Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 159

Læknaneminn - 01.01.2017, Blaðsíða 159
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 8 lokað 9­23 dögum eftir fyrstu aðgerð. Börnin byrjuðu að fá næringu í maga að meðaltali 12,0±6,8 dögum eftir fæðingu (miðgildi 11 (3­43)) og voru komin á fullt fæði að meðaltali 21,1±17,5 dögum eftir fæðingu (miðgildi 17 (8­126)). Algengustu fylgikvillar í kjölfar meðferðar voru blóðsýkingar, öndunarfæravandamál, nýrnabilun og lifrarvandamál. Fjögur börn fengu short bowel syndrome í kjölfar meðferðar og fimm börn voru með stoma við útskrift af Vökudeild. Legutími var að meðaltali 28,1±20,1 dagar (miðgildi 24 (9­131)). Eitt barn lést á Vökudeild og tvö börn létust á barnadeild eftir útskrift af Vökudeild. Árangur meðferðar var marktækt betri hjá þeim börnum þar sem tafarlaus lokun tókst og einnig hjá börnum með gastroschisis án fylgikvilla miðað við þau sem höfðu fylgikvilla. Ályktanir: Nýgengi gastroschisis hér á landi er í samræmi við niðurstöður annarra vestrænna landa en athyglisvert er hversu lágt nýgengi omphalocele er. Nýgengi gastroschisis breyttist ekki á tímabilinu sem er ólíkt því sem aðrar rannsóknir hafa sýnt. Nýgengið var töluvert hærra meðal ungra mæðra sem er í samræmi við það sem áður hefur verið lýst. Hér á landi er valið að notast við tafarlausa lokun sé þess kostur, en annars að leyfa görnum að síga inn í kvið með notkun poka. Ástæða þess að útkomur voru betri hjá þeim börnum sem tókst að loka í fyrstu aðgerð er líklega sú að ástand þarma var mun betra hjá þeim. Árangur ósæðarlokuskipta vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi 2002­2013 Kristján Orri Víðisson1, Sindri Aron Viktorsson2, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson2 1Læknadeild Háskóla Íslands og 2Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Inngangur: Ósæðarlokuskipti er næstalgengasta hjarta aðgerðin á Íslandi og er oftast gerð vegna þrengsla sem stafa af kölkun í lokunni. Markmið rannsóknar innar var að kanna hvort ábendingar og árangur þessara aðgerða hér á landi hafi breyst á nýlegu 12 ára tímabili, með áherslu á 30 daga dánartíðni, tíðni snemmkominna fylgikvilla og eins árs lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 433 sjúklinga (meðalaldur 70,9±10,0 ár, 65,1% karlar) sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla á Íslandi á árunum 2002­2013. Alls gengust 526 sjúklingar undir ósæðarlokuskipti á þessu tímabili en útilokaðir voru sjúklingar sem gengust undir lokuskipti vegna leka eða hjartaþelsbólgu (n=46), höfðu áður gengist undir opna hjartaaðgerð (n=35) eða þar sem gögn vantaði (n=12). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og voru m.a. skráðir áhættuþættir hjarta­ og æðasjúkdóma, aðgerðartengdir þættir og fylgikvillar aðgerðar en einnig var farið yfir niðurstöður hjartaómanna. Borin var saman dánartíðni, tíðni fylgikvilla og lifun (Kaplan­Meier) á þremur fjögurra ára tímabilum. Meðaltal eftirlitstíma var 6,2 ár (bil: 0­13,9 ár) og miðaðist við 15. febrúar 2016. Niðurstöður: Meðalaldur og kynjadreifing hélst svipuð á milli tímabila, einnig tíðni áhættuþátta kransæða sjúkdóms, nema tíðni háþrýstings og blóðfitu röskunar sem var hærri á þriðja tímabilinu. EuroSCORE II hélst einnig svipað á milli tímabila. Hlutfall sjúklinga sem fengu ígrædda lífræna loku með grind hækkaði úr 