Læknaneminn - 01.01.2017, Side 158

Læknaneminn - 01.01.2017, Side 158
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 7 meinafræði svörum og myndgreiningarsvörum. Niðurstöður: Alls greindust 236 konur með leghálskrabbamein á Íslandi á rannsóknartímabilinu eða að meðaltali 15,7 kona á ári. Meðalaldur var 44,7 ár og greindust flestar konur í aldurshópnum 35­39 ára. Í flestum tilfellum greindust konur við frumustrok eða vegna tilviljunar við heimsókn hjá kvensjúkdómalækni (59,3 %) en í mörgum tilfellum leiddu einkenni (40,7 %) til greiningar. Marktækur munur var á aldri kvenna sem greindust vegna einkenna og þeirra sem greindust einkennalausar og var hann að meðaltali 11,9 ár. Algengasta greiningaraðferðin var sýnataka frá leghálsi, oftast við leghálsspeglun (50,9 %) og langalgengasta vefjagerð greindra leghálskrabbameina hér á landi er af flöguþekjuuppruna (72,9%). Í 73% tilvika var sjúkdómur staðbundinn við greiningu og 27% voru með æxli sem var vaxið út fyrir leghálsinn en hlutfallslega greindust fleiri með lengra genginn sjúkdóm á síðari hlutum rannsóknartímabilsins. Tegund meðferðar var oftast skurðaðgerð sem helst í hendur við að konur voru að greinast í flestum tilfellum af stigi IA1 og IB1 sem hvort um sig flokkast sem skurðtæk tilvik. Á rannsóknartímabilinu fengu 11,4 % sjúklinganna endurkomu krabbameinsins og 3,4 % greindust með versnun á sínum sjúkdómi. Fimm ára lifun fyrir alla greinda var 81,2 % og sýnt var fram á marktækan mun á 5 ára lifun sjúklinga af fjórum mismunandi stigum leghálskrabbameins. Ályktanir: Horfur kvenna með leghálskrabbamein tengjast beint stigun sjúkdómsins. Svipaðar niður­ stöður fengust hvað varðar einkenni, meingerð, aldurs dreifingu og nýgengi sjúkdómsins hér á landi og þekkt er í öðrum þróuðum löndum. Niðurstöður sýndu fram á að konur greindust með lengra genginn sjúkdóm eftir því sem líður á rannsóknartímabilið. Lagður var grunnur að gagnagrunni um sjúkdóminn hér á landi. Sýkingar hjá sjúklingum með Hodgkin eitilfrumukrabbamein Jónas Bjartur Kjartansson1, Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir1, Sigrún Helga Lund1, Sigurður Yngvi Kristinsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands; 2Blóðlækningadeild Landspítala Inngangur: Hodgkin eitilfrumukrabbamein (HL) er hópur illkynja eitilfrumukrabbameina með uppruna í kímmiðju B fruma ónæmiskerfisins. HL er 0.4% allra greindra krabbameina í Svíþjóð og er aldursstaðlað árlegt nýgengi 2.0 af 100,000 hjá körlum og 1,7 af 100.000 hjá konum. Þekking á uppkomu sýkinga hjá HL sjúklingum er takmörkuð en vitað er um ónæmisbresti hjá þessum sjúklingum. Markmið rann­ sóknarinnar er að meta sýkingaráhættu HL sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er framskyggn, lýðgrunduð ferilrannsókn og byggir á gögnum úr sænsku krabbameins­, sjúklinga­, þjóð­ og dánarmeina skránum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allir einstaklingar sem greindust með HL í Svíþjóð á árunum 1980­2013. Fyrir hvern HL sjúkling voru valin allt að fjögur viðmið, pöruð eftir aldri, kyni og búsetu, sem voru á lífi á greiningardegi HL. Þátttakendum var fylgt eftir með tilliti til sýkinga og dauða eða þar til rannsókn lauk. Kaplan Meier ferlar eru notaðir til að sýna mun á uppkomu sýkinga og uppsafnaða áhættu milli samanburðarhópa. Cox aðhvarfsgreiningarlíkan var notað til að greina áhættuhlutfall (HR) með 95% öryggisbili. Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 6437 HL sjúklingar og 17585 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 10.0 ár hjá HL og 13.6 ár hjá viðmiðum. Alls fengu 4638 einstaklingar sýkingu á eftirfylgnitímanum, þar af voru 1834 HL sjúklingar (28,5%) og 2804 viðmið (15,9%). Samanborið við viðmið voru HL sjúklingar í tölfræðilega marktækri aukinni áhættu að fá sýkingu (HR=3.09; 95% ÖB 2.91­3.28), þar af bakteríusýkingu (HR=3.27;3.02­ 3.54), veirusýkingu (HR=4.55;3.80­5.45) og sveppa­ sýkingu (HR=4.09;3.32­5.03). Áhættan var aukin fyrir konur, samanborið við karla (HR=1.28;1.21­ 1.36). Greiningarár og hækk andi greiningar aldur juku áhættuna lítillega (HR=1.05;1.05­1.06 og HR=1.04;1.04­1.04). Samanborið við HL sjúklinga greinda 1980­1989, jókst sýkingaráhættan á tíma­ bilunum 1990­1999 (HR=1.50;1.32­1.70) og 2000­2013 (HR=1.98;1.75­2.25). Samanborið við HL sjúklinga í greiningaraldurshópnum 35­44 ár þá var aukin sýkingarhætta hjá greiningaraldurs­ hópunum 0­14 ár (HR=1.37;1.05­1.79), 45­54 ár (HR=1.32;1.08­1.62), 55­64 ár (HR=1.84;1.52­ 2.24), 65­74 ár (HR=2.71;2.25­3.25) og ≥75 (HR=4.60;3.82­5.54) ár en ekki var marktækur munur hjá hópunum 15­24 (HR=0.96;0.79­1.13) ár og 25­34 ár (HR=0.91;0.76­1.10). Munur var á hlutfalli fjölda sýkinga 90 dögum fyrir greiningu og fram að greiningu, en það var 2,53% hjá HL sjúklingum en 0,16% hjá viðmiðum (p<0.001). Ályktanir: Sjúklingar með HL hafa verulega aukna áhættu á sýkingu eftir greiningu, hvort sem um ræðir bakteríu­, veiru­ eða sveppasýkingu. Aukningu í sýkingar áhættu eftir tímabilum sem skoðuð voru má líklega skýra með öflugri meðferðum sem leiðir til meiri ónæmisbælingar. Sýnt var fram á að upp­ koma sýkinga fyrir greiningu er töluvert meiri en í viðmiðshóp, svo ekki er einungis hægt að tengja upp komu sýkinga í þessum sjúklingum við ónæmis­ bælandi krabbameinslyf. Sarkmein í stoðkerfi á Íslandi 1986­2015 Kjartan Þórsson1, Halldór Jónsson jr.1,2, Bjarni A. Agnarsson1,2, Helgi Sigurðsson1,2, Hildur Einarsdóttir2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítali Háskólasjúkrahús Inngangur: Sarkmein er heiti yfir krabbamein í band vef, eins og beinum, vöðvum og fituvef og telja um 1­2% allra illkynja æxla sem greinast á Íslandi og á heimsvísu. Sarkmein eiga það flest sameiginlegt að vera upprunnin úr miðkímlagi í fósturvef og eru almennt flokkuð í tvo flokka, mjúkvefjasarkmein og beinsarkmein, en greinast svo enn frekar eftir yfir 70 mismunandi vefjagerðum. Sérstakt meðferðarteymi um sarkmein á Íslandi(IceSG) hefur verið starfrækt á landspítalanum síðan árið 2009 með það að markmiði að bæta og samræma meðferð sjúklinga með sarkmein á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, þróun greiningar, meðferðar og lifitíma sarkmeinasjúklinga á Íslandi á árunum 1986­2015. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn sem tók til allra tilfella frá Krabbameinsskrá Íslands sem mögu lega gátu flokkast til sarkmeina á árunum 1986­2015. Skráðar voru eftirfarandi breytur: Kenni tala, aldur við greiningu, kyn, greiningaraðferð (dánar vottorð, klínísk greining, röntgen/skönnun, efnafræðileg greining, fínnálarsýni, grófnálarsýni á mein varpi og grófnálarsýni á frumæxli), númer æxlis, ár grein ingar, ICD­10 staðsetning æxlis, meingerð æxlis, dánar dagur og með ferð. Notast var við skil greiningu skandi navíska sarkmeina hópsins SSG (Scandi navian Sarcoma Group) og Krabbameinsskrá Íslands við að ákvarða hvaða vefja­ gerðir sarkmeina skyldi notast við í rannsókninni. Nýgengi var reiknað útfrá alþjóðlegum staðli. Notast var við tölfræðiforritið R og Excel við útreikninga auk hönnun á töflum og gröfum. Niðurstöður: Aldursstaðlað nýgengi