Læknaneminn - 01.01.2017, Page 125
Sk
em
m
tie
fn
i
12
4
Sjötta árið í læknadeild er að mörgu
leyti frábrugðið fyrri árum. Það mætti
segja að þá sé verið að stappa í þær eyður
sem hugsanlega gætu verið til staðar
í þekkingu læknanema með ýmsum
skrítnum smákúrsum. Það besta við
sjötta árið og án efa lærdómsríkasta
er þriggja mánaða valtímabilið. Fólk
nýtir þennan tíma á misjafnan hátt en
margir kjósa að leggja land undir fót
og kynnast lækningum í fjarlægum
löndum. Við þrjár völdum að halda til
SuðurAfríku en með hjálp Hilmars
Kjartanssonar bráðalæknis fengum
við pláss á bráðamóttöku í Pieter
maritz burg á sjúkrahúsinu Eden
dale. Þetta er ríkisrekinn spítali með
900 sjúkrarúm og þjónar hann stóru
upptöku svæði. Þangað leita helst þeir
sem lítið hafa milli handanna og búa
margir af sjúklingunum í fátækrahverfi
(e. township) kringum spítalann. Mis
skipting auðs og lífsgæða er ansi
áþreifanleg í SuðurAfríku og sést það
glögglega á ýmsu í rekstri spítalans
sem er þrátt fyrir það sæmilega tækjum
búinn og aðbúnaðurinn betri en gengur
og gerist í öðrum Afríkuríkjum.
Bráðamóttakan flokkast sem „level 1
traumacenter“ og tekur því einnig
við alvarlega veikum/slösuðum sjúk
lingum frá minni héraðssjúkrahúsum
á svæðinu. Á bráðamóttökunni er gott
ómtæki og læknarnir gera mikið af
því að FASTóma trauma sjúklinga.
Einnig er blóðgasavél sem notuð er
óspart. Aðstaða til myndgreiningar
var mjög slæm, en allar þær sex vikur
sem við vorum á staðnum var eina
tölvusneiðmyndatæki spítalans bilað
og ekkert segulómtæki var til staðar.
Allar röntgenmyndir voru framkallaðar
á filmu og lesið úr þeim þannig. Allar
sjúkraskrár voru handskrifaðar og það
var á ábyrgð sjúklingsins að geyma sína
sjúkraskrá og passa upp á öll gögn.
Áhugaverðast var að sjá muninn
á sjúk linga hópnum sem leitaði á bráða
móttökuna. Yfirgnæfandi meirihluti
sjúk linganna var með HIV og því sáum
við mikið af fylgi kvillum tengdum HIV
og lyfja meðferðinni við HIV. Aðrir sjúk
dómar sem voru algengir en sjást sjaldan
á Íslandi voru til dæmis berklar. Oft var
einnig löng töf á að sjúklingar leituðu á
spítala og því sáum við mörg tilfelli af
alvarlegri ketónblóðsýringu (DKA) og
blóðsykursfalli. Mikið var um alvarleg
slys, bílslys, stunguáverka (sérstaklega
eftir sveðjur) og alvarlega bruna þar sem
fólk brann illa við að elda á hlóðum.
AF LÆKNINGUM
OG APARASSGÖTUM
Í EDENDALE
Linda Ósk Árnadóttir, kandídat 2016-2017
Ester Viktorsdóttir, kandídat 2016-2017
Edda Pálsdóttir, kandídat 2016-2017
Valtímabil á 6. ári í Suður-Afríku
Linda, Ester og Edda.