Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 152

Læknaneminn - 01.01.2017, Qupperneq 152
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 1 Ályktanir: Birtingarmynd sjúkdómsins á Íslandi er sambærileg því sem gerist erlendis. Mikilvægi þess að fjarlægja allan æxlisvöxt í aðgerð var undirstrikað. Áhrif sænsks snus á heilsufar Slæm áhrif á astma, öndunarfæra­ einkenni og hrotur Arna Ýr Guðnadóttir1, Christer Janson2, Inga Sif Ólafsdóttir1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Akademiska sjukhuset, 3Lungnadeild Landspítala Inngangur: Alls 18% sænskra karlmanna og 4% sænskra kvennmanna nota snus að staðaldri. Niður­ stöður rannsókna á heilsufarsáhrifum snus notkunar hafa ekki verið samróma þó flestar þeirra bendi til minni heilsufarskvilla en af reykingum. Efniviður og aðferðir: Þessi þversniðsrannókn byggir á spurningalista sem sendur var út til 45,000 þátt takanda í Svíþjóð á aldrinum 16­75 ára en 26,697 (59.3%) einstaklingar svöruðu. Spurninga listinn inni hélt spurn ingar um notkun snus, reyk ingar, astma, astma einkenni, öndunarfæra einkenni, svefn ­ vandamál og lang varandi sjúk dóma. Línu leg aðhvarfs greining var notuð til að skoða tengsl milli snus not kunar og heilsufars einkenna eftir að leið rétt hafði verið fyrir mögu legum blöndunar þáttum: kyni, aldri, líkamsþyngdar stuðli, bú setu, menntunar stigi og líkamsrækt. Niðurstöður: Tengsl voru milli snus notkunar og astma (OR [95% CI] = 1.51 [(1.28­1.77]) en ekki astma og reykinga. Núverandi snus notendur voru í aukinni áhættu að þjást af astmaeinkennum, langvarandi berkjubólgu og ­kinnholubólgu. Hrotur voru tengdar við bæði núverandi og fyrrum notkun á snusi ((OR [95% CI] = 1.37 [(1.12­1.68]) og (OR [95% CI] = 1.59 [(1.34­1.89], hver um sig)). Þegar astma sjúklingar voru skoðaðir sér jókst áhættan á hrotum (OR [95% CI] = 2.68 [(1.58­4.55]). Núverandi snus notendur voru í aukinni hættu á að eiga í erfiðleikum með að festa svefn en í minnkaðri hættu á að eiga í erfiðleikum með að halda svefni (OR [95% CI] = 0.72 [(0.60­0.85]). Hins vegar voru fyrrum snus notendur í aukinni áhættu á að eiga erfitt með að halda svefni (OR [95% CI] = 1.20 [(1.01­1.42]). Einnig sáust tengsl milli fyrrum snus notkunar og þess að eiga í aukinni hættu á að vakna snemma á morgnanna. Ályktanir: Aukin áhætta á hrotum hjá fyrrum og núverandi snus notendum bendir til óafturkræfra áhrifa á takmarkað flæði lofts í efri loftvegum. Áhættan á astma, astmaeinkennum, langvarandi berkjubólgu og ­kinnholubólgu var einungis aukin hjá núverandi snus notendum en ekki fyrrum notendum sem gefur til kynna að snusið valdi afturkræfum bólgum og slímsöfnun í neðri og efri loftvegum. Áhrifin af snusi á svefnavandamál virðast vera blönduð. Heilbrigðisstarfsfólk ætti að vera meðvitað um þessi mögulegu heilsufarsáhrif við meðhöndlun sjúklinga sem nota snus. Skrið hjartavöðvafruma við endurnýjun spendýrahjarta Arnar Bragi Ingason1, Andrew B. Goldstone2, Y. Joseph Woo2 1Læknadeild Háskóla Íslands 2Hjarta- og brjóstholsskurðdeild, Stanford University School of Medicine Inngangur: Þrátt fyrir að endurnýjun hjartans í ný­ fæddum músum hafi verið nýlega rannsakað er enn óljóst hvernig skrið hjartavöðvafruma til blóðtappa­ svæðis fer fram eftir brottnám hjartabrodds. Sýnt hefur verið að endurnýjun hjartans er háð bæði ígöngu makrófaga og