12,4% á fyrsta tímabilinu í 46,5% á því síðasta (p<0,0001). Aðeins 16,9% sjúklinga fengu ólífræna loku en hlutfallið var hærra á fyrri tveimur tímabilunum (20,6% og 21,8%) borið saman við þriðja tímabilið (7,7%) (p=0,006). Hámarks þrýstingsfallandi yfir ósæðarlokuna fyrir aðgerð var að meðaltali 75 mmHg ± 26 á fyrsta tímabilinu, 66 mmHg ± 24 á því öðru (p=0,01) og 70 mmHg ± 27 á því þriðja (p=0,2). Flatarmál lokuops á sömu tímabilum var 0,64 cm2 ± 0,25, 0,71 cm2 ± 0,25 (p=0,054) og 0,75 cm2 ± 0,24 (p=0,003) og tangartími 127 mín., 110 mín. (p<0,0001) og 107 mín. (p<0,0001). 30 daga dánartíðni var 8,3% á fyrsta tímabilinu, lækkaði í 4,1% á því öðru (p=0,6) og var 4,9% á því síðasta (p=0,6). Á fyrsta tímabilinu fengu 83,5% sjúklinga snemmkominn minniháttar fylgikvilla, á öðru tímabilinu var hlutfallið 61,8% (p=0,0002) og á því þriðja 61,4% (p=0,0002). Gáttatif var algengasti minniháttar fylgikvillinn en tíðni þess lækkaði úr 78,6% í 63,8% (p=0,03) og 48,1% (p=0,0001). Nýrnaskaði var næst algengasti fylgikvillinn en þar lækkaði tíðnin úr 25,9% í 20,8% (p=0,4) og 11,9 (p=0,02). Tíðni alvarlegra fylgikvilla á sömu tímabilum var 35,5%, 27,6% (p=0,3) og 23,2% (p=0,1) og eins árs lifun var 87,9%, 94,1% og 94,4% (p=0,07). Ályktanir: Tíðni snemmkominna fylgikvilla hefur lækkað eftir ósæðarlokuskipti á Íslandi, sérstaklega tíðni gáttatifs og bráðs nýrnskaða. Einnig virðist sem 30 daga dánartíðni hafi lækkað síðustu 8 árin og lifun sjúklinga vænkast, enda þótt munurinn sé ekki marktækur. Hluti af skýringunni gæti verið að sjúklingar eru teknir fyrr til aðgerðar þar sem ósæðarlokuþrengsli þeirra eru ekki jafn langt gengin auk þess sem tangartími hefur styst. The risk of developing a mismatch repair deficient (dMMR) colorectal cancer (CRC) after undergoing cholecystectomy (CCY) Matthías Örn Halldórsson1, Sigurdís Haraldsdóttir2, Pétur Snæbjörnsson3, Kristín Huld Haraldsdóttir4, Jón Gunnlaugur Jónasson4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Stanford University, 3Netherlands Cancer Institute, 4Landspítali Háskólasjúkrahús Introduction: About 10­15% of colorectal cancers (CRC) are due to mismatch repair deficiency (dMMR) and are more commonly right­sided. Part of dMMR CRCs are due to germline mutation in the MMR genes (Lynch syndrome) but most of them are caused by somatic mutations or gene inactivation in the mismatch repair genes via hypermethylation leading to MMR deficiency. Risk factors for the development of dMMR CRCs, besides Lynch syndrome, are not well known. After cholecystectomy (CCY) bile acids, which are thought to be carcinogenic and increase the risk of right­sided CRC, constantly flow into the GI tract. The primary objective of this study is to investigate whether CCY incidence is higher amongst patients with dMMR CRCs compared to an unaffected age­ and sex adjusted control group. If CCY increases the risk of developing dMMR CRC this could change screening recommendations for individuals with Lynch syndrome after a CCY. Materials and methods: This is a case­control study, which included all patients diagnosed with CRC in Iceland from 2000­2009 (n=1170). These patients had previously been screened for dMMR by immunohistochemistry (n=129 had dMMR) and tested for Lynch syndrome via germline mutation sequencing (n=27 had LS). Unaffected age­ and sex­ matched controls were provided