Læknaneminn - 01.01.2017, Page 121
Sk
em
m
tie
fn
i
12
0
Í júlí 2016 fór ég í skipti
nám til Ghana á vegum
Alþjóða nefndar lækna
nema. Ég á einstaklega
góðar minningar af þessum
fjórum vikum!
Ghana er mjög grænt og
fallegt land með skógum,
fossum, strönd um og fjöl
breyttu dýralífi. Allir voru ótrúlega vinalegir og leið
ekki sá dagur að ég heyrði ekki hressa popptónlist á
götunum, sá fólk að grínast eða brosa sínu breiðasta.
Á hverjum degi fór ég til „The Mango Lady“ sem var
rétt hjá gististað mínum og keypti mér bestu mangó,
ananas og banana sem ég hef á ævinni smakkað.
Hins vegar er landið alls ekki full komið, mikið er um
stéttaskiptingu og fátækt á ákveðnum svæðum og
vandamál með rusl og náttúruvernd.
Ég gisti á stúdentagarði læknanema sem staðsettur
var rétt hjá spítalanum og var því aðeins um fimm
mínútur að ganga á spítalann. Fyrstu dagana var
ég í húsnæði þar sem ekki var rennandi vatn og
var það sérstök reynsla. Ég þurfti þá að fylla fötur
úr vatnstönkum á jarðhæðinni, bera upp á fimmtu
hæð í stærri fötu þar sem ég geymdi vatnið og notaði
svo til að þvo mér og sturta niður úr salerninu. Ég
var svo seinna færð í betra húsnæði nær hinum
skiptinemunum þar sem (oftast) var rennandi vatn
í húsinu.
Mánuðinn í Ghana var ég á fæðinga og kven
sjúkdóma deild á Korle Bu Teaching Hospital
í höfuð borginni Accra. Ég var alveg fáránlega sátt
með skiptin mín á þessum spítala og fannst ég læra
og upplifa fullt! Hver nemi er settur í sérstakt teymi
lækna og er hvert teymi með ákveðna dagskrá, til
dæmis einn dagur á kvensjúkdóma skurðstofunni,
einn á kvennagöngudeild, einn í mæðravernd o.fl.
Ég fékk frelsi til að ráða mér þó nokkuð og fór ég
oftast á fæðingagangana (tveir gangar; einn með
GYNECOLOGIA
Í GHANA
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
fimmta árs læknanemi 2016-2017
„Allir voru ótrúlega vinalegir
og leið ekki sá dagur að ég
heyrði ekki hressa popptónlist
á götunum, sá fólk að grínast
eða brosa sínu breiðasta.“
Sumarskipti eftir 4. ár