nýæðamyndunar. Enn fremur hefur rannsókn á endurnýjun úttaugar sýnt að eftir að settaug er klippt í tvennt berast makrófagar í bilið og örva nýæðamyndun í bilinu. Schwann frumur skríða svo eftir þessum æðum og brúa bilið milli klipptu endanna. Við settum því fram þá tilgátu að skrið hjartavöðvafruma fylgi svipuðu ferli eftir brottnám hjartabrodds. Efniviður og aðferðir: Eins dags gamlar mýs voru annað hvort meðhöndlaðar með hjartabrodds­ brottnámi eða sham aðgerð. Mótefna litanir voru síðan gerðar á mismunandi tímapunktum til þess að skoða skrið æðaþels­ og hjartavöðva­ fruma til blóðtappasvæðis. Til þess að meta hvort hjartavöðva frumur skríða eftir æðaþeli var svokölluð transwell migration assay framkvæmd þar sem hjartavöðvafrumur og mennskar naflastrengs­ bláæðaþelsfrumur voru ræktaðar saman og myndir teknar á smásjá á tíu mínútna fresti yfir 12 klst tímabil. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að blóðæðar bárust inn í blóðtappasvæði á undan hjartavöðvafrumum. Meirihluti útskota skríðandi hjartavöðvafruma var auk þess í nálægð við blóðæðar í blóðtappasvæði. Loks lágu flestar hjartavöðvafrumur samhliða æðaþelsneti þegar frumutegundirnar tvær voru ræktaðar saman. Ályktanir: Nálægð skríðandi hjartavöðvafruma og blóðæða in vivo og in vitro bendir til þess að sterkt samband sé milli frumutegundanna tveggja. Frekari rannsóknir þarf hins vegar til þess að meta hvort æðaþelsfrumur séu nauðsynlegar og nægjanlegar til þess að stýra skriði hjartavöðvafruma. Astmi og ofnæmi: Frá fæðingu til fullorðinsára Arndís Rós Stefánsdóttir1, Ásgeir Haraldsson1,2, Björn Árdal2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala, 3Rannsóknarstofa í ónæmisfræði, Landspítala Inngangur: Ofnæmissjúkdómarnir exem, astmi og ofnæmis kvef eru algeng heilsufarsvandamál. Algengi þeirra hefur aukist mikið á síðustu áratugum og breytileiki milli landa undirstrikar umhverfisáhrif og erfðir. Í dag er talið að 30­40% fólks þjáist af einum eða fleiri ofnæmissjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að meta breytingar og algengi á einkennum exems, astma og ofnæmiskvefs hjá hópi einstaklinga sem fylgt hefur verið eftir í tæp 30 ár. Skoðuð voru tengsl ofnæmissjúkdómanna innbyrðis og fjölskyldusaga, þar á meðal ofnæmiseinkenni hjá börnum þátttakenda. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er ferilrannsókn þar sem úrtakshópur 179 einstaklinga fædd árið 1987 hefur verið fylgt eftir í tæpa þrjá áratugi. Þau voru skoðuð með tilliti til ofnæmissjúkdóma á aldrinum tveggja, fjögurra, átta, 15 ára, 21 árs og nú 29 ára. Sjúkdómarnir exem, astmi og ofnæmiskvef voru greindir með stöðluðum spurningalistum, líkams­ skoðun og húðprófum. Einnig var upplýsingum aflað um lyfjanotkun, ofnæmissjúkdóma í fjölskyldu og umhverfisþætti. Niðurstöður: Af 112 þátttakendum á aldrinum 29 ára voru 56 (50%) með einn eða fleiri ofnæmis­ sjúkdóma. Samkvæmt stigun höfðu flestir þátt­ takendur fremur vægan sjúkdóm. Algengi exems var 31% við tveggja ára aldur, lækkaði marktækt í 8% við 21 árs aldur og var nú 14%. Algengi astma var hæst 28% við fjögurra ára aldur en lækkaði í 13% við átta ára aldur og breyttist lítið að 21 árs aldri. Nú greindust 23% með astma, þar af helmingur eingöngu með áreynsluastma. Ekkert barn greindist með ofnæmiskvef við tveggja ára aldur en algengið hækkaði í 33% við 21 