Læknaneminn - 01.01.2017, Page 98
Sk
em
m
tie
fn
i
97
Lungun. (a) barki, (b) hjarta, (c) lungnapípurnar,
sem kvíslast út um lungun, (d) endagreinar og
lungnablöðrur, lítið stækkaðar, (e) lungnablöðrur
mikið stækkaðar. Örvarnar sýna straum eldisins
(O2) og kolsýrunnar (CO2) í slagæðum og
bláæðum.
Meltingarfærin: (a) maginn; (b) skeifugörnin;
(c,d,e,f ) blágirnið; (g) botnlanginn; (h) ristillinn;
(i) lifrin; (k) gallblaðran.
Vöðvar bolsins að utan (a) og að innan (b).
Taugin víðförla (nervus vagus).
Litið inn í augað: (a) Baugvöðvi augans, sem spennir augnasteinshengið (b)
og slakar á því. (c) Vöðvaþræðir í lithimnu, sem víkka ljósopið. (d) Hringvöðvi
lithimnu, sem þrengir ljósopið. Undir lithimnunni sést augasteinninn en ofan
hennar hvelfist sjáaldrið (cornea).
Heyrnarfærin eru mikil töfratæki. (1) Hljómskál úteyrans. (2) Hlustarhárin.
(3) Eyrnamergjarkirtlar. Hlustin smyr sig sjálf. (4) Kvikindagildra. (5)
Hlustargöngin. (6) Hljóðhimnan. (7) Eyrnabeinin þrjú. (8) Kokhlustin, sem sér
um, að loftþrýstingur sé svipaður beggja megin hljóðhimnunnar. (9) Beinþynnur.
(10) Bogagöngin, rúmvitinn, sem sýnir allar rúmvíddir. (11) Hallamælirinn, sem
hefur gætur á jafnvæginu. (12) Hljóðfærið í sniglinum.