Læknaneminn - 01.01.2017, Side 126

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 126
Sk em m tie fn i 12 5   Á meðan dvölinni stóð gistum við í „Doctor‘s quarters“ sem er hluti af öðru sjúkra húsi en þaðan tók um 20 mínútur að keyra til Edendale. Þrátt fyrir að hafa fengið loforð um fullbúna íbúð og sundlaug þá stóðst lítið af þeim loforðum og eftir sex vikna dvöl var orðið ansi þreytt að gista í gömlum rúmfatnaði af spítalanum með skýrum ummerkjum ýmissa líkamsvessa, þurfa að sturta niður úr klósettinu handvirkt og fara í gegnum öryggisleit tvisvar á dag. Okkur lék forvitni á að vita að hverju væri verið að leita í öryggisleitinni. Ekki stóð á svörum en það sem helst var verið að passa var að við tækjum CT tækið ekki með út af spítalanum eða reyndum að smygla inn líkum. Til að bæta upp fyrir auman lifnað í „Doctors quarters“ fórum við í ferðalög til að skoða okkur um alla frídaga sem við áttum. Þá nutum við lífsins með alls konar sætum og misóbærilegum dýrum. Við lentum tvisvar í innbrotum í íbúðina okkar en í bæði skiptin voru þar gráðugir apar á ferðinni sem átu allt sem tönn á festi og klóruðu sér á lúsétnum kroppum með tannburstunum okkar. Við keyrðum líka um langan veg til að skoða fjallalandið Lesotho og gistum í ótrúlega fallegu litlu þorpi sem heitir Malealea. Við áttuðum okkur því miður ekki á að símarnir okkar virkuðu ekki þarna því við vorum komnar í annað land. Svo meðan við nutum náttúrunnar og lífsins lystisemda var fólkið okkar heima á Íslandi að hringja um allar trissur að reyna að finna okkur. Þó ýmsar hættur leynist í Suður­Afríku leið okkur mjög vel þar enda er landið algjörlega stórbrotið hvað náttúrufegurð og dýralíf varðar. Ekki spillti heldur hvað okkur var vel tekið af deildarlæknum og nemum á spítalanum og var okkur boðið í mörg epísk partý sem við skorum á FL að taka sér til fyrirmyndar. Til dæmis var haldið stórkostlegt froðu­ og hoppukastalapartý á fimmtudegi í heimahúsi. Reyndar var fremur ámælisvert að allir keyrðu heim úr partýinu eins og ekkert væri sjálfsagðara nema varkáru Íslendingarnir. Okkur var einnig tekið mjög vel af öðru starfs fólki spítalans og sérfræðingarnir voru mjög kennsluglaðir.   Við mælum því heilshugar með að fara til Eden dale á sjötta árs valtímabilinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.