Læknaneminn - 01.01.2017, Page 122
Sk
em
m
tie
fn
i
12
1
skurðstofum og annar fyrir konur án áhættuþátta). Allir
í teyminu mínu voru rosalega almennilegir og skemmtilegir
og upplifði ég ekkert nema það að ég væri velkomin.
Spítalinn var auðvitað ekki jafn vel búinn og spítalar
á Íslandi en allir gerðu sitt besta miðað við aðstæður. Ekkert
tölvukerfi var til staðar, því voru allar skýrslur á pappírsformi
og lágu hjá sjúklingunum og röntgenmyndir voru
á filmum. Ekki voru sérstaklega strangar hreinlætisreglur
og gekk einn sprittbrúsi á milli sérfræðinganna. Á deildinni
minni voru minnstu sjúkrastofurnar með fjórum rúmum
fyrir konurnar (og oftast tvær dýnur á gólfinu fyrir aðrar
konur og því sex saman á stofu). Stóra rýmið var með um
21 rúmi og dýnum til viðbótar á gólfinu (fyrir fleiri konur
og börnin). Ég sá alveg ótrúlega fjölbreytt og áhugaverð
tilfelli á spítalanum, mörg sem ég kem hugsanlega aldrei
til með að sjá á Íslandi.
Það var líka ótrúlega skemmtilegt að kynnast lækna
nemum frá mismunandi löndum í skiptináminu. Við
gerðum eitthvað saman á hverju kvöldi, til dæmis
borða saman, fara á salsakvöld og dansa eða fá okkur
bjór. Við nýttum líka helgar mjög vel og ferðuðumst
allar helgarnar í mánuðinum. Við fórum til dæmis til
norður og suður Ghana þar sem við kíktum í þjóðgarða,
sáum fallega náttúru og dýralíf (fíla, apa, bavíana o.fl.),
fræddumst um sorglega sögu þræla frá Ghana, fórum
í fjallgöngur og fleira. Mér fannst ómetanlegt að fá að
kynnast öllum þessum læknanemum og eignaðist ég
góða vini um allan heim sem ég er ennþá í sambandi við.
Ég mæli eindregið með að fara í skipti til Ghana. Ég sá
ekki bara áhugaverð læknisfræðileg tilfelli og fékk að
kynnast öðruvísi heilbrigðiskerfi, heldur eignaðist ég góða
vini, sá fallega náttúru og kynntist áhugaverðri menningu.
Ef þú hefur einhverjar spurningar um skiptin þá máttu
endilega hafa samband við mig!
„Ég þurfti þá að fylla fötur úr
vatnstönkum á jarðhæðinni,
bera upp á fimmtu hæð í stærri
fötu þar sem ég geymdi vatnið
og notaði svo til að þvo mér og
sturta niður úr salerninu.“