Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 151

Læknaneminn - 01.01.2017, Síða 151
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 0 viðmið=115.677). Einungis var metin áhætta á fyrsta blóðsega og þeim blóðsegum sem áttu sér stað síðar en 30 dögum fyrir NHL greiningu tilfellis. Kaplan Meier gröf voru notuð til að meta áhættu á blóðsegum og logrank próf var framkvæmt til að meta marktækni. Notast var við Cox aðhvarfsgreiningarlíkan til að fá áhættuhlutföll (e. hazard ratio; HR) leiðrétt fyrir greiningaraldri, kyni, greiningarári og fyrri sögu um blóðsega. Forritið R var notað fyrir tölfræðilega úrvinnslu. Niðurstöður: NHL sjúklingar höfðu marktækt aukna áhættu á að fá blóðsega miðað við samanburðarhóp (HR: 1,58; 95% ÖB: 1,53­1,60). Áhættan var marktækt meiri fyrir alla þrjá undirflokka blóðsega; djúpbláæðasega (HR: 3,11; 95% ÖB: 2,93­3,31), lungnablóðrek (HR: 3,16; 95% ÖB: 2,95­3,39) og slagæðasega (HR: 1,20; 95% ÖB: 1,16­1,23). Áhætta á blóðsegum minnkaði marktækt hjá viðmiðunarhóp milli tímabilanna 1980­1989 og 2000­2013 (HR: 0,87; 95% ÖB: 0,85­0,90) en áhætta á blóðsegum breyttist ekki marktækt á rannsóknartímabilinu hjá NHL tilfellum. Marktækt aukin áhætta var á blóðsegum fyrir NHL sjúklinga óháð fyrri sögu um blóðsega. Nýgengi blóðsega hjá NHL sjúklingum byrjaði að aukast miðað við samanburðarhóp um fimm mánuðum fyrir greiningu NHL, og náði há­ marki mánuði fyrir greiningu. Áhættan hélst aukin út fyrsta árið eftir greiningu. Ályktanir: Í þessari rannsókn sýndum við fram á að aukin áhætta er fyrir sjúklinga með NHL að greinast með blóðsega miðað við samanburðarhóp. Rúmlega þrefalt aukin áhætta er fyrir djúpbláæðasega og lungnablóðrek, en einnig var marktækt aukin áhætta á slagæðasegum þegar leiðrétt hafði verið fyrir mögulegum bjögunarþáttum. Af þessari rannsókn mætti draga þá ályktun að við greiningu á NHL aukist segahneigð. Nokkrir þættir gætu átt þar hlut að máli, þ.á.m. lyfjameðferð og veikindi í kjölfar hennar sem og sjúkdómurinn sjálfur. Miðað við að nýgengisaukningin hafi verið mest fyrir og í kringum greiningu NHL hjá tilfellum mætti draga þá ályktun að æxlið sjálft hafi mikil áhrif á segahneigð þessara sjúklinga. Prepubertal mania: Diagnostic differences in US, UK and Japanese clinicians Anna María Toma1, Takuya Saito, M.D., PhD2 1University of Iceland, Faculty of Medicine, 2Hokkaido University Graduate School of Medicine, Department of Child and Adolescent Psychiatry Introduction: Despite having internationally operationalized diagnostic manuals of mental disorders, there are cross­national differences in the diagnosis of many mental diseases. In the years 1996­ 2004, diagnosis of mania in children and adolescents increased significantly in the United States. The study raised the question of whether this significant increase in diagnosis was a universal phenomenon or specific to the US. In 2008, Dubicka B. et al. published a paper about diagnostic difference in pediatric mania between clinicians in the US and UK in the European Child & Adolescent Psychiatry Journal. This lead to more studies being conducted on this matter, and more importantly, it promoted other studies on how childhood mood disorders should be assessed. A new model for pediatric mood disorders was proposed and has been added into the DSM­5 diagnostic criteria to avoid overdiagnosis of pediatric bipolar disorder. Objective: This study had two aims: First, to obtain a new perspective in cross­cultural differences in pediatric bipolar disorder diagnoses