Það bezta - 15.01.1948, Page 10

Það bezta - 15.01.1948, Page 10
Vandamál, sem þarfnast a'ðgátar. C/- heimascetan ástfancjin? Stytt úr Better Homes &' Gardens. — Gladys Denny Schult/. — Tj’f til vill eigið þér dóttur milli fermingar o,g tvítugs. Þá eru 511 líkindi til þess, að hún sé ástfangin — eða haldi sig vera það, sem kemur reyndar í sama stað niður. Hvernig geta foreldr- ar, sem unna börnum sínum alls góðs, hjálpað þeim til að forðast þau misstig, er varpa kynnu skugga á alla framtíð þeirra? Vinkona mín ein taldi sig hafa til fullnustu innt af hendi allar sínar skyldur við unga dóttur sína. Hún hafði ævinlega svarað öllum spurningum ungu stúlkunnar, en eigi að síður hafði hún á tilfinningunni, að til eru hlutir, sem rnenn kinoka sér við að tala um. Dag nokkurn færði pósturinn henni bréf frá dótturinni, sem nú dvaldi í fjar- iægð. „Mamma, þú verður að vera svo væn að segja mér allt af létta, hvernig þessu er varið með kyn- ferðismálin. Astaratlot og svo- leiðis, meina ég. Hve langt, get- ur maður gengið með góðri samvizku og án áhættu? Vertu ekki hrædd, — ég hef ekki gert neina skyssu. En ég er ráðalaus og örvæntingarfull, og margar vinkonur mínar eru engu betur á vegi staddar." Kossa og ástaratlot — nei, það hafði móðirin aldrei borið í mál. En henni var fullkomlega ljóst, að umgengnivenjur unga fólks- ins voru frjálslegri, og samskipti þess miklu nánari en fyrr á árum. Þegar hún fór að hugleiða þetta, rann það einn'ig upp fyrir henní, að hún hafði aldrei rætt við dótt- ur sína, hvað væri rétt og hvað

x

Það bezta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.