Læknaneminn - 01.01.2017, Page 127

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 127
Sk em m tie fn i 12 6 Á vordögum 2016 kviknaði hugmynd í hópi nokkurra fjórða árs lækna nema. Anna­ sömum vetri í klíník var að ljúka og farið að glitta í ljós við enda Landspítalaganganna. Okkur hafði lengi langað að sýna stuðning í verki við bekkjarsystur okkar og fjölskyldu hennar, stuðning við málefni sem er þeim afar hugleikið. Þegar við horfðum til baka yfir liðinn vetur fundum við þörf fyrir handhægt og stutt upp­ flettirit til að hafa í vas anum á hvíta sloppnum. Rit sem hefði að geyma ýmsar upplýsingar sem maður þarf endurtekið að fletta upp í klíníkinni. Því var ákveðið að slá þessar tvær flugur í einu höggi – setja saman og selja lítið uppflettirit til styrktar góðu málefni. Blásið var til funda um sumarið og smám saman stækkaði hópurinn sem frétti af verkefninu og vildi taka þátt. Á endanum voru það 11 bekkjarsystur sem skiptu með sér verkum og komu sér saman um efni hins nýja uppflettirits. Ákveðið var að gefa út vasabók á haust­ mánuðum 2016 til styrktar Alzheimer ­ samtökunum, hags muna samtökum fólks með heila bilun. Fengnir voru styrktar aðilar til að fjármagna prentun bókarinnar svo að sem stærstur hluti ágóðans gæti runnið til samtakanna. Stuðst var við traustar og áreiðan­ legar heimildir þegar efni bók arinnar var skrifað. Í fyrstu stóð til að við myndum sjálfar setja upp bókina en sem betur fer var horfið frá þeirri hugmynd – það hefði líklega endað með ósköpum. Karen María Magnúsdóttir tók að sér uppsetningu bókarinnar fyrir brot af þeirri upphæð sem eðlilegt hefði talist og Sindri Aron Viktorsson læknir sá um fræðilegan yfirlestur án endurgjalds. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Útkoman var Minnisbókin, lítil og handhæg vasabók sem við erum ákaflega stoltar af. Hún inniheldur ýmsa handhæga klíníska punkta, til dæmis um sögutöku og skoðun, niðurstöður algengra blóðrannsókna, greiningarskilmerki og skemmtilegar minnisreglur. Við vorum vongóðar um að bókin fengi góðar viðtökur enda eru læknanemar almennt opnir fyrir nýjungum og boðnir og búnir til að aðstoða þegar á reynir. Í fyrstu var gert ráð fyrir að upplagið yrði í kringum 150 bækur og voru klínískir læknanemar aðal markhópurinn. Annað kom hins vegar á daginn. Bókin fékk mun betri viðtökur en við þorðum nokkurn tímann að vona, ekki aðeins meðal læknanema á Íslandi heldur einn ig meðal kandídata og íslenskra læknanema í Ung verja landi og Slóvak íu. Að endingu voru 500 eintök prentuð. Nokk rar bækur stóðu út af og því var ákveðið að aug lýsa þær til sölu á Facebook síðu ís lenskra lækna. Við tökurnar þar létu ekki á sér standa og það varð úr að 130 bækur voru prentaðar til viðbótar. Alls söfnuðust rúmlega 800.000 krónur og var fjárhæðin afhent Alzheimer samtökunum á aðalfundi félagsins 11. maí 2017. Hugmyndin sem kviknaði vorið 2016 varð að veruleika og viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum. Meirihluti íslenskra læknanema keypti Minnisbókina auk fjölmargra lækna, bæði hérlendis og erlendis. Það eru forréttindi að vera hluti af samfélagi sem tekur heilshugar undir verkefni sem þetta. Í læknanemum býr mikill auður og með viljann að vopni má nýta hann til margra góðra verka. Við vonum að Minnisbókin nýtist læknanemum og læknum nær og fjær við klínískt nám og starf. Kærar þakkir fyrir stuðninginn og frábærar undirtektir. MINNISBÓKIN Olga Sigurðardóttir fimmta árs læknanemi 2016-2017 Aðstandendur bókarinnar (talið frá vinstri): Freyja Sif Þórsdóttir, Eva Fanney Ólafsdóttir, Signý Lea Gunnlaugsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir, Olga Sigurðardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Bríet Einarsdóttir, Helga Björk Brynjarsdóttir, Elín Óla Klemenzdóttir, María Björk Baldursdóttir og Árni Sverrisson, formaður Alzheimersamtakanna. Á myndina vantar Hallberu Guðmundsdóttur og Mörtu Sigrúnu Jóhannsdóttur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.