mjúkvefja­ sarkmeina á Íslandi á tímabilinu 1986­2015 var 2,3 hjá körlum og 1,9 hjá konum á hverja 100.000 einstaklinga. Aldursstaðlað nýgengi beinsarkmeina var síðan 1,3 hjá körlum og 0,8 hjá konum á hverja 100.000 einstaklinga. Á tímabilinu greindust 233 mjúkvefjasarkmein og 92 beinsarkmein á Íslandi. Af mjúkvefjasarkmeinum voru liposarcoma algengust (24,5%), þá malignant fibrous histiocytoma (17,6%) og síðan leiomyosarcoma (15,9%). Af bein­ sarkmeinum voru chondrosarcoma algengust (47%), þá osteo sarcoma (35%) og síðan Ewing sarcoma (18%). Fimm ára lifun sjúk linga með mjúkvefja sarkmein var 63% og 69% hjá sjúklingum með bein sarkmein og hlut fallið milli karla og kvenna 1,5. Á tímabilinu urðu þó nokkrar breytingar í greiningarferlinu eins og að byrjað var með segulómrannsóknir, fínnálarsýnataka nánast hvarf í seinni tíð og grófnálarsýnataka tók yfir. Ekki reyndist mögulegt að kanna breytingar í með­ ferð við sarkmeinum vegna skorts á upplýsingum í gagnagrunni landspítalans. Ályktanir: Nýgengis­ og lifunartölur eru svipaðar þeim sem sjást á hinum Norðurlöndunum. Þróun á greiningu sarkmeina er einnig sambærileg því sem sést þar, en fínnálarsýnataka er á undanhaldi og grófnálar sýnataka að taka við. Með niðurstöðum okkar gefst kostur á að koma grunnupplýsingum í þann skráningar grunn sem hefur verið í gangi á Land spítalanum frá 2009 og má þannig nota til gæða eftirlits í framtíðinni og gera þannig raunhæfan saman burð við aðrar rann sóknir frá hinum Norðurlöndunum. Gastroschisis og omphalocele: Tíðni, sjúkdómsgangur og árangur meðferðar Kristín Fjóla Reynisdóttir1, Þráinn Rósmundsson1,2 og Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, Landspítala Inngangur: Gastroschisis og omphalocele eru meðfæddir gallar þar sem hluti af kviðarholslíffærum liggur utan kviðar og eru algengustu meðfæddu gallarnir á kviðvegg. Tvær aðferðir eru notaðar hér á landi til meðferðar: (1) tafarlaus lokun (e. primary closure) og (2) síðkomin lokun í þrepum (e. staged delayed closure). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi þessara galla hér á landi og hvort að hún sé að aukast eða standi í stað. Jafnframt að skoða sjúkdómsgang og árangur meðferðar m.t.t. fæðugjafar, legutíma og fylgikvilla. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til nýbura með greininguna gastroschisis eða omphalocele sem komu til meðferðar á Vökudeild Barnaspítala Hringsins á árunum 1991­2015. Upplýsingum um börnin og mæður þeirra var aflað úr sjúkraskrám. Niðurstöður: Fimmtíu og þrjú börn fæddust með gastroschisis á tímabilinu og fimm börn með omphalocele. Nýgengi gastroschisis var 4,63 og omphalocele 0,38 tilfelli á hverjar 10.000 fæðingar á rannsóknartímabilinu og var ekki marktæk breyting á nýgengi milli ára. Mæður á aldrinum 16­ 20 ára voru marktækt líklegri til að eiga barn með gastroschisis heldur en eldri mæður (p<0,0001). Um helmingur barnanna hafði aðra galla í meltingarkerfi en algengustu gallar utan meltingarkerfis voru gallar þvag­/kynfærum og vöðva­ og beinakerfi. Meðgöngulengd barna með gastroschisis reyndist vera marktækt styttri en barna með omphalocele (254 dagar vs. 272 dagar; p=0,004). Tuttugu og sjö börn fæddust um leggöng en 30 börn voru tekin með keisaraskurði, þar af 15 með bráðakeisaraskurði. Öll börnin voru tekin til aðgerðar strax á fyrsta sólarhring eftir fæðingu og tafarlaus lokun heppnaðist hjá 48 (91%) börnum. Hjá þeim börnum þar sem lokunin tókst ekki var poki settur utan um garnir og kviðvegg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.