Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 87

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 87
Fr óð lei ku r 86 Sérnám erlendis Signý Vala Sveinsdóttir Almennar lyflækningar, blóðlækningar og blóðstorka Hvar? Skåne Universitets sjukhus (SUS) í Lundi/Malmö, Svíþjóð. Hvenær? 2009­2013. Helstu kostir? Sænska heilbrigðiskerfið er mjög virkt og líkist uppbygging þess í meginatriðum því íslenska. Spítalinn er með stórt upptökusvæði (rúmlega ein milljón) og er háskólasjúkrahús sem sinnir bæði kennslu og rannsóknum, auk þess gat ég lokið sérnáminu innan sömu stofnunar. Þar er mjög sterk almenn lyflæknisfræði, blóð lækningar og heimsfrægt blóðstorku „center“ (þær sérgreinar sem ég stefndi á). Fékk metin að fullu deildarlæknisstörf mín frá Íslandi (almenna lyflækningaprógrammið á Landspítala á þeim tíma, alls þrjú ár). Góð handleiðsla, gott skipulag og ég sjálf gat haft mikil áhrif á uppsetningu námsins (sem getur verið galli fyrir suma). Mikill skilningur og nánast gert ráð fyrir að maður stundi rannsóknir og gefinn tími til þess. Gat stundað doktorsnám samhliða vinnunni. Gert er ráð fyrir að maður sitji yfirlitskúrsa sem hluta af náminu og góðir möguleikar á að fara á ráðstefnur (a.m.k. þegar ég var úti). Laun sem hægt er að lifa vel á. Frábær staðsetning, góðar samgöngur, stutt niður á meginland Evrópu. Náði góðum tökum á Norðurlandatungumáli. Helstu gallar? SUS er sjúkrahús sem er skipt upp á tvo staði (Lundur og Malmö), svipað og Landspítali Hringbraut/Fossvogur. Maður þarf sjálfur að passa vel upp á sínar „rotationir“ og að maður sé að fá allt út úr sérnáminu sem maður vill (veit að þetta er að breytast og nú er meiri strúktúr og skráning). Þótt flest allt hafi verið vel virkt voru mörg vandamál á sjúkrahúsinu (sem þó virðast vera alþjóðleg), s.s. álag á bráðamóttöku, vandamál með legupláss, tímabundinn niðurskurður o.s.frv. Val á sérgrein er af mörgum talin ein mikilvægasta ákvörðun hins almenna læknis. Ekki nóg með að velja þurfi sérhæfingu heldur þarf einnig að ákveða hvert skal halda. Ritstjórnin ræddi við nokkra sérfræðinga um upplifun þeirra af sérnámi í mismunandi löndum. Það er von okkar að lesendur hafi bæði gagn og gaman af umfjölluninni. Snjólaug Sveinsdóttir Barnalækningar og nýburalækningar Hvar? Barnalækningar í Malmö á Malmös Universitetssjukhus og nýburalækningar í Lundi á Lunds Universitetssjukhus, Svíþjóð. Hvenær? 2004­2009. Helstu kostir? Gott nám þar sem mikil þjálfun fékkst á góðum spítala og maður fékk fljótt að taka ábyrgð. Auðvelt að komast í rannsóknir samhliða starfi. Helstu gallar? Að vissu leyti óskipulagt og markmið ekki alltaf skýr. Mikil ábyrgð á manni sjálfum varðandi námsframvindu. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Svíþjóð er mjög barnvænt land og því auðveldara en á mörgum öðrum stöðum að sam­ ræma fjölskyldulíf og vinnu. Það er samt þannig í Svíþjóð eins og annars staðar að sérnám er mikil vinna og það fæst ekkert ókeypis. Vinnudagar eru oft langir og mikið álag í vinnunni en góð frí á milli og skilningur fyrir þörfum fjölskyldu til staðar. Birgir Andri Briem Háls-, nef- og eyrnalækningar Hvar? Buskerud Sentral Sykehus í Drammen og Oslo Universitets­ sykehus­Rikshospitalet í Osló, Noregi. Hvenær? 2006­2008 í Drammen og 2008­2010 í Osló. Helstu kostir? Strúktúrerað nám og hægt að fá mikla og góða reynslu á sérnáms tímanum ef maður ber sig eftir því. Fallegt og skemmtilegt land með frábærum árstíðum og veðurfari. Almennt vandað og gott fólk sem er mjög vinveitt Íslendingum. Metnaður í heilbrigðiskerfinu að veita góða þjónustu. Helstu gallar? Fáir gallar. Helst sá að það var mögulegt að komast gegnum sérnámið á fremur ódýran hátt ef metnaður var lítill. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Vinnuálag var alltaf hæfilegt en breytilegt vaktaálag eftir stærð sjúkrahúss (fimm skiptar óbundnar vaktir í Drammen en 15 skiptar bundnar vaktir á Riks hospitalet). Sumarfrí fimm vikur. Fæðingarorlof 10 vikur fyrir föður og svo sameigin legur tími sem ráðstafa mátti til föður eða móður eftir þörfum, alls um 12 mánuðir þegar tekin voru inn sumarfrí og þess háttar. Maður heldur fullum launum (líka vaktlaunum) í orlofi. Gekk mjög vel að samræma fjölskyldulíf og vinnu enda gert ráð fyrir að læknar væru fjölskyldufólk og tekið tillit til þess í vinnuskipulagi. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Það gekk frábærlega. Gott sumar­ og vaktafrí. Hins vegar talsvert vinnuálag og vinnudagurinn frá kl. 8­16:30 formlega þótt maður væri oftast til um 17­18. Gott skólakerfi, tómstundir og fleira fyrir börnin. Mismunandi hvort makar fá vinnu hins vegar. Fæðingarorlof viðurkennt með lítilli launaskerðingu og tryggt að börn fái pláss á leikskólum. Einn besti tími okkar sem fjölskylda!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.