Læknaneminn - 01.01.2017, Page 125

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 125
Sk em m tie fn i 12 4 Sjötta árið í læknadeild er að mörgu leyti frábrugðið fyrri árum. Það mætti segja að þá sé verið að stappa í þær eyður sem hugsanlega gætu verið til staðar í þekkingu læknanema með ýmsum skrítnum smákúrsum. Það besta við sjötta árið og án efa lærdómsríkasta er þriggja mánaða valtímabilið. Fólk nýtir þennan tíma á misjafnan hátt en margir kjósa að leggja land undir fót og kynnast lækningum í fjarlægum löndum. Við þrjár völdum að halda til Suður­Afríku en með hjálp Hilmars Kjartanssonar bráðalæknis fengum við pláss á bráðamóttöku í Pieter­ maritz burg á sjúkrahúsinu Eden­ dale. Þetta er ríkisrekinn spítali með 900 sjúkrarúm og þjónar hann stóru upptöku svæði. Þangað leita helst þeir sem lítið hafa milli handanna og búa margir af sjúklingunum í fátækrahverfi (e. township) kringum spítalann. Mis­ skipting auðs og lífsgæða er ansi áþreifanleg í Suður­Afríku og sést það glögglega á ýmsu í rekstri spítalans sem er þrátt fyrir það sæmilega tækjum búinn og aðbúnaðurinn betri en gengur og gerist í öðrum Afríkuríkjum.   Bráðamóttakan flokkast sem „level 1 trauma­center“ og tekur því einnig við alvarlega veikum/slösuðum sjúk­ lingum frá minni héraðssjúkrahúsum á svæðinu. Á bráðamóttökunni er gott ómtæki og læknarnir gera mikið af því að FAST­óma trauma sjúklinga. Einnig er blóðgasavél sem notuð er óspart. Aðstaða til myndgreiningar var mjög slæm, en allar þær sex vikur sem við vorum á staðnum var eina tölvusneiðmyndatæki spítalans bilað og ekkert segulómtæki var til staðar. Allar röntgenmyndir voru framkallaðar á filmu og lesið úr þeim þannig. Allar sjúkraskrár voru handskrifaðar og það var á ábyrgð sjúklingsins að geyma sína sjúkraskrá og passa upp á öll gögn.      Áhugaverðast var að sjá muninn á sjúk linga hópnum sem leitaði á bráða­ móttökuna. Yfirgnæfandi meirihluti sjúk linganna var með HIV og því sáum við mikið af fylgi kvillum tengdum HIV og lyfja meðferðinni við HIV. Aðrir sjúk­ dómar sem voru algengir en sjást sjaldan á Íslandi voru til dæmis berklar. Oft var einnig löng töf á að sjúklingar leituðu á spítala og því sáum við mörg tilfelli af alvarlegri ketónblóðsýringu (DKA) og blóðsykursfalli. Mikið var um alvarleg slys, bílslys, stunguáverka (sérstaklega eftir sveðjur) og alvarlega bruna þar sem fólk brann illa við að elda á hlóðum.   AF LÆKNINGUM OG APARASSGÖTUM Í EDENDALE Linda Ósk Árnadóttir, kandídat 2016-2017 Ester Viktorsdóttir, kandídat 2016-2017 Edda Pálsdóttir, kandídat 2016-2017 Valtímabil á 6. ári í Suður-Afríku Linda, Ester og Edda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.