by Icelandic Heart Association (IHA). Subjects were cross­referenced with databases from all three pathology labs in Iceland to establish who had undergone CCY. The dMMR CRC group was compared to CRC cases without dMMR (proficient mismatch repair system, pMMR) (n=1041) and to controls provided by IHA (n=17,273) to see if there was an excess risk of CRC after CCY. Results: Thirty (23.3%) dMMR CRC cases and 164 (15.8%) pMMR CRC cases had undergone CCY compared to 2,199 (12.7%) controls. When using unconditional logistic regression adjusted for sex and age, the odds ratio (OR) of developing CRC ≥2 years after CCY was 1.09 (95%CI 0.88­1.34). Using multinomial unconditional logistic regression, the OR of developing dMMR CRC ≥2 years after a CCY was 1.38 (95%CI 0.83­2.30) and 1.04 (95%CI 0.83­1.31) for the development of pMMR CRC ≥2 years after a CCY and 0.73 (95%CI 0.23­2.32), 2.26 (95%CI 1.17­4.38) and 1.11 (95%CI 0.45­2.77) for the development of dMMR CRCs <10, 10­20, >20 years after a CCY. Conclusion: The results suggest there might be an increased risk of dMMR CRC after CCY. When OR for dMMR CRC is stratified by the number of years from CCY, the risk of developing a dMMR CRC 10­20 years after CCY is significantly increased. If this increased risk is confirmed by other larger studies, screening recommendations for individuals with Lynch syndrome may have to be intensified after CCY and treatments for gallstones other than cholecystectomies considered. Langlíf mótefnaseytun B frumna og áhrifavaldar hennar Lærdómur dreginn af sértækum IgA skorti Rakel Nathalie Kristinsdóttir1, Andri Leo Lemarquis1,2, Helga Kristín Einarsdóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Ónæmisfræðideild Landspítala Inngangur: Skilningur manna á ferlum sem leiða til mótefnasvars hafa leitt til nýrra meðferðarmöguleika, m.a. í sjálfofnæmi, bólgusjúkdómum, krabbameinum o.fl. Enn eru þó margir þættir óþekktir og mörg skot mörk í ferlinu ónotuð í lækningarlegum til­ gangi. Horft hefur verið til þess að nýta sértækan ónæmis skort í mönnum sem náttúrulegt úrfellingar­ módel og læra af einkennum og svipgerð þeirra. Sértækur IgA skortur (sIgAD) er algengasti sértæki ónæmisskorturinn í mönnum en hann er skilgreindur sem IgA≤0.07 g/L með eðlilegt IgG og IgM magn í sermi einstaklings eldri en 4 ára. Talið er að um 1:600 Íslendinga séu með skortinn og hafa þeir auknar líkur á sjálfsofnæmissjúkdómum og ofnæmistengdum sjúkdómum og búa því við verri lífsgæði og í sumum tilfellum lífshorfur. Orsakir eru enn ekki fullþekktar en fyrri rannsóknir gefa til kynna færri umskipta B frumur í IgA skorts einstaklingum, en þær frumur seyta IL10 sem er síðan stjórnþáttur í myndun IgA seytandi B frumna. Markmið rannsóknarinnar var að skoða svipgerð B frumna í sIgAD einstaklingum, langlífa mótefnaseytun þeirra í rækt og áhrif örvunar á langlífi B frumana. Efniviður og aðferðir: Einkjarna frumur voru ein­ angr aðar úr 12 IgA skorts gjöfum og fimm heil­ brigðum viðmiðum með Ficoll­Hypaque aðferð. Þær voru síðan ræktaðar í hitaskáp í æti (IMDM+10% FCS+pen/strep). Frumur voru óörvaðar eða örv­ aðar með IL10, í styrkjunum 10 eða 100 ng/ mL. Vikulega var floti safnað úr ræktunum. Til að meta mótefnamagn í floti og sermi var ELISA aðferðin notuð. Frumuflæðisjá var notuð til að meta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.