Læknaneminn - 01.01.2017, Page 115
Sk
em
m
tie
fn
i o
g p
ist
lar
11
4
Vorið 2016 fór ég til Japans
til að vinna BS verk efnið
mitt við Hokk aido há skóla.
Leið bein andi minn, Tak uya
Saito, er yfir prófessor við
barna og unglinga geðdeild
Hokkaido háskóla sjúkra
hússins. Í stuttu máli fjallaði
rannsóknar verk efnið um
saman burð á tíðni maníu í
börn um í Banda ríkjunum,
Bretlandi og Japan.
Japan er mitt annað heimaland og ég á ættingja þar.
Því ætlaði ég mér að nýta tækifærið og vinna þar
BS verkefnið mitt. Mér vitanlega hafði enginn við
Læknadeild Háskóla Íslands unnið BS verkefni
í Japan eða farið í skiptinám við Hokkaido háskóla.
Ég sendi tölvupóst til leiðbeinanda míns og fékk
strax jákvætt svar. Eftir það hafði ég samband við
Alþjóðaskrifstofu læknadeildarinnar úti og upphófst
þá mikil pappírsvinna. Fyrst þurfti að koma á fót
samningi á milli læknadeildarinnar hérna heima
og úti áður en umsókn mín gæti gengið í gegn.
Blessunarlega gekk þetta allt saman upp og ég
lagði af stað í litla ævintýrið mitt til lands hinnar
rísandi sólar.
Japan er eyjaklasi sem samanstendur af óteljanlega
mörgum eyjum. Stærstu eyjarnar eru Hokkaido,
Honshu, Kyushu og Shikoku. Hokkaido er þeirra
nyrst og Sapporo er stærsta borgin þar. Hokkaido
svipar til Íslands að mörgu leyti. Þar er kalt, lambakjöt
er vinsælasta kjöttegundin og fólkið er rólegt og
vingjarnlegt. Því var mjög auðvelt fyrir Íslendinginn
Önnu Maríu að venjast lífinu þar.
Þegar ég lenti á Chitose flugvelli, rétt við Sapporo,
var miðnætti og kalt úti (11°C). Yfir öllu var þykkt
snjólag, allt var hljótt og niðamyrkur úti. Þetta var
í fyrsta skipti sem ég ferðaðist ein til útlanda og
í fyrsta skipti sem ég fór til Japans að vetri til.
LAND HINNAR
RÍSANDI SÓLAR
BS verkefni í Japan
Anna María Toma
fjórða árs læknanemi 2016-2017