Læknaneminn - 01.01.2017, Page 130
Sk
em
m
tie
fn
i
12
9
1 Þú ert með a.m.k. eina anatómíu mynd eða
höfuðkúpulampa í her berg inu þínu.
(1 stig)
2 Þú hefur notað anatómíu hliðar töskuna sem fylgdi
með Thieme atlasnum þínum.
(2 stig)
3 Þú hefur tekið með þér hlustunarpípu, reflex hamar
eða tunguspaða í fjölskylduboð.
(1 stig ef óvart, 2 stig ef viljandi)
4 Þegar þú hittir bekkjarfélaga þína þá heilsarðu með:
„Sæll kollegi.“
(1 stig)
5 Þú hefur lent í rifrildi um hvaða anatómíu atlas er
bestur.
(1 stig)
6 Uppáhaldsþættirnir þínir teng jast allir læknisfræði
(dæmi: Grey’s Anatomy, ER, House, Scrubs) eða
fræðsluefni um læknisfræði.
(1 stig, ef Acland þá 2 stig)
7 Þú hefur borðað sex eða fleiri mötu neytismáltíðir
á Land spítalanum í sömu viku.
(1 stig)
8 Þú hefur keypt lambahjörtu (eða annað líffæri) til að
æfa skurðtæknina.
(2 stig)
9 Fjölskyldan þín er hætt að hlusta á þig því þú talar
ekki um annað en læknisfræði.
(1 stig)
10 Þú hefur tekið auka nemavakt bara af því að þig
langaði til þess.
(2 stig)
11 Það hefur ekki tekið því að fara heim svo þú hefur
gist yfir nótt á Landspítalanum (t.d. á Súðinni) eða
í Læknagarði.
(2 stig)
12 Ef þú ert að horfa á bíómynd þar sem ákveðinn
sjúkdóm ber á góma, þá stoppar þú myndina og
gúglar sjúkdóminn og/eða lýsir honum fyrir þeim sem
eru að horfa á myndina.
(1 stig).
13 Þú notar anatómísk orð til að lýsa einhverju
í daglegu lífi, dæmi: proximalt eða lateralt.
(1 stig)
14 Þú hefur fengið óstjórnlega löngun til að setja upp
nál í girnilegar æðar vina þinna eða ókunnugra.
(1 stig, 2 stig ef þú hefur nefnt það upphátt við
ókunnugan)
15 Þú ert með hvítan slopp heima sem þú mátar
reglulega og lætur þig dreyma um að vera læknir.
(1 stig)
16 Þú hefur labbað fram hjá spegli í sloppi og grænu
og hugsað: „Dayum I look good.“
(1 stig)
17 Þú greinir anatómíu kjötsins sem er í matinn,
dæmi: „Aha, hér er ligamentum teres!“ yfir
sunnudags lambalærinu.
(1 stig)
18 Þú hefur komið við í Læknagarði eftir djamm.
(2 stig)