árs aldur. Alls voru nú 30% þátttakenda greind með ofnæmiskvef. Marktæk tengsl voru milli ofnæmiskvefs og astma (p=0,006) en ekki voru marktæk tengsl exems við ofnæmiskvef (p=0,08) eða astma (p=0,5). Þátttakendur með jákvæða fjölskyldusögu voru marktækt líklegri til að vera með astma (p=0,03) eða ofnæmiskvef (p=0,02). Þriðjungur var með jákvætt húðpróf, oftast fyrir grasi (n=27) og köttum (n=23). Af þeim þátttakendum sem áttu barn með ofnæmissjúkdóm var tæplega helmingur með ofnæmissjúkdóm sjálfur. Ályktanir: Niðurstöðurnar staðfesta að ofnæmis­ sjúkdómar eru algengir á Íslandi bæði hjá börnum og fullorðnum sem er sambærilegt við nágrannalönd. Algengi exems er hátt í barnæsku en lækkar með aldri ólíkt ofnæmiskvefi þar sem algengi eykst með aldrinum. Langtímarannsóknir á borð við þessa eru mikilvægar til þess að auka þekkingu á þróun ofnæmissjúkdóma en með þeim hefur meðferð og horfur batnað verulega. Aukið algengi astma frá 21 árs aldri bendir enn frekar til mikilvægi þess að fylgjast með þróun þessara sjúkdóma, bæði með tilliti til aldurs og ytri umhverfisþátta. Horfur sjúklinga með Juvenile myoclonic epilepsy Ágúst Ingi Guðnason1, Elías Ólafsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Taugalækningadeild Landspítala Inngangur: JME eru alflog af erfðafræðilegum upp runa og eru um 10% allra flogaveikra. Sjúk­ dómurinn kemur yfirleitt fram fyrir tvítugt en flestir greinast milli 12­18 ára. Í meirihluta tilfella næst viðeigandi stjórn floga undir meðferð. Aftur á móti er JME talin lífstíðar greining og sjúklingar fá yfirleitt bakslag þegar meðferð er hætt. Markmið þessarar rannsóknar var að finna eins margar sjúklinga á Íslandi með JME og hægt er, gefa greinagóða lýsingu á einkennum og teiknum við greiningu, tegundum floga og flogalyfjasögu. Ásamt því að skoða horfur sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Afturskyggð rannsókn sem tók til sjúklinga með JME. Sjúklingar fengust úr heila ritum frá árunum 1990­2010 eða greindust á göngu deild taugalækninga á LSH á sama tímabilin. Allar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám sjúklinga og umsögnum af heilaritum þeirra. Tölfræðileg úrvinnsla fór fram í gegnum tölfræðiforritið R(útgáfa 3.1.2). Niðurstöður: Rannsóknin tók til 41 einstaklinga þar sem konur voru í meirihluta 26(63%). Meðalaldur við greiningu var 13,7 ár (±3,43) og meðaleftrifylgd 25,8 ár (±9,9). Allir sjúklingarnir reyndust hafa fengið GTCS og morgun kippi, en aðeins 5 höfðu fengið störuflog(12,2%). Meðalfjöldi prófaðra flogalyfja var 2,59 (±1,72) og marktækur munur var á milli karla og kvenna. Konur höfðu prófað að meðal tali 3 (±1,99) en karlar 1,89 (±0,74(p<0,01)). Skil greind var floga­ laus útkoma ef flog hafði ekki átt sér stað innan við 5 ár fyrir eftirfylgd. Það reyndust 21 sjúklingur hafa flogalausa útkomu og þar af voru 6 (28,6%) af þeim án flogalyfja við eftirfylgd. Á eftirfylgdartímanum hættu 15 sjúklingar á flogalyfjameðferð en 9(60%) þeirra fengu aftur flog á tímabilinu. Ályktanir: Niðurstöður styðja núverandi viðhorf um að JME sé góðkynja sjúkdómur þegar litið er til stjórn floga. Þrátt fyrir að vera talinn lífstíðarsjúkdómur virðist í sumum tilfellum ekki þurfa á lyfjameðferð að halda. Hins vegar eru miklar líkur á bakslagi ef reynt er að stöðva lyfjameðferð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.