Læknaneminn - 01.01.2017, Page 81
Fr
óð
lei
ku
r
80
BARNA- OG UNGLINGAGEÐLÆKNINGAR
Væntanlegt en nákvæm tímasetning óákveðin.
Fjöldi ára: Allt að 5 ár, þ.e. fullt sérnám.
Fjöldi staða: Óákveðið.
Alþjóðleg viðurkenning: Byggt verður á grunni
al þjóð legra leiðbeininga European Union of Medical
Specialists (EUMS) um sérnám í barna og unglinga
geðlækningum og tekið mið af fyrirkomulagi sérnáms
í geðlækningum á Landspítala og tilhögun sérnáms
í öðrum löndum svo sem á Norðurlöndum, Bretlandi,
Frakklandi og Bandaríkjunum.
Skipulögð kennsla: Hálfur dagur í viku er ætlaður til
fræðilegs náms. Að kennslunni koma sérfræði læknar
BUGL og aðrir innlendir og erlendir sérfræðingar.
Vikulega er 4560 mínútna handleiðsla með
sérfræðilækni sem mun fylgja viðkomandi sérnáms
lækni í náminu. Sérnámslæknum gefst kostur á að sækja
námskeið í samtals/viðtalsmeðferð á námstímanum.
Námið skiptist í 42 mánuði á göngudeild og legudeild
BUGL, 12 mánuði á geðdeild og 6 mánuði á barnadeild.
Mat: Árlegt bandarískt stöðupróf fyrir sérnáms
lækna í barna og unglingageðlækningum (Resident
InTraining Examination). Árlegt klínískt próf að vori.
Árlegt mat handleiðara, kennslustjóra og sjálfsmat.
Rannsóknarvinna: Hvatt er til þess að sérnáms
læknir fái þjálfun í rannsóknar og/eða gæðaverkefni
á námstíma.
MEINAFRÆÐI
Væntanlegt haustið 2017.
Fjöldi ára: Allt að 2 ár.
Fjöldi staða: Allt að 4 í heild.
Alþjóðleg viðurkenning: Stefnt að því að fá
viðurkenningu frá Royal College of Pathologists í
Bretlandi fyrir a.m.k. tveggja ára sérnámi í meinafræði.
Einnig er stefnt að því að bjóða upp á eitt ár til
sérmenntunar í réttarmeinafræði.
Skipulögð kennsla: Allir sérnámslæknar fá handleiðara
sem er sérfræðingur á deildinni en allir sérfræðingar
deildarinnar koma að kennslu. Sérnámslæknar fá
leiðsögn varðandi úrskurð vefjasýna, framkvæmd
og frágang krufninga og smásjárskoðun. Einnig eru
haldnir samráðsfundir daglega þar sem farið er yfir
flókin vefjasýni, kennslufundir og fræðslufundir eru
vikulega og sérnámslæknar taka þátt í þverfaglegum
samráðsfundum.
Mat: Ekki stefnt á formleg próf eða verkefnaskil
heldur reglulega endurgjöf frá sérfræðingum auk mats
frá öllum stéttum deildarinnar. Sérnámslæknir heldur
úti námsframvindubók sem verður yfirfarin reglulega
af handleiðara og tvisvar á ári af kennslustjóra.
Rannsóknarvinna: Ekki skylda en hvatt er til þess
að sérnámslæknar taki þátt í vísindavinnu, hvort sem
þeir taki þátt í vinnu annarra eða hafi á hendi sín eigin
rannsóknarverkefni.
BÆKLUNARSKURÐLÆKNINGAR
Hófst haustið 2017.
Fjöldi ára: Allt að 2 ár.
Fjöldi staða: A.m.k. 4 á ári.
Alþjóðleg viðurkenning: Unnið er að því að forma
sérnámið í samræmi við sænsk viðmið.
Skipulögð kennsla: Stuðst verður við þýdda sérnámsbók
félags sænskra bæklunarskurðlækna.
Mat: Í samræmi við sérnámsbókina.
Rannsóknarvinna: Ekki skylda.