Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 112

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 112
Sk em m tie fn i 11 1 Flestir læknar eru meðvitaðir um þennan aðstöðu­ mun en það er ekki nóg – helst þarf að upplifa hann á eigin skinni. Aðstöðumunurinn er nefnilega frekar tilfinning en nokkuð annað. Henni er erfitt að koma í orð en allir þekkja hana. Þessi tilfinning kemur í aðstæðum þar sem maður hefur leitað hjálpar vegna einhvers. Í henni felst sú upplifun að maður eigi að skilja það sem útskýrt er fyrir manni og að upplýsingarnar séu mikilvægar. Maður sér að viðmælandinn gerir einfaldlega ráð fyrir að ýmis hugtök sem hann notar séu svo augljós að þau þurfi ekki útskýringu. Vegna þessa leyfir maður samtalinu að halda áfram í þeirri von að þetta skýri sig allt í stað þess að spyrja. Hægt og rólega áttar maður sig á því að sam talið hefur gengið of lengi til þess að spyrja um þessa „augljósu“ hluti án þess að líta asnalega út, þannig að maður sleppir því frekar. Allir læknar hafa upplifað þessa tilfinningu. Þetta er sú tilfinning sem læknanemar upplifa meirihlutann af sínu námi. Því miður verður erfiðara og erfiðara að muna hversu týndur maður var í upp­ hafi námsins. Sú minning er því skammgóður vermir. Upplifunin þarf að vera regluleg. Vegna sérþekkingar sem læknar búa yfir er hæpið að sú tilfinning fáist innan heilbrigðiskerfisins.* Það er einstaklingsbundið hvar hægt er að leita uppi þessa tilfinningu og eitt gildir ekki fyrir alla. Eftirfarandi aðstæður vekja upp þessa tilfinningu hjá mér. Bíllinn minn var framleiddur um það leyti sem Brangelina varð til. Eins og við vitum er aldur bara tala en þess utan hefur mér tekist að fara alveg stórkostlega illa með bílinn. Nýlega fór að heyrast skrítið hljóð í honum svo ég fór með hann á verkstæði. Þar tók við mér eflaust indæll maður sem spurði mig strax hvort ég hefði skipt reglulega á filternum eða tékkað á smurningunni. Ég laug því að þetta væri bíll konu minnar. Ég vissi ekki almennilega hvað filter eða smurning voru en ég vissi að ég hafði ekki gert það. Það reyndist vera vandamálið. Ég fékk góða þjónustu og vel var komið fram við mig. En ég var feginn að fara þaðan. Fyrir nokkrum árum stóð ég í íbúðarkaupum. Á þriggja mánaða tímabili þurfti ég að sitja ótal fundi og ræða verðtryggingu, breytilega vexti, stimpilgjald, fasteignamat, þinglýsingu og ótal önnur hugtök sem ég hef enn þann dag í dag einungis óljósa hugmynd um. Þessir þrír mánuðir voru óþægilegustu mánuðir lífs míns. Ég þurfti að leggja allt mitt traust (og allt mitt fé) í hendur fasteignasala sem ég þekkti ekkert. Ég fékk góða þjónustu og vel var komið fram við mig. En mikið var ég feginn að þurfa aldrei að tala við hann aftur. Ég hvet alla læknanema til að rifja reglulega upp aðstæður þar sem þeir hafa upplifað þessa tilfinningu og setja það í samhengi við sín samskipti við sjúklinga. Það gerir vinnudaginn ánægjulegri og ver gegn starfsþreytu – eða gerir það að minnsta kosti fyrir mig. *Þó eru nokkrar undantekningar. Manni er hollt að leita uppi innkirtlasérfræðing á árs fresti og spyrja hann út í uppvinnslu hýpókalsemíu. „Þetta námsefni er kennt af læknum sem sjálfir tilheyrðu svipuðum hópi og lærðu svipað námsefni kennt af læknum áratugum áður.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.