Það bezta - 15.01.1948, Síða 8
Ö
fyrir hljómleika, er hann hélt
með þeim, og greiddi jafnvel úr
sjálfs sín vasa allan ferðakostn-
að sinn. Þegar drenghnokki í
Brooklyn sendi honum 1944
póstkort og bað um „Eroka
simfony eftir Batovon“, sem fað-
ir hans, er fallið hafði fyrir ítöl-
um, hafði ævinlega dáðst mjög
að, þá lét Toscanini sér ekki
nægja að setja verkið tafarlaust
á hljómleikaskrá sína, heldur
auglýsti eftir „Jimmy“, en
árangurslaust.
Toscanini gerir jafn strangar
kröfur til sjálfs sín og tónlistar
sinnar. Enginn minnist þess að
hafa séð hann snöggklæddan. Á
hljómleikum er hann með cellu-
loid-flibba, svo að hann velkist
ekki, þegar meistarinn svitnar.
Hann fær sér venjulega steypi-
bað og hefur fataskipti í hléurn,
og af þessum sökum varð hann
meira að segja einu sinni að af-
þakka köllum í konungsstúlk-
una í London.
Þrátt fyrir þrjár langdvalir í
Bandaríkjunum hefur Toscan-
ini tileinkað sér fátt eitt af því,
sem einkennir Vestmenn sér-
staklega. Meðal þess er ómót-
stæðileg hrifning af Mickey
Mouse kvikmyndum og einstak-
Janúar
armætur á jazz.Áhljómleikaferð
með NBC-Symphony til Suður-
Ameríku tók flokkur tréblásara
úr hljómsveitinni upp á því að
að leika á laun með danshljóm-
sveit skipsins. Dag nokkurn kom
meistarinn þeim á óvart og lagði
við hlustir. Seinna voru þeir
kvaddir til einkaklefa Toscan-
inis á skipinu og látnir halda
hljómleika undir stjórn hans.
Meistarinn hefur þó alltaf
sömu andúð á mishljóms-til-
raunum þeim, er gerðar hafa
verið og kallaðar „nútímatón-
list“, en á hana lítur hann sem
skaðsemd fyrir eyrun. Forvígis-
menn hinnar nýju stefnu, sem
ásaka þenna aldna heiðursmann
um íhaldssemi, mundu eigi að
síður hafa gott af að kynnast
hinni djarflegu baráttu Toscan-
inis fyrir þeirri tónlist, sem var
ný, þegar hann var ungur — en
nú er viðurkennd sígild. Nægir í
því sambandi að nefna: Wagner,
Verdi, Brahms, Puccini, Debus-
sy og Ravel.
Tvær kynslóðir tónlistarvina
liafa reynt að rannsaka til hlítar,
í hverju þeir töfrar eru fólgnir,
sem einkenna hljómsveitarstjórn
Toscaninis. Sumir hafa eignað
þá sérstæðu sambandi mýktar og
ÞAÐ BEZTA