between two English­speaking Western countries and Japan, and second, to assess whether there is a cross­cultural difference in how pediatric depressive disorder is diagnosed. Material and methods: A questionnaire with five case vignettes was used to evaluate difference in diagnosis of complex cases. The last vignette had a classical case of mania, which was used as a control. The vignettes in the original study were translated into Japanese and distributed to Japanese child and adolescent psychiatrists. Data from the original research was combined with the data from Japan. Statistical analyses were conducted using SPSS to test the significance of differences in each case. Results: US clinicians generally diagnosed mania in children more often than UK and Japanese clinicians (P=<0.001). In Case 1, Case 2, and Case 4, US clinicians diagnosed mania more frequently when compared to UK and Japanese clinicians, with P=<0.001 for Cases 1 and 2, and P=0.008 for Case 4. Japanese clinicians diagnosed mania more frequently in Case 3 compared to the other two groups, with P=<0.001. UK clinicians diagnosed mania least often in all of the cases. All three groups agreed on a mania diagnosis in the last case. Conclusion: There was a cross­national difference in how clinicians interpreted mania­like symptoms in children. These differences in perception of symptoms can lead to different diagnosis for the same case between nations, which again would have great influence on the following treatment. Therefore, it is vital to perform more cross­cultural research on mental diseases in children and adolescents. Bráðar garnasýkingar á Barna­ spítala Hringsins 2010­2015 Anton Valur Jónsson1, Valtýr Stefánsson Thors1,2,3, Ásgeir Haraldsson1,2,3, Arthur Löve1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Bráðar garnasýkingar barna eru algengar á heimsvísu. Veirur eru algengasta orsök garnasýkinga, sér í lagi rótaveirur. Ung börn, 6­24 mánaða, eru í mestri hættu á sýkingu. Tvö bóluefni gegn rótaveirum eru á markaði og hafa reynst vel. Faraldsfræði þessara sýkinga á Íslandi er lítt þekkt. Markmið: Meta faraldsfræði bráðra garnasýkinga barna á Íslandi árin 2010­2015, aldursdreifingu og algengustu veirur. Meta byrði bráðra garnasýkinga á Barnaspítala Hringsins, fjölda koma og lengd veru. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær yfir komur barna á Barnaspítala Hringsins sem voru greind með bráða garnasýkingu á tíma­ bilinu 2010­2015. Tveir gagnagrunnar, annar frá sjúklingabókhaldi Landspítalans og hinn frá Veiru­ fræðideildinni, samkeyrðir og helstu breytum safnað. Niðurstöður: Komur vegna bráðra garnasýkinga á Barnaspítala Hringsins voru 2.674 á tímabilinu. Jákvæð saursýni voru 174 talsins (6,5% koma). Meirihluti tilfella var meðal 0­24 mánaða gamalla barna (51,3%), sér í lagi var sá aldurshópur áberandi meðal barna með jákvæð saursýni (74,5%). Flestar komur voru í október til apríl (69,1%; 93,1% í hópnum með jákvæð saursýni). Fjöldi barna var 2.473 og fjöldi endurkomutilfella því 201 (7,5% tilfella). Tilfelli sem leiddu til innlagna voru 88 (3,29% tilfella) í öllum hópnum en 55 meðal barna með jákvæð saursýni (29,89% tilfella). Um fimmtungur barnanna var meðhöndlaður með vökvagjöf (19,71%), meirihluti í æð (69,07%). Bæði hlutföll voru hærri meðal barna með jákvæð saursýni (29,89% og 86,54%). Erfðaefni rótaveira greindist í 95 jákvæðra saursýna (51,6%) en í öllum jákvæðum saursýnum á tímabilinu óháð komu á Barnaspítala Hringsins var hlutfallið 29,7%. Ályktanir: Niðurstöður samsvara sig við tölfræði nágrannalanda. Árstíðasveiflur og aldursdreifingin er áþekk. Innlagnir virðast sjaldgæfari en þekkt hlutföll erlendis eru 8­12%. Skráning bendir til að vökvagjöf sé einkum gefin í æð en rannsóknir síðustu ára hafa fremur stutt vökvagjöf um meltingarveg. Í Evrópu er hlutdeild rótaveirusýkinga í bráðum garnasýkingum 28­52%. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rann­ sóknar eru hlutföllin álíka hérlendis. Sennilega leiða þó aðeins alvarlegustu tilfellin til saursýnatöku. Niður stöður saursýna einar og sér geta því falið í sér bæði of­ og vanmat á hlutdeild rótaveirusýkinga í bráðum garnasýkingum. Þannig standa vægari rótaveirusýkingar þar utan en á hinn bóginn er þekkt að rótaveirusýkingar valdi oftar alvarlegri tilfellum bráðra garnasýkinga og veljist því frekar í saur­ sýnatökur. Þá liggja ekki fyrir upplýsingar um fjölda innsendra saursýna neikvæð fyrir öllum veirum. Rannsókn þessi fjallar nær eingöngu um tilfelli bráðra garnasýkinga sem leiddu til komu á Barna­ spítala Hringsins. Nauðsynlegt er að kanna komur á heilsugæslur og aðrar meðferðarstofnanir eigi að fá heildarmynd af sjúkdómsbyrði og hlutdeild ólíkra sýkingarvalda í bráðum garnasýkingum á Íslandi. Út frá þeim lýðheilsufræðilegu sjónarmiðum væri ákjósanlegt að bæta skráningu greininga í sjúkraskrár og auka saursýnatökur, a.m.k. tímabundið til að meta raunverulega byrði rótaveira á Íslandi. Einkum er það mikilvægt til mats á hvort taka eigi upp bóluefni gegn rótaveirum á Íslandi. Þá þarf einnig að framkvæma kostnaðar­ og ábatagreiningu hérlendis til ákvörðunar um hvort taka eigi upp bóluefnin fyrir öll börn. Krabbamein í eggjastokkum, eggjaleiðurum og lífhimnu á Íslandi 2005­2014 Arna Rut Emilsdóttir1, Elísabet Arna Helgadóttir2, Anna Margrét Jónsdóttir3, Pétur Vignir Reynisson2, Þóra Steingrímsdóttir1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Kvennadeild Landspítala, 3Meinafræðideild Landspítala Inngangur: Eggjastokkakrabbamein er það krabba­ mein í innri kynfærum kvenna sem dregur flestar konur til dauða. Það hefur lítið verið rannsakað á Íslandi og var markmið þessarar rannsóknar að fá betri yfirsýn yfir sjúkdóminn hérlendis sem og að kanna hvaða þættir hefðu áhrif á lifun sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem greindust með krabba­ mein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu á Íslandi árin 2005­2014. Gögn yfir þá sjúklinga voru fengin frá Krabbameinsskrá og Landspítala. Klínískra upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Alls greindust 302 konur með krabba­ mein í eggjastokkum, eggjaleiðurum eða lífhimnu á árunum 2005­2014. Miðgildi aldurs við greiningu var 63 ár. Stærstur hluti sjúklinga var með illkynja þekjufrumukrabbamein eða 222 sjúklingar (74%), 71 sjúklingur (23%) greindist með borderline þekju­ frumuæxli og 9 (3%) með krabbamein af annarri vefja gerð. Flestir sjúklingar greindust á stigi III (47%) og næstflestir á stigi I (41%). Alls voru 46% sjúklinga með meltingarfæraeinkenni við greiningu, 35% með þaninn kvið og 65% með verk eða óþægindi í kvið. Alls gengust 92% kvennanna undir skurðaðgerð og 64% fengu lyfjameðferð. Af þeim 205 konum sem komust í sjúkdómsdvala fengu 117 endurkomu á rannsóknar tímabilinu. Miðendurkomutími var 11 mánuðir. Fimm ára lifun alls sjúklinga hópsins var 52% (95% ÖB: 46­59). Stig og vefjagerð sjúkdóms, aldur sjúklings og magn æxlisvaxtar í lok aðgerðar höfðu sjálfstæð marktæk áhrif á lifun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.