æð, undir húð eða á húð? Kostnaður skiptir máli og góð regla er að byrja á að nota ódýrasta lyfið sem sjúklingur þolir. Það skiptir einnig máli hvort sjúklingur hafi einhverjar frábendingar, svo sem nýrnabilun, lifrarbilun eða fyrri sögu um ofnæmi eða aukaverkanir. Hjá sjúklingum með alvarlega nýrnabilun hentar ekki að nota morfín. Morfín er brotið niður í virk niðurbrotsefni sem safnast upp og geta valdið eiturverkun hjá þessum sjúklingum. Oxýkódon og hýdrómorfón eru ekki brotin niður í þessi virku niðurbrotsefni en þau eru skilin út um nýru og ber að nota af varfærni hjá sjúklingum með nýrnabilun. Einu ópíóíðarnir sem ekki skiljast út um nýru eru fentanýl og metadón. Ópíóíðar – skömmtun Hjá öldruðum gildir sú meginregla að byrja á lágum skammti, hækka skammtinn hægt og muna að fylgjast vel með verkun. „Start low and slow but keep going.“ Það er algengt að skammtar séu ekki hækkaðir nægilega. Markmið meðferðar er að minnka verk svo hann verði þolanlegur en það er alls ekki víst að náist að gera sjúkling alveg verkjalausan. Í upphafi meðferðar er skynsamlegast að byrja á stuttverkandi ópíóíð lyfi. Það er mikilvægt að þekkja hvenær hámarksverkun lyfs hefur náðst því á þeim tíma þarf að endurmeta verkjaupplifun sjúklings. Hámarksverkun mismunandi ópíóíða er um það bil sú sama hjá þeim öllum (tafla III). Til að ná skjótri verkjastillingu er best að byrja á lágum eða líklegum skammti af stuttverkandi ópíóíða. Verkjaupplifun er svo endurmetin við hámarksverkun lyfsins. Ef sjúklingur er enn með mikla verki við endurmat þá skal gefa annan skammt sem er 50­100% stærri. Ef verkur er meðalmikill skal gefa annan skammt sem er 25­50% stærri. Þessu er haldið áfram þar til góð verkjastilling fæst. Síðasti skammturinn sem dugði til að ná stjórn á verk er skammturinn sem svo er notaður áfram (mynd 3). Anna er með mikinn verk, 8/10, og við veljum að gefa henni 5 mg af morfíni í æð. Við endurmat, 15 mínútum síðar, líður henni betur en hún er enn með meðalmikinn verk sem hún segir að sé 5/10. Við gefum henni þá annan skammt sem er 50% stærri eða 7,5 mg í æð. Við endurmat 15 mínútum síðar líður henni mun betur. Hún er ekki verkjalaus, segir verk vera 3/10 sem henni finnst þolanlegt. Þar sem Anna getur vel tekið töflur þurfum við að finna jafngildan skammt af morfíntöflum. Ef sjúklingur getur tekið lyf um munn breytum við yfir í jafngildis­ skammt um munn (tafla IV) og gefum fyrirmæli um þann skammt á 4­6 klst. fresti. PN (lat. pro re nata, eftir þörfum) skammtur lyfsins skal vera 1/6 af heildarskammti ópíóíða á sólarhring. Þá reiknum við jafngildisskammt fyrir Önnu: Við gefum fyrirmæli um að Anna fái 20 mg morfín um munn á 6 klst. fresti og 10 mg morfín um munn PN. Við gefum einnig fyrirmæli um heita bakstra við bak, sjúkraþjálfun eftir getu og biðjum hjúkrunarfræðinga að skrá vel og meta reglulega verkjaupplifun. Daginn eftir er Anna með mun minni verki, í mesta lagi 3/10 og hún getur mun betur hreyft sig. Hún þurfti fjórum sinnum að fá 10 mg PN skammt af morfíni síðasta sólarhringinn. Tafla IV. Jafngildistafla. Notuð þegar skipt er um íkomuleið eða skipt er úr einum ópíóíða yfir í annan. Má einnig finna á netinu og í Handbók í lyflæknisfræði. Lyf Um munn (Skammtur í mg) Í bláæð eða undir húð (Skammtur í mg) Morfín 30 10 Hýdrómorfón 7,5 1,5 Kódín 200 ­ Oxýkódón 15 10 Tramadól 150 100 Fentanýl plástur 12,5 míkróg/klst Tafla III. Verkun ópíóíða eftir íkomuleið. Íkomuleið Hámarksverkun eftir... Tímalengd verkunar Gefa á... Í bláæð (iv) 15 mínútur 1­2 klst 2 klst fresti Í húð (sc) eða vöðva (im) 30 mínútur 3­4 klst 4­6 klst fresti Um munn (po) 60­90 mínútur 3­4 klst 4­6 klst fresti Mynd 3. Skömmtun ópíóíða miðað við verkjaupplifun. Vægur verkur 1-3/10 25% hækkun á skammti Meðalmikill verkur 4-6/10 25-50% hækkun á skammti Mikill verkur 7-10/10 50-100% hækkun á skammti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.