Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 136
Sk
em
m
tie
fn
i
13
5
Hjartadeildin
Eftir að hafa verið niðurlægður fyrir að snúa EKG blaðinu
vitlaust og halda að TnT væri sprengiefni er fátt sem hlýjar
meira um hjartarætur en rjúkandi hafragrautur. Friðgeir,
eða séra Friðgeir eins og hann er kallaður, kann sko aldeilis
grautinn að elda. „Já, leyniuppskriftin er að hægsjóða hafrana
upp úr 0,9% NaCl 2000mL/klst sídreypi, því ber að fagna“
segir Friðgeir og hlær eins og honum einum er lagið. Já, ekki
eru allir jafnir og því hærra sem þú ert því betra er lífið.
13D
13D, eða Gullfoss Landspítalans eins og deildin er réttilega
kölluð, býður upp á fjölbreytta afþreyingu og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna og því tilvalið að taka ömmu og afa
með. Kjörorð deildarinnar eru: „Aldrei kalt á puttunum“.
En 13D er þó ekki bara hlý fyrir puttana. Deildin státar sig
af sængurveralausum sængum og kexskáp á heimsmælikvarða.
Skápurinn komst nýlega á heimsminjaskrá UNESCO, geri
Hjartagáttin betur.
KEXIÐ
Handbókin, sýklalyfjabæklingurinn og Uptodate eru high
yield fyrir spítalalífið en hafa þó ekki tærnar þar sem Pólókexið
hefur hælana. Ef þú ratar ekki í kexskápinn er akút múskúlar
atrófía yfirvofandi. Þannig er það bara, Póló = Yóló. Þegar þú
ert mætt/ur inn á deild er ekkert mikilvægara en að læra hvar
kexskápurinn er, en hvenær er staður og stund fyrir kexát?
Vinirnir ræða mál líðandi stundar. Sjá málverk í bakgrunni.
Kaffivagninn á Hjartadeildinni er gjöf frá
Kaffivagninum að Grandagarði í tilefni
vetrarólympíuleikanna í Lillehammer 1994.
Jura er ekki bara tímabil í sögu jarðar nefnt eftir
„Jura“ fjöllunum í Ölpunum, heldur einnig fjandi
góð kaffivél.
Talið frá vinstri: Kristján, „séra“ Friðgeir og Ágúst.
„All about dem Benjamins.“