Læknaneminn - 01.01.2017, Page 88

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 88
Fr óð lei ku r 87 Erik Brynjar Eriksson Geðlækningar Hvar? South London and Maudsley NHS Trust, London, Bretlandi. Hvenær? 2010­2013. Helstu kostir? Í Bretlandi eru almennt mjög vel skipulögð prógrömm. Regluleg próf, sem hafa sína kosti og galla, halda manni við efnið en eru ekki alltaf praktísk. Á flestum stöðum fékk ég frábæra hand leiðslu. Heill dagur í hverri viku fór í kennslu, hand leiðslu og samtals meðferðarnám. Kennslan fer fram á Institute of Psychiatry í suður London sem er ein virtasta rannsóknar stofnun í geðlæknis fræði í heiminum. Kennararnir eru því mjög framar lega á sínu sviði akademískt og klínískt. Frábært er að búa í London ef fólki al mennt líkar að búa í stórborg. Þar eru frábærir garðar, matur og tónlist og auðvelt og ódýrt að ferðast til annarra landa. Helstu gallar? Vel skipulögð prógrömm en að sama skapi tak­ markaður sveigjanleiki í kerfinu. Talsverð pappírsvinna skapast af tíðum lögsóknum, þó ekki eins slæmt og í Bandaríkjunum. Á sumum starfsstöðvum voru langar leiðir í og úr vinnu. Almennings samgöngu­ kerfi er dýrt. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Stífleiki í pró­ grammi getur þvælst fyrir fjölskyldulífi, gekk þó vel hjá mér. Sumarfrí var fjórar vikur á ári, oft snúið að taka meira en tvær vikur í einu. Vinnuálag var mun minna en á Landspítala, myndi segja hæfilegt á flestum stöðum. Við vorum með eitt barn á leikskóla. Leikskólar kosta á bilinu 70­150 þúsund á mánuði. Fæðingarorlof er fáeinar vikur. Reyndi ekki á það hjá mér, flutti heim þegar næsta barn var á leiðinni. Borgin er furðu barnvæn, mikið af leikvöllum og skemmtilegum almenningsgörðum. Eggert Eyjólfsson Bráðalækningar Hvar? Christchurch Hospital, Christ church, Nýja­Sjálandi. Hvenær? 2012­2015. Helstu kostir? Bráðalækningar eru mjög sterkar í Ástralíu og Nýja­ Sjálandi. Veðráttan á Nýja­Sjálandi er einnig mjög þægileg, stuttur „vetur“ og langt sumar. Nálægð er við ströndina og fallega náttúru. Góð skíðasvæði á veturna í um klukkutíma fjarlægð frá borginni. Svo þarna er bara allt til alls. Helstu gallar? Fjarlægðin frá Íslandi er klárlega mesti ókosturinn. Christchurch hefur líka gengið í gegnum erfiða tíma undanfarin ár eftir jarðskjálftana 2010 og 2011 sem jöfnuðu miðborgina nánast við jörðu. Mikil uppbygging er því í gangi og því viss uppgangur í bráða­ lækningum líka. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Var ekki með fjöl­ skyldu þegar ég var úti en vinnuvikan á bráðadeildinni er mjög hagstæð fjölskyldulífinu. Þar eins og annars staðar er maður á vöktum en vinnan er alltaf búin þegar maður gengur út af spítalanum. Fyrir hvert unnið ár fær deildarlæknir sex vikur í frí og tekur það út í samráði við deildina. Fæðingarorlof er ekki eins og best verður á kosið á Nýja­Sjálandi, þeir eru heldur aftarlega á merinni þar. Maður fær 18 vikur af greiddu fæðingarorlofi og upp í sex mánuði af launalausu leyfi í tengslum við barneignir. Þetta er þó í endurskoðun í nýsjálenska þinginu og á örugg­ lega eftir að batna í framtíðinni. Sif Hansdóttir Lyflækningar, lungnalækningar og g jörgæslulækningar Hvar? University of Iowa Hospitals and Clinics (UIHC), Iowa City, Bandaríkjunum. Hvenær? Lyflækningar 2001­2004, lungna­ og gjörgæslu lækningar 2004­2007. Rannsóknir frá 2005. Helstu kostir? Stór háskólaspítali og mikil uppbygging á síðustu árum. Upptökusvæðið er stórt og því aldrei skortur á spennandi tilfellum. Óendanleg tækifæri bæði hvað varðar undirsérgreinar og rannsóknarvinnu. UIHC býður upp á sérnám (e. fellowship) í öllum undirsérgreinum lyflækninga. Það er mikilvægt fyrir íslenska lækna að hafa í huga gæði og stærð þeirra „fellowship“ prógrama sem eru í boði á hverjum stað þegar verið er að velja framhaldsnám. Ef læknir stendur sig vel í „residency“ eru ágætis líkur á að fá „fellowship“ stöðu á sama stað. „Fellowship“ stöður eru eftirsóttar og er sérlega erfitt fyrir útlendinga sem eru ekki með græna kortið að komast að. Auk „fellowship“” prógrama fer fram gríðarlega mikið rannsóknarstarf við UIHC og þar eru stórar rannsóknarstofur sem hafa hlotið mikla styrki. Góð samvinna er á milli lækna í sérnámi og sérfræðilækna sem eru mjög aðgengilegir. Í Iowa City er frábært fólk sem er opið fyrir fjölbreytileika og þ.á m. útlendingum. Þetta er mjög frjálslyndur háskólabær með mörgu ungu fólki, menningu, veitingastöðum og börum (#1 party school 2013) og það er brjáluð stemning í kringum ameríska fótboltann. Húsnæði er mun ódýrara en á Íslandi. Helstu gallar? Langt frá Íslandi. Kalt á veturna og heitt á sumrin. Erfitt er að framfleyta fjölskyldu á einum „residency“ launum. Hvernig gekk að samræma fjölskyldulíf og vinnu? Vel með góðri skipulagningu. Það var mikið vinnuálag á köflum, sérstaklega fyrsta árið í „residency“ og aftur fyrsta árið í „fellowship“ en þá lærði maður mest. Það eru líka margir mánuðir þar sem álagið er minna, t.d. á göngudeildum og í ráðgjafarþjónustu. Nú eru tilkomnar í Bandaríkjunum vinnutímatakmarkanir sem voru ekki til staðar þegar ég var í sérnámi. Sumarfrí var 15 virkir dagar á ári. Það er vel hægt að eignast börn í sérnámi í Bandaríkjunum. Hefðbundið fæðingarorlof er sex vikur en síðan er mögulegt að bæta við uppsöfnuðu fríi og sækja um launalaust frí. Við hjónin vorum bæði í sérnámi og eignuðumst tvö börn í náminu og eitt sem sérfræðilæknar. Með skipulagningu og aðstoð frá ömmum og öfum voru börnin okkar öll heima fyrstu mánuðina. Við skipulögðum okkur líka þannig að annað okkar var án vakta fyrsta árið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.